Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 7
 02/2012 Feykir 7 millibili og sinnt heimsóknar- þjónustu í samstarfi við félags- þjónustuna hér í bæ. Allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu þess góða fólks sem starfar innan Rauða kross deildar A-Hún,“ segir Einar Óli og bætir svo við: „Einnig höfum við verið í samstarfi við fleiri Rauða kross deildir hér á Norðurlandi í að byggja upp starf í leikskóla í Mósambík.“ Svæðisfulltrúi Norðurlands deildanna hafði umsjón með því verkefni en Einar Óli var svæðisfulltrúi á tímabilinu 2001-2005. Síðan tók Einar Óli við formannssætinu og sinnti því hlutverki í fimm ár eða þar til síðastliðið vor. Að sögn Einars Óla er það helst Rauða kross hreyfingin sjálf sem stendur upp úr þeim tíma sem hann hefur starfað þágu Rauða krossins. „Það var mikil upplifun að fá að heim- sækja höfuðstöðvar Rauða krossins í Genf og sjá hvernig hún starfar. Það er gífurlegur heiður að fá að vinna með hreyfingunni á alþjóðavísu. Þetta eru svo ofboðslega stór og mikil samtök, þekkt út um allan heim. Rauði krossinn er alltaf velkominn allsstaðar og er alltaf hlutlaus – hans stærsta hlutverk er að bjarga fólki.“ Barist gegn niðurskurði Einar Óli tók sig saman við fleiri, innan sem utan stofn- unarinnar, til að mótmæla niðurskurðinum á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi. Hann var formaður starfsmanna- félagsins þar á fjögurra ára tímabili og var hluti af starfshóp sem vann að tillögum um hvernig hægt væri að nýta betur þessa stóru og miklu stofnun. Hópurinn kom með margar tillögur um hvernig mætti koma með meiri starfsemi á stofnunina, svo ekki þyrfti að skera jafnmikið niður. „Niður- skurðurinn byrjaði mun fyrr hér. Til að mynda þá var skorið niður um 10-11% upp í 14% fyrstu tvö árin eftir kreppu, sem var í raun áður en niðurskurður byrjaði fyrir alvöru víða annarsstaðar. Hér er líka ólík starfsemi en t.d. á Sauðárkróki eða Húsavík, hér eru ekki skurðstofur eða neitt slíkt. Hér er einungis grunnþjónusta til staðar og því minna af að taka ef svo má segja,“ útskýrir Einar Óli. Hann segir það algengan misskilning að hann sé í Hollvinasamtökum Heilbrigð- isstofnunarinnar á Blönduósi. Samtökin sinna fyrst og fremst að fjáröflunum, gefa gjafir og þess háttar en hafa ekki verið að beita sér gegn niðurskurði á stofnuninni. Þolinmæði góðrar konu Einar Óli segist ekki geta hafa sinnt öllu þessu góða starfi í gegnum árin án þess að hafa góða konu sér við hlið. „Hún hefur sýnt mér mikla þolinmæði og verið mín stoð og stytta í gegnum árin. Hún fær blómvöndinn,“ segir Einar og hlær. Konan góða heitir Sigríður Helga Sigurðardóttir og er deildarstjóri á Leik- skólanum Barnabæ á Blöndu- ósi. Saman eiga þau þrjú börn. „Ég hef mikið verið í burtu og fjölskyldan hefur þurft að venjast því að áætlanir geta brostið. Þau hafa þurft að reikna með því að ég get alltaf þurft að stökkva burt, jafnvel án þess að kveðja. Þetta er bara svoleiðis vinna,“ útskýrir Einar Óli og bætir svo við: „Þau vita hvað starfið skiptir mig miklu máli og styðja mig í öllu.“ „Að lokum langar mig að þakka öllum fyrir þennar mikla heiður sem mér er sýndur með þessari miklu kosningu og er staðráðinn í því að halda áfram að gera mitt besta og hjálpa sem flestum.“ Blaðamaður Feykis óskaði Einari Óla innilega til hamingju með nafnbótina og hleypti honum svo áfram að sinna þeim margvíslegu störfum sem hann tekur sér fyrir hendur innan stofnunarinnar, sem í þetta sinn var að bruna um bæinn með matarbakka fyrir heldri borgara Blönduósbæjar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.