Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 3
 03/2012 Feykir 3 Fyrsta barn ársins 2012 Lítil prinsessa Fyrsta barn ársins 2012 á Norðurlandi vestra fæddist 2. janúar á fæðingardeild F.S.A. dóttir Guðrúnar Ólafsdóttur og Sigþórs Smára Sigurðssonar á Krithóli 1 í Skagafirði. Litla prinsessan sem er fyrsta barn foreldra sinna var 3380gr eða 13,5 merkur að þyngd og 51cm að lengd við fæðingu. Að sögn móðurinnar heilsast öllum mjög vel og allt gengið eins og best verður á kosið og verður stúlkan að öllum líkindum skírð í febrúar. Guðrún vildi koma kærum þökkum til ljósmæðranna á HS og starfsfólks fæðingar- deildar F.S.A. Feykir óskar nýbökuðum foreldrum til hamingju með litlu prins- essuna. /PF Nú blaktir Grænfáninn við hún hjá Grunnskóla Húna- þings vestra á Laugarbakka og Hvammstanga, en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Umhverfisnefnd skólans hefur borið hita og þunga af framkvæmd verkefnisins og verður áfram í lykilhlutverki að leiða skólann og samfélagið allt í átt til aukinnar umhverfis- vitundar. Þann 6. janúar síðastliðinn var stór dagur í sögu Grunnskólans er fánar voru afhentir bæði á Laugarbakka og Hvammstanga. Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Land- verndar flutti tölu á báðum stöðum og einnig Rakel Ósk Ólafsdóttir og Jón Freyr Gísla- son nemendur í 10. bekk sem bæði eru fulltrúar í umhverfis- nefnd skólans. Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra segir að næstu skref verði að kalla saman umhverfisnefndina aftur og setja sér ný markmið fyrir nýbyrjað ár, því ekki skal láta deigan síga þar sem fáninn blaktir við hún og hvetur til frekari góðra verka. Nú hafa allar skólastofnanir í Húnaþingi vestra fengið viður- kenningu Landverndar og Flagga nú Grænfánanum en leikskólinn Ásgarður fékk af- hentan grænfánann á sumar- hátíð leikskólans þann 23. júní 2011 og Grunnskólinn á Borð- eyri fékk afhendan grænfánann á vormánuðum 2011. /PF Við afhendingu Grænfánans á Hvammstanga. Mynd: Norðanátt.is Guðrún og Sigþór ásamt litlu prinsessunni. Grunnskóli Húnaþings vestra Stór dagur í sögu skólans Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila með náminu og leggja fram áætlun um vinnustaðanámið og fyrirsjáanlega framvindu þess. Styrkir geta numið allt að 20 þús. kr. á viku og eru veittir til 24 vikna að hámarki. Styrkur er greiddur eftir því sem námi vindur fram. Umsóknum er skilað á sérstöku eyðublaði sem er að finna á vef ráðuneytisins. Umsókn skal fylgja yfirlit um framvindu vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Grétar Kristjánsson í síma 545 9500 eða í tölvupósti á olafur.g.kristjansson@mrn.is Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012. Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012 MeNNta- oG MeNNiNGarMálaráðUNeytið Takk fyrir Heimismenn Það er venja á mínu heimili að þakka fyrir það sem vel er gert. Því miður er það nú svo hjá okkur flestum að við hrósum ekki nægilega mikið, hvort öðru og þeim sem eru að vinna að góðum málefnum. Íþróttir eiga hug minn allan og hafa átt um árabil. Hinsvegar er það tónlistin sem á hug konu minnar enda kemur hún frá mikilli tónlistarfjölskyldu. Þessi blanda hefur þó gengið ágætlega upp enda bæði áhugamálin göfug. Fyrir nokkru síðan stakk konan mín því að mér hvort við ættum ekki að fara á Vínartónleika með karla- kórnum Heimi. Ég var fljótur að svara því játandi sem e.t.v. kom henni pínu í opna skjöldu og þó. Mér finnst gaman af tónlist og auðvitað fylgist ég vel með dóttur minni sem syngur í Draumaröddum norðursins og spilar tónlist daginn út og inn, alveg eins og ég fylgist með sonum mínum spila fótbolta. Tónleikarnir sl. laugardag voru frábærir í alla staði enda fullt út úr dyrum. Að fara í svona verkefni er örugglega ekki einfalt en mikil vinna skilaði sér frá-bærlega. Ég veit að stjórnadi kórsins á stóran hluta að máli en þegar allt er gert upp er það „liðsheildin“ sem skiptir máli. Það þekkjum við úr boltanum. Svo voru þessir kallar allir klæddir í Tinda- stólslitinn. Að loknum frábærum tónleikum var síðan dans- leikur þar sem valsinn hafði yfirhöndina. Hljómsveitin var einstaklega fagmannleg enda atvinnumenn þar á ferð. Mér finnst bara að fyrir svona eigi að þakka, því að hafa svona nokkuð við hendina er ekki sjálfgefið. Gunnar Sandholt, Heim- isfélagi, ræddi við mig á skemmtuninni og var frekar ánægður að sjá „íþrótta- manninn“ mig. Við enduð- um samtal okkar á þann veg að úr því að ég mætti í Miðgarð þá myndi hann mæta á fyrsta heimaleik Tindastóls í fótboltanum í vor. Takk fyrir Heimismenn. Ómar Bragi Stefánsson AÐSENT ÓMAR BRAGI STEFÁNSSON skrifar Byggðasafn Skagfirðinga Rúmlega 31 þúsund gestir Mörg verkefni rötuðu á fjörur Byggðasafns Skagfirðinga en frá áramótum 2010-2011 hefur safnið starfað samkvæmt nýju skipulagi sem skiptir starfseminni í Rekstur annars vegar og Rannsóknir, varðveislu og miðlun hins vegar. Á heimasíðu Byggðasafnsins kemur m.a. fram að gefnar voru út 15 rannsóknarskýrslur á árinu sem allar tengdust fornleifarannsóknum og þá voru þrjú smárit gefin út. Safngestir á árinu 2011 voru alls 31.300 í Minjahúsinu á Sauðárkróki og í Glaumbæ og gestir á sýningar sem safnið hefur lánað muni til, á Vestur- farasetrinu á Hofsósi og Sögusetri íslenska hestsins á Hólum, voru u.þ.b. 8000. Fjórtán manns voru í 6,5 stöðugildum við safnið á árinu 2011 en fjórir eru í heilsársstöðum. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.