Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 5
 02/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Æsispennandi leikir í Síkinu Áfram í bikarnum ICELAND EXPRESS DEILDIN TINDASTÓLL (81) 99 SNÆFELL (81) 100 Það vantaði ekki dramatíkina þegar Snæfell sótti Stólana heim í Iceland Express- deildinni sl. fimmtudagskvöld. Lengstum var leikurinn þó lítið augnayndi og heimamenn virkuðu hálf áhugalausir framan af. En lokamínúturnar voru engu líkar og mátti minnstu muna að Stólarnir næðu að stela sigrinum en jafnt var í leikslok og þurfti því að framlengja. Óskar Hjartarson tryggði gestunum sigurinn þegar hann hitti úr seinna víti sínu þegar 4 sekúndur voru eftir en þrátt fyrir gott færi tókst Mo Miller ekki að tryggja sigurinn á síðustu sekúndu leiksins og gestirnir fóru því glaðbeittir heim eftir sætan sigur, 99-100. Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls var allt annað en sáttur við leik sinna manna. -Við vorum bara lélegir í leiknum, sagði Bárður eftir að leikurinn hafði verið flautaður af. -Við áttum bara að vinna þennan leik, það er ekki flóknara en það. Það var allt á móti okkur í kvöld, ég verð bara að segja það, sagði svekktur þjálfarinn en vildi ekki gefa út nánari skýringar þó leiða megi að því líkum að þar hafi hann átt við dómgæsluna sem að mati margra varð liðinu að falli í lokin. -Ég á eftir að horfa betur á þetta á vídeó- upptökunni til að fá það staðfest. /ÓAB & PF POWERADE BIKARINN TINDASTÓLL 78 ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN 76 Tindastóll bar sigurorð af liði Þórs frá Þorlákshöfn í Síkinu á sunnudaginn. Gestirnir höfðu lengstum forystu í leiknum en Stólarnir voru sterkari í loka- fjórðungnum og Maurice Miller innsiglaði sigurinn með tveimur vítum undir lok leiks. Lokatölur 78-76 og heimamenn því komnir í 8 liða úrslitin í Powerade- bikarnum. Þórsarar voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og höfðu fimm stiga forystu að ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Heimili: Hlíðarvegi 15, Hvamms- tanga. Starf: Sérfræðingur hjá Fæðingar- orlofssjóði og formaður byggðar- ráðs Húnaþings vestra. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Uppáhaldsliðið mitt er Liverpool. Ég byrjaði að halda með þeim þegar ég var krakki og þá var Ian Rush upp á sitt besta og hann var uppáhaldsleikmaðurinn minn. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nei, ekki nema einhverjum smávægileg- um deilum og þá sérstaklega við eldheita Man. United aðdá- endur og þá einna helst við eiginmanninn og Gunna og Ragga vinnufélaga mína. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er Ian Rush. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, það hef ég ekki gert en ég á vonandi eftir að upplifa það. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Nei, ekki ég beint en það er þónokkuð til að hlutum á heimilinu sem strákurinn á. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það gengur bara vel en gekk ekki alveg nógu vel í byrjun því frumburðurinn vill fylgja pabbanum en þau tvö yngri fylgja móðurinni. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hef ég aldrei gert, eitt sinn Liverpool, ávallt Liverpool. Uppáhalds málsháttur? Enginn gerir svo öllum líki og ekki guð í himnaríki. Einhver góð saga úr boltanum? Mér dettur ein saga í hug úr boltanum, þ.e. körfuboltanum. Við hjónin vorum að horfa á úrslitaleik í bikarnum í körfubolta og það voru Njarðvíkingar og Keflvíkingar sem áttust við. Ég hef haldið með Njarðvík frá því að ég var krakki en maðurinn Ekki erfitt að halda með besta liðinu minn er úr Keflavík og heitur aðdáandi Keflavíkur. Það var innan við mínúta eftir af leiknum og Keflvíkingar voru 7 stigum yfir og eiginmaðurinn var farinn að dansa stríðsdans og syngja, “Keflavík eru bikarmeistarar”. Á síðustu sekúndu jöfnuðu Njarðvíkingar og því þurfti að framlengja og Njarðvíkingar unnu framlenginguna og urðu því bikarmeistarar. Þess má geta að eiginmaðurinn var hreint alveg brjálaður og hefur passað sig á því að fagna ekki fyrr en leiktíminn er útrunninn. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Það var eitt sinn þegar ég var á unglingsárunum að mamma var að hakka lifur til sláturgerðar. Mér fannst þetta líta svipað út og ávaxtagrautur og setti því slatta á disk og bauð frænda mínum sem er tveimur árum eldri en ég upp á þennan dýrindis ávaxtagraut með mjólk. Hann tók hraustlega til matar síns en var ekki mjög ánægður eftir fyrstu skeiðina. Spurning frá Leó Erni. – Er ekki erfitt að vera aðdáandi Liverpool og verður fólk ekki hissa og finnur til með þér þegar það heyrir að þú haldir með þeim? Svar... Nei, það er hreint ekki erfitt að halda með besta liðinu. Þeir eru í miklum minnihluta sem halda með einhverju öðru liði og ég hef bara séð hálfgerða öfund hjá öðrum sem vita það að ég held með Liverpool en ekki þeir. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Ég vil endilega sjá kvenmann svara þessum spurningum og vil því skora á Sólrúnu Rafnsdóttur, kennara Grunnskóla Húnaþings vestra. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hversu mörg ár telur þú að það muni taka Fernando Torres að bæta markamet Bobby Tamling sem er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi. Sigurbjörg ásamt börnunum sínum og Liverpoolaðdáendunum Hannesi Inga og Ásdísi Helgu Másbörnum Húni.is segir frá því að föstudagskvöldið 30. desember fór fram firmakeppni Hvatar í knattspyrnu í Íþróttamiðstöð- inni á Blönduósi og tóku fjögur lið þátt að þessu sinni en þau voru frá Tengli, Smárabæ, Vilkó og síðan lið úr sveitunum í kring sem kallaðist Sveitamenn. Spiluð var tvöföld umferð og fór það þannig að lið Tengils sigraði mótið en lið Vilkó og Sveitamanna urðu jöfn að stigum í 2.-3. sæti. Neðstir voru síðan strákarnir sem spiluðu fyrir Smárabæ. Knattspyrnudeild Hvatar þakkar liðunum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá þau öll að ári ásamt fleirum. /ÓAB Firmakeppni Hvatar í knattspyrnu Lið Tengils sigraði á mótinu honum loknum, 15-20. Búbbarnir voru snöggir að jafna í byrjun annars leikhluta en áfram voru það gestirnir sem höfðu frumkvæðið og náðu muninum í mest 7 stig skömmu fyrir hlé en Miller setti niður víti áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 36-42. Bretinn Luttman gerði fyrstu stigin í þriðja leikhluta en Þórsarar gáfu ekkert eftir, Hairston setti niður tvær 3ja stiga körfur á stuttum tíma og jók muninn í 8 stig. Hart var barist og Stólarnir reyndu að klóra í bakkann en gestirnir enduðu þriðja leikhluta sterkt, komust í 49- 59 en Miller setti 2 stig áður en leikhlutinn var úti. Svabbi setti niður þrist í byrjun fjórða leikhluta og Miller og Hreinsi settu niður sitthvort vítasettið og munurinn kominn í 1 stig. Næstu 7 stig gerðu hinsvegar gestirnir og síðan tók við 3ja mínútna kafli þar sem liðunum gekk ekkert að skora. Curtis Allen braut ísinn fyrir heimamenn sem minnkuðu síðan mun- inn í 3 stig, 63-66. Gestirnir bættu við tveimur stigum en svo kom þáttur Hreinsa Birgis, hann setti niður tvö 3ja stiga skot með stuttu millibili og kom Stólunum yfir í fyrsta skipti síðan snemma í öðrum leikhluta. Nú voru um þrjár mínútur eftir af leiknum og staðan 69-68 og í framhaldinu skiptust liðin á um að hafa forystuna. Þröstur Leó setti síðan niður þrist og kom heimamönnum í 74-72 og svo bætti Miller við tveimur vítum. Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að jafna 76-76 en Miller setti niður tvö víti til viðbótar og tryggði heimamönnum sætan sigur, 78-76. /ÓAB Dregið var í 8 liða úrslit Poweradebikarsins fyrr í vikunni og dróst lið Tindastóls á móti Njarðvík en leikið verður í Íþrótta- húsinu á Sauðárkróki. Næsta umferð í bikarnum verður dagana 21. - 23. janúar og ekki ljóst hvenær Njarð- víkingar mæta í Síkið en búast má við hörkuleik. /ÓAB Powerade bikarinn Njarðvík í heimsókn Svavar Birgisson reynir að verjast Ólafi Torfasyni í liði Snæfells.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.