Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 02/2012 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Lifir fyrir að hjálpa fólki Maður ársins 2011 á Norðurlandi vestra Einar Óli Fossdal var útnefndur maður ársins á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Einari Óla hefur verið lýst sem hvunndagshetju sem tekur annarra hag umfram sinn eigin og lætur sér aðra varða, hvort sem það er með aðstoð við fólk sem er í nauðum statt eða skipta um peru hjá þeim sem megna það ekki sjálfir. Af því tilefni leit blaðamaður Feykis við á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi til að færa manni ársins blómvönd og náði stuttu spjalli við hann á milli þeirra fjölbreyttra verka sem hann hefur þar með höndum. Einar Óli hefur lengst af búið á Blönduósi en hann fluttist þangað árið 1975, þá 9 ára að aldri. Áður bjó hann á Akureyri en þangað eiga foreldrar hans, Sigríður Árnadóttir og Júlíus Fossdal, rætur að rekja. Einar Óli var örverpið í fjölskyldunni, eins og hann lýsir því sjálfur, yngstur ellefu systkina. „Það var sko mikið og vel hugsað um mig, fyrst komu systur mínar sjö og svo fjórir strákar. Þannig að ég fékk mikla athygli á uppvaxtarárunum,“ segir Einar Óli og brosir. Að sögn Einars Óla hefur hann að öllum líkindum erft áhuga sinn á mannúðarstörfum frá föður sínum, en hann var sterk fyrirmynd, „hann var mikið fyrir að hugsa um aðra,“ segir Einar Óli . Júlíus var einnig sjúkraflutningamaður en í þá daga byggðist starfið á sjálfboðavinnu. „Það var ekki fyrr en rétt áður en ég byrjaði í sjúkraflutningunum að það var byrjað að greiða einhver smáræðis laun fyrir starfið,“ útskýrir Einar. Júlíus sat í stjórn Rauða kross deildar Austur -Húnavatnssýslu í mörg ár ásamt þeim Gunnari Ríkharðs- syni, Ingva þór Guðjónsyni og Vali Snorrasyni og þeir tveir síðastnefndu stofnuðu deild- ina. „Rauði krossinn á lands- byggðinni byggðist gjarnan utan um sjúkraflutningana. Hér hófst starfsemi þeirra með því móti að það var verið að safna fyrir sjúkrabílum en þróaðist svo í síðar meir fjölþættari starfsemi og meira í takti við Rauða kross Íslands.“ Einar Óli sat í stjórn Björgunarfélagsins Blöndu á árunum 1993-1996, eða Hjálparsveit Skáta Blönduósi sem það kallaðist í þá daga. Hann gekk til liðs við félagið einungis 16 ára gamall, „ég fór svona eiginlega sjálfkrafa í félagið. Á þeim tíma var ég að vinna á Trésmíðaverkstæðinu Stíganda og stór hluti þeirra sem þar unnu voru í Björg- unarfélaginu,“ segir Einar Óli og heldur áfram: „Eftir að ég byrjaði í sjúkraflutningum hef ég ekki getað unnið eins mikið og áður með Björgunarfélaginu, þar sem ég vinn á vöktum.“ Einar Óli var að læra bif- vélavirkjun og var á starfs- samningi hjá Vélsmiðju Hún- vetninga þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. „Ég var byrjaður að taka aukavaktir í sjúkraflutn- ingnum á Heilbrigðisstofn- uninni árið 1997 þegar losnaði staða hér fyrir ráðsmann, ég var svo heppinn að vera ráðinn í starfið.“ Stoltur af góðum hóp Starf ráðsmanns á Heilbrigðis- stofnuninni felst í því að sjá til þess að allt gangi smurt í húsnæði Heilbrigðisstofnunar- innar og umsjón með sjúkraflutningasviði fellur jafn- framt undir ráðsmanninn. Þegar Einar Óli hóf störf sem ráðsmaður sinntu tveir því starfi en síðan forveri Einars Óla, Yngvi Þór Guðjónsson, lét af störfum árið 2008 hefur Einar Óli sinnt því einn. „Ég er mest stoltur af því hve okkur hefur tekist að byggja upp góðan og traustan hóp. Þetta eru vel menntaðir, mjög hæfir og góðir félagar sem mikill heiður er að vinna með. Það er ómetanlegt að hafa svona góðan hóp með sér,“ segir Einar Óli og heldur frásögninni áfram: „Við erum sex hérna á Blönduósi, þar af eru tveir neyðarflutninga- menn, tveir sjúkraflutninga- menn, einn hjúkrunarfræð- ingur með bráðasvið að sérsviði og svo einn sem er á leið í grunnnámið. Stofnunin rekur svo einn sjúkrabíl á Skagaströnd og þar skipta fjórir sjúkra- flutningamenn á milli sín vöktum. Þetta er gífurlega góður hópur.“ Til nánari útskýringa segir Einar Óli að á Íslandi sé starfað eftir amerískum stöðlum og fer kennsla fram samkvæmt þeim í Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. „Þar er boðið upp á kennslu á þremur stigum; grunnnám (e. EMT basic) og kallast þá viðkomandi sjúkra- flutningamaður, sá sem útskrifast með annað stig er neyðarflutningamaður (e. intermedium) og með það þriðja kallast bráðatæknir (e. parametic). Þetta er virkilega góður skóli, ég veit t.d. um marga lækna sem bæta við sitt nám og verða þar af leiðandi betur í stakk búnir ef þeir þurfa að sinna bráðatilfellum á slysstað.“ Einar Óli útskrifaðist sjálfur sem neyðarflutningamaður árið 2004. „Á sama tíma hóf Þórður Pálsson, brottfluttur Blönduósingur, hér störf en hann hafði starfað sem neyðar- flutningamaður á Akureyri um skeið. Þá voru neyðarflutninga- mennirnir við stofnunina skyndilega orðnir tveir og þá nokkuð merkilegum áfanga náð, þar sem enginn neyðar- flutningamaður hafði verið starfandi allt frá Akureyri til Akraness, að undanskildum einum á Hólmavík og bráða- tækni á Króknum,“ sagði Einar Óli. Um starfið segir Einar Óli mikil tímamót hafa orðið þegar skylt varð að tveir menn væru saman á vakt. „Það var rosalegur munur. Það gat verið mjög óþægilegt að flytja einhvern slasaðan eða bráðsjúkan og þurfa svo að stöðva bílinn með reglulegu millibili til að athuga með líðan manneskjunnar,“ segir Einar Óli en segir svo: „Þetta er gífurlega gefandi starf. Það gengur kannski ekki alltaf allt eins og maður vildi að það gengi. Stundum er fólk mikið slasað og maður reynir allt sem maður getur en finnst ekki geta gert nóg. Þannig er bara lífið, maður vildi jú geta bjargað öllum. En að fá að hjálpa fólki þegar það er veikt eða mikið slasað og sjá það svo ná heilsu á ný, það gefur manni mikið. Það er það sem maður lifir fyrir – það að geta hjálpað fólki.“ Hreyfingin stendur upp úr Einar Óli fetaði í fótspor föður síns og fór að starfa í þágu Rauða kross deildar Austur- Húnavatnssýslu árið 1995. Þegar hann fór að vinna við sjúkraflutninga settist hann í stjórn deildarinnar. „Upphaflega snérist starfið að mestu í kringum sjúkraflutninga en síðan þá hefur deildin breyst mikið og tekið sér fjölþættari verkefni fyrir hendur. Þar má nefna þegar við tókum á móti flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu 1993-1994, þegar stríðið geisaði á Balkanskaga. Um var að ræða sjö til átta fjölskyldur sem dvöldu hér á Blönduósi á annað ár. Þetta var gríðarlega stórt og metnaðarfullt verkefni fyrir svo litla deild,“ segir Einar Óli. „Rauða kross deildin hefur einnig staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum og samfélags- þjónustu, t.d. skyndihjálpar- og barnapíu námskeiðum, heldur fatamarkaði með reglulegu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.