Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 11
 03/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Er gaman á skíðum og hvað er skemmtilegast? [spurt á skíðasvæði Tindastóls] Jóhann Ármann Reynisson Skagaströnd - Já, skemmtilegast að fara í gilið. Birgitta Bjarnadóttir Skagaströnd - Já, að bruna hraðast er skemmtilegast. Dagur Róbertsson Skagaströnd - Já, skemmtilegast að bruna hratt. Karen Skúladóttir Sauðárkróki - Já, skemmtilegast að fara í gilið því maður verður svo stressaður. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá rjóma út í kakóið! Spakmæli vikunnar Rónarnir hafa komið óorði á brennivínið. - Árni Pálsson Sudoku Ölgerður Bjórlind átti aldrei séns. Hún gat ekki orðið annað en dagdrykkjukona Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan! Söngvakeppni Sjónvarpsins Hresst partýlag með bjartsýnum texta Ellert Heiðar Jóhannsson er vel þekktur tónlistarmaður frá Sauðárkróki en hann á lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem hófst sl. laugardagskvöld. Lagið er í hressari kantinum og ætti að falla vel í kramið hjá áhorfendum Sjónvarpsins sem að endingu ráða hvaða lag kemst áfram í úrslitakeppnina. Ellert er fæddur og uppalinn Sauðkrækingur sonur Jóhanns Friðrikssonar og Sigríðar Sigurðardóttur og er hvað þekktastur fyrir framlag sitt til poppmenningarinnar með hljómsveitinni Von til margra ára. Hann býr nú í Grindavík þar sem hann starfar við sjómennsku. Lag Ellerts heitir „Ég kem með“ en textinn er eftir Mikael Tamar Elíasson. Feykir sendi Ellerti nokkrar spurningar í tilefni þessa árangurs. Hvað geturðu sagt mér um bátinn eða útgerðina sem þú vinnur hjá? -Ég er að vinna fyrir Einhamar Seafood sem Stefán Kristjánsson og Sandra Antonsdóttir eiga. Fyrirtækið er í Grindavík og báturinn sem ég er á heitir Auður Vésteins og er 15 t. plastbátur. Við gerum út á línuveiðar með beitningavél um borð og erum alls fjórir um borð í einu. Færðu frítúr á meðan Söngva- keppnin er? -Já ég er með svo góðan skipstjóra hann Óskar Sveins. Hann sýnir þessu öllu mikinn skilning. Hvernig hljómar tónlistarfer- illinn hjá þér? -Hann er nú ekki langur ég byrjaði í hinum og þessum bílskúrsböndum í den ber þá hæst A.F.R.E.G. sem breyttist svo í Afrek. Sú hljómsveit sendi frá sér eitt lag sem fór á plötuna Húsið en lagið heitir „Einn á reiki“ gjörsamlega tímalaus snilld, spyrjið bara Frigga HallaMalla Skó, hann gerði textann. Ég gaf út disk 1997 „You´re not alone“ með Ara félaga mínum. Næst stofna ég ásamt Sorin, Sigga bassa og Stjána trommara hljómsveitina Von, (Siggi Doddi kemur inn örlítið seinna). Við gáfum út tvo diska „Þú gafst mér líf “ og „Í bítið“ svo tókum við þátt í undankeppni í júróinu 2007 með lagi sem við í Von sömdum saman, lagið „Ég hef fengið nóg“. Af hverju hættir þú í Von? -Ég fékk pláss á sjónum og það hentaði illa að samræma þetta tvennt. Hversu oft hefur þú tekið þátt í söngkeppnum? -Einu sinni áður í júró 2007. Svo hef ég sungið nokkrum sinnum í dægurlagakeppnum á Sælu- viku, lög eftir aðra meðal annars lag eftir fréttamann Feykis, Pál Friðriksson. Hve marga diska hefur þú gefið út og hvað heita þeir? -Ég hef gefið út þrjá diska „You‘re not alone“, „Þú gafst mér líf “ og „Í bítið“ Var lagið sem þú átt í keppninni nú samið sérstaklega fyrir Júróvision? -Nei reyndar ekki þetta var eina lagið sem ég átti á lager og var undir 3 mín. Hvernig myndir þú lýsa laginu? -Hresst partýlag með bjartsýnum texta. Hvað geturðu sagt okkur um textahöfundinn? -Mikael Tamar Elíasson samdi textann, hann kemur að vestan frá Þingeyri í Dýrafirði, En fluttist 17 ára til Grinda- víkur. Við kynnumst í gegn- um sjóinn, hann er um borð á Gísla Súrssyni sem er annar bátur í eigu Einhamars. Þegar ég uppgötvaði skáldið í honum þá bað ég hann að setja texta við lagið. Hann kláraði þetta með glæsibrag. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Já mig langar til að koma kveðju til ykkar allra í fallegasta og besta firði í heimi. Hafið það sem allra best Skagfirðingar nær og fjær. /PF Ellert verður í eldlínunni í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.