Feykir


Feykir - 12.01.2012, Page 9

Feykir - 12.01.2012, Page 9
 02/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Guðrún og Hjálmar kokka Fillet og lundir með sinnepssósu Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Guðrún Halldóra Baldursdóttir og Hjálmar Ólafsson kerfisfræðingur, frá í Kárdalstungu í Vatnsdal. Þau skora á Jóhönnu Halldórsdóttir og Brynjólf Friðriksson frá Brandsstöðum í Blöndudal, að koma með uppskriftir í Feyki og munu þær vera birtar í blaðinu að þremur vikum liðnum. FORRÉTTUR Grafið kindafillet með sinnepssósu Um 200 g kinda- eða lambafillet, án fitu 2 tsk. Maldon-salt eða annað flögusalt 1 msk. blóðberg, þurrkað 1 tsk. Herbes de Provence eða ítölsk kryddjurtablanda (einnig má sleppa blóðberginu og nota 2 tsk. af kryddjurtablöndu) ½ tsk. nýmalaður svartur pipar Aðferð: Best er að nota fremur þunnan vöðva. Salti, kryddjurtum og pipar blandað saman, kjötinu velt upp úr blöndunni og henni þrýst vel inn í vöðvann. Kjötinu pakkað í álpappír eða plastfilmu, sett á lítið bretti eða bakka, annað bretti lagt yfir, sett í ísskápinn, farg sett ofan á og látið standa í 1-2 sólarhringa. Snúið tvisvar eða þrisvar. Síðan er kjötið skorið í örþunnar sneiðar á ská með beittum hníf og borið fram með salatblöðum, ristuðu brauði og e.t.v. góðu vinaigrette. Balsam-sinneps-vinaigrette: 1 msk. rauðvínsedik 1 tsk. gott balsamedik 1 tsk. dijonsinnep, helst grófkorna 6 msk. ólífuolía Nokkur rósmarínblöð, söxuð smátt Nýmalaður pipar Salt Aðferð: Allt nema olían hrært vel saman í skál og síðan er olíunni þeytt saman við smátt og smátt. AÐALRÉTTUR Folaldalund með sinnepskryddaðri piparsósu 800 g folaldalundir 30 stk. græn piparkorn, niðursoðin, Opies 3 dl rjómi 2 msk. koníak 2 msk. ólífuolía 2 msk. sinnep Nautateningur eða annað kjötsoð Svartur Pipar Salt Aðferð: Hitið olíuna og steikið piparkornin létt. Hellið koníakinu út í og berið að því eld. Hellið rjómanum út í og hrærið sinnepinu saman við. Bætið við kjötkrafti og kryddið með salti ef með þarf. Kryddið kjötsneiðarnar með salti og pipar. Steikið þær á pönnu í um 2 mínútur hvorum megin. Berið kjötið fram með sósunni ásamt kartöflunum og grænmeti. EFTIRRÉTTUR Frosin ávaxtakaka 100 g makkarónukökur 1 1/2 dl appelsínusafi eða sérrí 1 appelsína 2 epli 3 litlir bananar 100 g suðusúkkulaði 100 g döðlur 50 g hnetur 2-3 kíwí Aðferð: Myljið makkarónukökurnar og látið á fat með börmum. Hellið appelsínusafa/sérrí yfir kökurnar. Afhýðið appelsínurnar, eplin og banana og skerið í bita. Saxið súkkulaði, döðlur og hnetur. Blandið öllu saman og dreifið yfir makkarónukökurnar. Setjið álpappír yfir fatið og frystið (u.þ.b. 12 tíma eða lengur). Takið fatið úr frysti tveim tímum áður en kakan er borin fram. Afþýðið og sneiðið kíwí-ávextina og skreytið kökuna með því. Berið fram með rjóma ef vill. Verði ykkur að góðu! Söngvakeppni Sjónvarpsins Fúgustef varð Júrósmellur Gestur Guðnason er Sauðkrækingur í húð og hár en hefur búið í höfuðborginni í áratug og starfar þar sem gítarkennari. Hann á, ásamt vini sínum Hallvarði Ásgeirssyni, lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem er undanfari Júróvisjón keppninnar vinsælu en þetta er í fyrsta skiptið sem hann sendir lag í keppni. Þeir kumpánar taka nú þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn en hljómsveit þeirra Fatherz'n'Sonz sem mun flytja lag þeirra, Rýtingur, næstkomandi laugardag 14. janúar. Feykir sendi Gesti nokkrar spurningar og forvitnaðist um tilurð lagsins og fleira. Hvernig hljómar tónlistar- ferillinn hjá Gesti Guðna- syni? -Ég er í grunninn sjálfmenntaður. Seinna lærði ég klassískan gítarleik og í framhaldi af því tónsmíðar. Af þeim hljómsveitum sem ég hef spilað með má helst nefna Númer Núll, Stórsveit Nix Noltes og 5tu Herdeildina. Þið eruð tveir skráðir fyrir lagi og texta, hvernig unnuð þið lagið? -Einhvern daginn eins og oft áður kíkti Hallvarður yfir með strákinn sinn í kaffi, þaðan kemur einmitt nafnið Fatherz'n'Sonz, því við hittumst oft með strákana okkar, þeir leika sér og við semjum lög. Allavega stingur Varði upp á því hvort við ættum ekki að senda inn lag í Júróvisjón. Ég fór að klóra mér í hausnum og mundi þá eftir fúgustefi sem ég hafði átt lengi en ekki vitað hvað ég ætti að gera við. Ég snaraði þess vegna upp lagaformi kringum þetta stef og svo lögðumst ég og Varði í mikla rannsóknarvinnu við að útsetja lagið. Textanum hentum við upp milli okkar yfir eldhúsborðið, nokkurn veginn þannig að ég kom með eina línu og Varði með þá næstu. Svo var hann lagaður betur að laglínunni. Hvernig tengist þið Hall- varður? -Við kynntumst í Listaháskóla Íslands og ferðuðumst svo saman og tókum upp plötur með Stórsveit Nix Noltes. Hvernig myndir þú lýsa laginu? -Úff, einhver sem heyrði það um daginn líkti því við Depeche Mode og Sigur Rós, það eru líka einhverjir kommentar og samlíkingar komnar inn á YouTube. Textinn er elegy-a eða harmljóð. Var lagið samið fyrir Júró- visjón? -Allt nema viðlagið já. Hefurðu áður sent lag í þessa eða einhverja aðra keppni? -Ekki í Júróvisjón og nei ég bara man svei mér þá ekki eftir að hafa sent lag í neina keppni. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lokin? -Lagið er komið inn á netið, allavega á YouTube, þannig að fólk getur hlustað þar ef það hefur áhuga. Svo bara að horfa næsta laugardag 14. janúar og kjósa! /PF Í 46. tbl. Feykis segir frá andfætlingi okkar Íslendinga sem tjaldaði á Blönduósi í brunagaddi og fylgdi með vísa sem sögð var eftir Önnu Árnadóttur. Hafði hún samband við blaðið og sagðist ekki kannast við að hafa samið hana og lét eftirfarandi vísu fylgja og kennir Jóni sjálfum krógann. Undrafrétt að eyrum ber á okkar kalda Fróni. Einn í tjaldi unir sér án þess að vera róni. En vísuangann af mér sver, hún er eitthvað skyld honum Jóni. Leiðrétting Kannast ekki við vísuna Gestur Guðnason til vinstri en Hallvarður Ásgeirsson til hægri. Gestur er sonur Guðna Friðrikssonar og Valgerðar Einarsdóttur á Sauðárkróki.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.