Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 3
 04/2012 Feykir 3 Skagafjörður Snjóflóð í Gilsbungu Þann 6. janúar sl. féll snjóflóð í fjallinu Gilsbungu rétt fyrir sunnan og ofan Sauðárkrók. Flóðið olli engum usla en greinilega sást í hlíðum fjallsins ummerki eftir það. Feykir grennslaðist fyrir hjá Vernharð Guðnasyni hjá Almannvörnum Skaga- fjarðar hvernig brugðist var við þar sem ekki er algengt að snjóflóð falli í héraðinu. Vernharð segist hafa sett sig í samband við snjóflóða- sérfræðing Veðurstofunnar og óskað eftir mati á hvort um frekari snjóflóðahættu væri að ræða í Skagafirði en ekki var talin hætta á ferð umfram það sem við búum við daglega ef snjóar í fjöll. -Þennan dag var hitastig yfir frostmarki á láglendi og hafði nokkuð snjóað svo ég fór í vettvangsferð til að skoða bröttustu hlíðarnar hér í kring. Það reyndist vera töluvert um smáspýjur hér og þar sem er gott að því leitinu að sá snjór er þá kominn niður en safnast ekki fyrir. Það var mat mitt og snjóflóðasérfræðings að ekki væri þörf á neinum sérstökum aðgerðum vegna þessa, öðr- um en að fylgjast áfram með þróun mála, segir Vernharð. Síðast féll snjóflóð 2004 sem almannavarnir skoðuðu. Þar var farið á staðinn eftir að veðri slotaði og kom þá í ljós að sumarbústað hafði tekið af. Einnig varð tjón á fjárrétt. Það flóð féll vestan Þrasastaða í Fljótum. /PF Frá 100 ára afmæli Kvenfélags Sauðárkróks. Mynd: Rúna Birna Finnsdóttir SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUÞRÓUN VAXTARSAMNINGUR NORÐURLANDS VESTRA óskar eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til kl. 17:00, föstudaginn 17. febrúar 2012. Sækja skal um með rafrænum hætti á eyðublöðum sem fást á vefsíðunni: http://www.ssnv.is Á vefsíðunni liggja frammi úthlutunarreglur og nánari upplýsingar. Einnig er velkomið að hafa samband með vefpósti á netfangið: kata@ssnv.is eða hringja í Katrínu Maríu í síma 455 6119. Áherslur Vaxtarsamnings Norðurlands vestra 2011 – 2013 lúta einkum að uppbyggingu samstarfs og framgangi rannsókna og vöruþróunar á eftirfarandi sviðum: • Ferðaþjónustu og menningartengdum verkefnum. • Auðlindalíftækni og uppbyggingu þekkingarsetra. • Matvælum • Sameiginlegum verkefnum sem unnin eru með öðrum vaxtarsamningum í landinu og/eða verkef- num innan þeirra. Að auki er horft sérstaklega til verkefna sem: • Vel eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. • Stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra. • Stuðla að virðisaukningu á sviði matvælaframleiðslu. Verkefnin sem styrkt verða þurfa að fela í sér eflingu starfsemi viðkomandi aðila og vera til þess fallin að fjölga störfum á Norðurlandi vestra og/eða auka þekkingu innan svæðisins. Verkefnin skulu unnin í samstarfi þriggja eða fleiri aðila. Skilgreina skal hlutverk og framlag hvers samstarfsaðila. Markmið, framtíðarsýn, framvinda og árangursmat verkefnanna skal vera vel skilgreint. Reikningshald vegna verkefnisins þarf að vera aðskilið öðrum rekstri umsækjenda. Styrkupphæð getur að hámarki numið kr. 6.000.000. Stuðningur við verkefnið getur verið allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði þess. Gerður er sérstakur verksamningur um framkvæmd verkefna sem hljóta stuðning, þar er nánar kveðið á um framvindu, greiðslur og tímasetningar. Ekki er heimilt að veita styrki til fjárfestinga í fyrirtækjum eða til reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana, auk þess sem stofnkostnaður er ekki styrkhæfur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel úthlutunarreglur og önnur gögn varðandi samninginn. www.skagafjordur.is Fasteignagjöld 2012 Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2012 er lokið. Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins (hnappur á vinstri spássíðu Álagning). Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum Mínar síður. Í ár eru álagningarseðlar sendir í pappírsformi til þeirra greiðenda sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu og svo til þeirra sem eru eldri en 65 ára og eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjaldanna birtast í heimabönkum og hafa verið sendir þeim sem óskað hafa eftir að fá þá heimsenda. Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt vegna elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða og miðað er við tekjur ársins 2010. Þegar álagning 2012 vegna tekna ársins 2011 liggur fyrir næsta haust verður afslátturinn endanlega reiknaður og getur það leitt til inneignar eða skuldar eftir því sem við á. Allar breytingar verða þá kynntar bréflega hverjum og einum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, í síma 455 6000 eða í netfangi innheimta@skagafjordur.is Sveitarstjóri Dagur kvenfélagskonunnar Tilsögn í fata- viðgerðum Dagur kvenfélagskonunnar er þann 1. febrúar. Af því tilefni ætlar Kvenfélag Sauðárkróks að hafa opið hús í Borgartúni 2 (Skáta- heimilinu) frá kl. 17:00 til 21:00 þennan dag. Hugmyndin er að þangað geti komið konur og karlar og fengið tilsögn í að setja í rennilása, stytta pils og buxur, fatabreytingar, prjóna sokka- hæla og annað í þeim dúr. Hjálpar þá hver öðrum eftir kunnáttu og getu. Einnig getur fólk komið með sitt handverk til að vinna, sýna sig og sjá aðra. Saumavélar og það sem til þarf verður á staðnum. Allir velkomnir, utan kven- félaga sem innan. Heitt verður á könnunni og hægt að fá kaffi og vöfflur gegn vægu gjaldi. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.