Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 5
 03/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Körfubolti Flottur sigur í Ljónagryfjunni ICELAND EXPRESS DEILDIN NJARÐVÍK 85 TINDASTÓLL 93 Tindastólsmenn gerðu góða ferð suður með sjó í síðustu viku en þangað heimsóttu þeir lið Njarðvíkur í Iceland Express-deildinni. Stólarnir höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn þó sjaldan væri munurinn mikill og lönduðu sætum sigri, 85-93, og eru nú í 6. – 9. sæti í deildinni með 10 stig. Helgi Rafn sagði eftir síðasta leik að næst ætluðu Stólarnir að hefja leik í fyrsta leikhluta í stað þess fjórða og vísaði til þess að lið Tindastóls virtist ekki taka við sér fyrr en í lokafjórðungi leikja. Piltarnir stóðu við stóru orðin því Tindastólsmenn byrjuðu vel, komust í 0-9 með körfum frá Allen og Luttman. Um miðjan leikhlutann var staðan 9-16 og næstu 9 stig Stólanna gerði Rikki með þremur 3ja stiga skotum og staðan 14-25 en að loknum fyrsta fjórðungi var staðan 20-27. Annar leikhluti var jafnari en sá fyrri en Stólarnir náðu þó mest 13 stiga forystu og voru að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línu; Rikki bætti við tveimur og Hreinsi og Þröstur settu sitt hvora. Staðan í hálfleik 41-49. Njarðvíkingar voru þó ekki búnir að gefast upp frekar en við var að búast, skiptu úr svæðisvörn yfir í maður á mann vörn og minnkuðu muninn í þrjú stig í upphafi þriðja leikhluta. Þeir náðu síðan að jafna, 55-55, um ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Hallgrímur Ingi Jónsson. Heimili: Eins og er í Árósum í Danaveldi, en annars er það Sæmundargatan á Króknum Starf: Er í Skóla Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Manchester United, simply the best! Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já heldur betur við einhverja villutrúarmenn eins og Liverpool, Arsenal og Chelsea aðdáendur. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Ryan Giggs er klárlega maðurinn, sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar og hefur verið að skeina mönnum þar síðan ´91 og er enn að! Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Hálf skammarlegt að segja frá því en nei, þetta kemur á næstu árum. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já helling, húfur, treyjur, könnur og alveg fullt í viðbót. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeð- limi upp í s t u ð n i n g i við liðið? Það Næ frá lofti og niður í gólf gengur bara vel, allir grjótharðir United menn í minni fjölskyldu, og vinn markvisst í þessu með yngri kynslóðinni og gengur vonum framar. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei maður svíkur aldrei málstaðinn! Uppáhalds málsháttur? Pain is just for a moment but honor is forever. Einhver góð saga úr boltanum? Allt sumarið í sumar er bara ein stór og góð saga! Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Ég hef nú bara sloppið heldur vel í því að vera hrekktur og ætla ekki að fara að ljóstra upp neinum hrekkjum sem ég hef framkvæmt vegna öryggisástæðna! Spurning frá Árna Einari. – Hvað ertu stór? Svar... Ég næ frá lofti og niður í gólf ;) Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Óskar Smára Haraldsson. Hvaða spurningu viltu lauma að v i ð k o m a n d i ? Hvenær ætlar þú að viðurkenna að Giovani Dos Santos getur ekki neitt ? miðjan leikhlutann og komust síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum, 60-58. Nú var stál í stál og jafnt á flestum tölum en síðustu tvær körfur 3ja leikhluta gerðu Þröstur Leó og Allen og gáfu Stólunum smá forskot, 64- 68. Svabbi byrjaði fjórða leik- hluta með glæsibrag og setti niður tvær 3ja stiga körfur, heimamenn minnkuðu muninn en Svabbi bætti við einni til viðbótar og staðan 71-78 þegar 6 mínútur voru til leiksloka. Það sem eftir lifði leiks náðu Njarðvíkingar aldrei að minnka muninn niður fyrir 6 stig og leikmenn Tindastóls sigldu heim með stigin 2, lokatölur 85-93. Lið Tindastóls átti skín- andi leik, sex leikmenn voru að skora yfir 10 stig og liðsheildin sjaldan verið sterkari. Nú hafa strákarnir snúið við ömurlegri byrjun á tímabilinu og unnið 5 af síðustu 6 leikjum, aðeins naumur sigur Snæfells í framlengingu sem skemmir statistikina. Næsti leikur Tindastóls er í Garðabænum 19. janúar en Stjörnumenn hafa farið frekar illa með Stólana í vetur – það væri ekki leiðinlegt að lagfæra það aðeins. Tindastóll: Curtis Allen 21/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 15, Svavar Atli Birgisson 13, Maurice Miller 11/5 fráköst/11 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 11/8 fráköst, Myles Luttman 11/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Rafn Viggósson 2. /ÓAB Úr leik Tindastóls og Snæfells sem fram fór á dögunum. Þann 22. janúar nk. verður Dagur snjósins haldinn hátíðlegur um víða veröld og verður skíðasvæði Tindastóls þar ekki undanskilið. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivistar í hreinleika fjallanna. Sjá nánar á heimasíðu Tindastóls. Bikarinn í körfunni Á sunnudaginn fá Stólarnir síðan Njarðvík í heimsókn í Síkið en leikurinn er liður í 8 liða úrslitum í Powerade- bikarnum. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Um helgina Dagur snjósins Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls samþykkti á síðasta fundi sínum sl. sunnudag að stefna á það að senda “nýtt” lið til keppni í 3. deild í meistaraflokki karla sumarið 2012. Er þetta gert þar sem ekki verður starfræktur 2. flokkur á vegum félagsins. Á vef Tindastóls segir að ekki séu allir leikmenn Tindastóls tilbúnir í það verkefni að leika í 1. deild en eins og allir vita náði sameiginlegt lið Tindastóls og Hvatar að komast upp í þá deild en mikill styrkleika- munur á þessum deildum. Stjórn deildarinnar var á þeirri skoðun að finna verði verðugt verkefni fyrir þá einstaklinga sem ekki eru tilbúnir í 1. deildina og því var sú ákvörðun tekin að stefna á að senda lið til keppni í 3. deild. Að öllum líkindum verður leikið undir merkjum Þryms, en Þrymur hélt úti liði í fjórðu deildinni sem þá hét og má segja að slagorðið sem notað var þá rætist en það var „Þrymur í þriðju deild“. Tindastóll mun lána leikmenn í þetta verkefni með Þrym og getur því kallað á þá til baka ef þörf er á. Með þessu fá leikmenn verðugt verkefni og alvöru leiki til að takast á við. /PF Knattspyrna Tvíefldir Stólar Björgvin Björgvinsson, einn fremsti alpagreinaskíða- maður landsins, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Skíða- deild Tindastóls. Að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara skíðasvæðisins ríkir mikil ánægja með ráðninguna hjá Skíðadeildinni og mikill fengur í því að fá slíkan reynslubolta til liðs við Skagfirðinga. Einnig hefur Snjólaug Jónsdóttir frá Blönduósi gengið til liðs við Skíðadeild- ina og mun þjálfa yngstu krakkanna. Hún á einnig rætur að rekja til Dalvíkur en hún er dóttir Jóns Hall- dórssonar skíðafrumkvöðuls á Dalvík, „þannig að genin ættu að vera í lagi þar“, segir á heimasíðu Skíðadeildarinnar. /BÞ Skíðadeild Tindastóls Björgvin þjálfar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.