Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 5
 04/2012 Feykir 5 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir / raddbandahljóðfæraleikari Páll Óskar fær mig til að rífa í handbremsuna, stökkva út og dansa í bílljósunum Hrafnhildur sem er árgerð 1978 býr nú á Sámsstöðum í Fljótshlíð en ólst upp í Dæli í Víðidal eða upp á engilsaxnesku Pumping in Wide Valley. Hún segist hafa náð ótrúlegri frægð í Húnaþingi vestra en líklega er hún hvað þekktust fyrir að vinna Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrir heldur mörgum árum eins og hún segir sjálf eða árið 1995. Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvert sé hennar aðalhljóðfæri svarar hún því til að það séu raddböndin. Uppáhalds tónlistar- tímabil? Blómatími hipparokksins með Led Zeppelin fremsta í flokki. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Páll Óskar, Jón Jónsson og Svavar Knútur svo einhverjir séu nefndir. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Man eftir mér 4 ára syngjandi hástöfum með Another One Bites The Dust, Prins Póló og Vegir liggja til allra átta. Hver var fyrsta platan/disk-urinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta kasettan sem ég keypti mér var Guns and Roses – Appetite for Destruction. Fyrsti diskurinn var með Jet Black Joe. Fyrsta niðurhalið sem ég keypti mér var Kiss in the Morning með Jóni Jónssyni (svolítill late bloomer í netmúsíkinni). Hvaða græjur varstu þá með? Forlátu ferm- ingargræjurnar mínar sem voru ÆÐISGENGNAR með plötuspilara, geislaspilara og tvöföldu kasettutæki. Hvað syngur þú helst í sturtunni? It’s Raining Men? Wham! eða Duran? Úff!! Ég náði nú aldrei að taka almennilega afstöðu með þessari deilu. Ég átti Wham galla og var með Duran Duran plaköt hangandi uppi í herberginu mínu. Ætlaði líka að giftast John Taylor, annars bara Andy ef það gengi ekki… Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Páll Óskar fær mig til að rífa í handbremsuna á bílnum, stökkva út og dansa í bílljósunum…hann hlýtur að geta reddað partýinu líka. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Aretha Franklin, Jón Jónsson eða Svavar Knút. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ef ég mætti nota tímavélina mundi ég spóla til baka og skella mér á Led Zeppelin tónleika í Laugardalshöllinni með Eyva bróður. Í rauntíma væri það Goggi Mækúls í London með Elfu Hrönn Friðriksdóttur, við þyrftum að sjálfsögðu báðar að vera með handklæði á hausnum. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Dettur enginn í hug. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Led Zeppelin II, þó svo að Stairway to Heaven sé ekki á henni! ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Stólarnir slógu Njarðvíkinga út úr Powerade bikarnum Frábærar loka- mínútur í Síkinu POWERADE BIKARINN TINDASTÓLL 94 NJARÐVÍK 83 Liði Tindastóls virðist vera fyrirmunað að vinna örugga sigra en fyrir vikið má segja sem svo að stuðningsmenn Stólanna hafa fengið fullt fyrir peninginn í síðustu leikjum. Leikurinn sl. sunnudagskvöld var engin undantekning þó lokatölur, 94-83, gefi kannski annað til kynna. Leikurinn byrjaði fjörlega og Rikki var kominn með tvær 3ja stiga körfur eftir 90 sekúndur. Stólarnir náðu góðu forskoti, 14-5, en eins og svo oft áður þá gekk heimamönnum illa að halda forystunni, Njarð- víkingar sýndu áræðni og jöfnuðu 17-17 og jafnt var að loknum fyrsta leikhluta, 22-22. Talsvert var um mistök hjá báðum liðum, menn voru svolítið að skrefa, en það voru Stólarnir sem voru með undirtökin og voru yfir 37-30 þegar tæpar 2 mínútur voru til leikhlés. Njarðvíkingar spýttu þá í lófana og gerðu síðustu 9 stig annars leikhluta og voru því komnir yfir, 37-39. Baginski var ólseigur hjá Njarðvíkingum og skoraði grimmt í leiknum, hann gerði fyrstu fjögur stig þriðja leikhluta og kom gestunum í 37-43. Stólarnir rembdust hvað þeir gátu en gekk illa að stöðva sóknarleik Njarðvíkinga en munurinn þó yfirleitt þetta 2-6 stig. Staðan 59-61 að loknum þriðja leikhluta. Stólarnir náðu fljótlega forystu í fjórða leikhluta en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir jöfnuðu gestirnir 73-73. Þá kom Allen Stólunum yfir með tveimur vítum og í kjöl- farið fylgdu tveir gullfallegir þristar úr horninu frá Rikka eftir góða varnartilburði og hraðaupphlaup Stólanna. Staðan 81-73. Njarðvíkingar náðu að minnka muninn í 84- 80 en Luttman tróð með tilþrifum og Allen gerði aðra 3ja stiga körfu sína á skömm- um tíma mínútu fyrir leikslok og staðan 89-80 og sigurinn öruggur. Rikki gerði síðan fimmtu 3ja stiga körfu sína í leiknum, í fimm tilraunum, skömmu fyrir leikslok. Loka- tölur 94-83. Leikurinn var ágæt skemmtun en kannski óþarf- lega tvísýnn lengstum. Rétt eins og í síðustu leikjum skiptist stigaskorið vel milli leikmanna Tindastóls. Með sigrinum komst Tindastóll í undanúrslit í Powerade- bikarnum og verður spenn- andi að fylgjast með hvaða mótherja liðið fær. Tindastóll: Allen 19, Miller 19, Rikki 15, Luttman 12, Helgi Rafn 12, Þröstur Leó 8, Helgi Freyr 4, Hreinsi 3 og Svabbi 2. /ÓAB Björn Margeirsson UMSS sigraði í 800m hlaupi á Reykjavíkurleik- unum. Hann hljóp á mjög góðum tíma 1:53,72 mín. Jóhann Björn Sigurbjörnsson bætti sig verulega í 60m hlaupi, hljóp á 7,25 sek en átti best 7,45 sek áður og endaði í 8. sæti. Frá UMSS kepptu þau Björn Margeirsson, Fríða Ísabel Friðriks- dóttir, Guðrún Ósk Gestsdóttir, Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þorgerður Bettína Friðriksdóttir. Systurn- ar úr Vestur Húna- vatnssýslu, Guðrún Gróa og Helga Margrét Þorsteinsdætur, kepptu einnig en sú fyrr- nefnda keppir fyrir FH en hin fyrir Ármann. Fríða Ísabel Frið- riksdóttir náði 6. sætinu í 800 metra hlaupi og varð 4. í hástökki, stökk 1,55m en þar sigraði Helga Margrét með stökk upp á 1,73m. Helga varð 2. Í 800m hlaupi með tím- ann 2:12,85 og Guð- rún Gróa systir hennar varð 4. í kúluvarpi, kastaði kúlunni 12,48m. /PF Frjálsar íþróttir Björn Margeirs sigurvegari Rikka vel fagnað eftir fimmtu 3ja stiga körfuna í fimm tilraunum. Knattspyrnumenn eru farnir að dýfa fótum í gervigras en Tindastóll lék við BÍ/Bolungarvík í Kórnum í Kópavogi nú um helgina og fór með sigur af hólmi, 3-1. Á undirbúningstímabilinu nýta þjálfarar leiki til að prófa ýmsa leikmenn og í þessum leik var það m.a. fyrrum leikmaður Tindastóls, Fannar Freyr Gíslason, sem spilaði með liðinu. Mörk Tindastóls voru öll afar glæsileg en Eddi skoraði með skalla eftir hornspyrnu, Atli skoraði beint úr aukaspyrnu og Hilmar Þór Kárason skoraði eftir hjólhestaspyrnu. Hilmar kættist gríðarlega við þetta mark enda fallegt með eindæmum. Stólarnir taka þátt í Lengjubikarnum en þar hefst keppni um miðjan febrúar. Strákarnir eru í A-deild, riðli 2, en þar taka þátt 8 lið og má þar m.a. nefna ÍBV, Keflavík, Stjörnuna og ÍA. /ÓAB Knattspyrna Stólarnir lögðu BÍ/Bolungarvík

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.