Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 11
 02/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hvernig líst þér á útnefningu á manni ársins á Norðurlandi vestra? [spurt á Blönduósi] Anne Jóhannesdóttir - Mjög ánægð með hana, það finnst mér alveg. Slaðana Zivkovic -Mjög vel. Ég vinn á sjúkrahúsinu með Einari Óla, hann er alltaf að hjálpa öllum, hann er frábær maður! Kristján Eymundsson - Ég las um útnefninguna á Feyki.is. Mér líst bara vel á hana, miðað við það sem ég veit. Þórunn Hulda Hrafnkelsdóttir - Bara fínt. Hann er pabbi bekkjarbróður míns. tveir skipverja sem ekki áttu lögheimili á Skagaströnd, frá Blönduósi og Sauðárkróki, höfðu ekki verið endurráðnir. „Fyrir jólin yfirgáfu fjórir Júgóslavar Skagaströnd. Þeir höfðu starfað þar í fjögur ár. Fyrst við bátasmíðar hjá Mark, en þegar samdráttar gætti í þeim iðnaði fóru þeir að vinna í fiskvinnslunni. Ekki var sótt um endurnýjun á atvinnuleyfi sem rann út í lok ársins, þar sem sýnt þótti að það mundi ekki fást vegna þrengsla á vinnumarkaði á Skagaströnd“. Atvinnuleysið bitnar fyrst og fremst á konum Jón Karlsson formaður verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki var tekinn tali sem snöggvast eins og segir í fyrsta tölublaði ársins 1982 og spurður um atvinnuástandið á Sauðárkróki vegna verkfalls sjómanna sem þá var í gangi. „Jón sagði að engin vinna væri nú í fiski. Jafnvel þó að verkfallið leystist í þessari viku færi enginn fiskur að berast fyrr en eftir 20. þ.m., og væri þá atvinnuleysið orðið nokkuð langt hjá sumum. Verkfallið kvað Jón bitna á konum fyrst og fremst. Margar konur í hálfu starfi í frystihúsunum ná ekki að fá fullar atvinnuleysisbætur. Þeir sem verið hafa í fullri Gamall Feykir Dauft hljóð í mönnum Heiðursborgari Blönduóss Grímur Gíslason fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi var gerður að heiðursborgara Blönduósbæjar á 90 ára afmæli sínu fimmtudaginn 10. janúar 2002. Geta því glöggir lesendur reiknað það út að sl. þriðjudag var liðin öld frá fæðingu þessa heiðursmanns. Í Feyki fyrir 10 árum segir að á 90 ára afmælinu hafi m.a. vitjað hans frammámenn Ríkisútvarpsins, Kári Jónas- son fréttastjóri, Sigurður Salvarsson forstöðumaður Svæðisútvarpsins á Akureyri og afhentu þeir Grími heiðurs- og þakklætisskjal fyrir langa og dygga þjónustu hjá Rúv. „Grímur hefur verið mjög lifandi í starfi alla tíð og er enn dugmikill þó aldurinn sé orðinn mikill. Engum dylst að heiðursnafnbótin er tilkomin vegna atorku hans í að greina frá atburðum í héraðinu, eða eins og frammámenn Blönduósbæjar segja fullum fetum, „Grímur hefur komið bænum á kortið“. Aðspurður segir Grímur að þetta sé mjög mikill heiður fyrir sig en hafi komið sér á óvart. Grímur er eins og alþekkt er vanur að enda fréttapistla sína á orðunum „Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi.“ Utanbæjarmenn látnir víkja „Það gengur ekki að utan- bæjarmenn séu í störfum hér þegar fjöldi heimamanna er á atvinnuleysisskrá. Það hefur þrengst um á vinnu- markaðnum bæði hjá verka- og iðnaðarmönnum, og útlitið ekki gott. Bæði beitningarmenn og trésmiðir eru hér atvinnulausir“, sagði Magnús Guðmannsson vara- formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar í Feyki fyrir 20 árum en þá var nýbúið að segja öllum skipverjum á Örvari togara Skagstrendings sagt upp að ósk verkalýðsfélagsins, og Oddvitinn Oddvitinn: Það er kuldinn. Veðurvitinn: Það gerir frostið Feykir fyrir 10 árum Feykir fyrir 20 árum Feykir fyrir 30 árum vinnu á undanförnum 12 mánuðum, unnið meira en 1700 dagvinnustundir, eiga rétt á hámarksatvinnuleysisbótum kr. 253 á dag + kr. 10 fyrir hvert barn á framfæri. Ef menn eru undir 425 tímum á undanförnum 12 mánuðum ná þeir ekki lágmarksbótum. Jón Karlsson kvað fremur dauft hljóðið í mönnum á Sauðárkróki. -Sumstaðar þar sem atvinna hefur verið mikil, þar sem verið hafa toppar í síld og loðnu, kemur þetta verkfall eins og þægileg hvíld. Hér á Sauðárkróki hefur verið fremur dauft atvinnulíf frá því í byrjun nóvember og alltaf einhverjir á atvinnuleysisskrá. Verkfallið kemur því mjög illa við sumar fjölskyldur.“ /PF Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá rjóma út í kakóið! Spakmæli vikunnar Það að verða að lesa neðanmálsgrein er eins og að þurfa að fara til dyra á neðri hæðinni þegar verið er að elskast. - Noel Coward Sudoku Sem barn var Hólmnes Hannsteinn hræddur við jólasveina. Það hefur mótað allt hans líf. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma! Ljósin í bænum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.