Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 03/2012 Mikið var um dýrðir á Vínarkvöldi Karla- kórsins Heimis í Miðgarði sl. laugardagskvöld en þar komu fram, ásamt Karlakórnum, Helga Rós Indriðadóttir, kórstjórnandi og sópran, Óskar Pétursson tenór og hljómsveitin Salon Islandus. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu og Logi Vígþórsson var dansstjóri. Tónleikagestir voru mættir í sínu fínasta pússi og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Mikill fögnuður varð þegar Karlakórinn steig á svið, ásamt því mikla hæfileikafólki sem skipar hljómsveitina Salon Islandus.Hvert tónlistaratriði á fætur öðru uppskar mikinn fögnuð viðstaddra og augljóslega mikið verið lagt í hvert atriði. Frú menntamálaráðherra vakti einnig mikla lukku og mikið hlegið í salnum að skemmtilegri ræðu hennar. Eftir tónleikana stjórnaði Logi Vígþórsson dansi undir spili Salon Islandus og dansinn fékk að duna fram á nótt. /BÞ Vínarkvöld Karlakórsins Heimis Mikið um dýrðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.