Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 7
 04/2012 Feykir 7 og jafnvel snjódýpt og voru mælingarnar teknar á mis- munandi tímum yfir daginn. Upplýsingarnar fengu þau í litlu húsi sem stendur við bæ þeirra, í því eru fjórir mælar, svokallaðir votir og þurrir mælar. Hvað gerðist ef þið þurftuð að bregða ykkur af bæ? -„Það var yfirleitt einhver hér sem gat hlaupið í skarðið. Annars lét maður bara vita ef maður þurfti að skreppa frá, sem var í lagi svona einn og einn dag. Þetta var auðvitað bindandi,“ svarar Guðlaug. Árið 1988 tók Guð- laug formlega við veðurathug- unum þegar Rögnvaldur varð sjötugur. Hún sinnti því starfi þar til um síðastliðin áramót, utan tveggja ára hlés sem hún tók frá árinu 2006 til 2008. Á Hrauni er Skagatáarviti sem hjónin höfðu einnig umsjón með. Þegar ljósið í vitanum gekk fyrir gasi þurfti að skipta um gaskút á hálfsmánaðar fresti. Þar er sömuleiðis jarðskjálftamælir og um tíma þurfti jafnframt að þjónusta hann. Í jarðskjálftamælinum var tromla og í henni þurfti að skipta daglega um pappír. „Ég man eftir jarðskjálftanum 1963, það voru mikil bölvuð læti,“ segir Rögnvaldur og heldur áfram: „Upptökin voru hér skammt frá. Við flúðum úr húsinu og eyddum það sem eftir var af nóttunni í gamla bænum.“ Samkvæmt Guðlaugu voru eftirskjálftar lengi á eftir, „það voru alltaf að koma kippir, þó maður fyndi ekki skjálftann þá heyrði maður skrallið í mölinni alltaf annað slagið.“ „Þá voru bræður á Víkum að gera við bíla þar á bæ þegar skjálftinn skall á urðu þeir furðulostnir þegar bílarnir byrjuðu að hristast, annar langsum og hinn þversum,“ segir hún og hlær. Oft blásið hressilega í gegnum árin Munið þið eftir einhverjum vondum veðrum? Guðlaug og Rögnvaldur hlægja dátt og segja í sameiningu: „Já, það held ég – mörgum vondum veðrum.“ Rögnvaldur rifjar upp óveður sem skall á í apríl 1963: „Það var blíðskaparveður um morgun- inn og ég var að setja féð út. Þegar ég kem heim sé ég örfáa hnoðra við hafið og á augabragði var komin blindhríð og tólf stiga frost. Ég hljóp til að ná kindunum inn, ég öskraði og hóaði á þær en ég vissi varla hvar ég var eða hvert ég var að fara, það setti svo í andlitið á mér. Ég þurfti að beita mig hörku til að halda áfram en ég kom sem betur fer öllum kind- um í hús. Þetta var mann- skaðaveður og fórust 16 sjómenn víða um land, frá Siglufirði, Dalvík, Þórshöfn og Garðskaga.“ Rögnvaldur rifjar einnig upp mannskaðaveður sem átti sér stað á árunum 1935 og 1925: „Í óveðrinu árið 1935 skall veðurofsinn líka á svona allt í einu. Þá fórust tvær trillur frá Sauðárkróki og maður varð úti við Fagranes. Í febrúar 1925 kom togarahvellurinn mikli. Þá fórust tveir eða þrír togarar og voru þetta fyrstu togaraslysin. Þeir áttu ekki að geta sokkið en svo kom annað á daginn. Ég man að við systkinin horfðum út um gluggann á torfbænum og horfðum á brimið, til að vita hvað hver alda gekk hátt.“ Guðlaug rifjar upp mikið sunnan veður sem skall á árið í febrúar 1981 eða 1982: „Það var mjög hvasst og hált. Sonur okkar var hérna heima og ætlaði að huga að kúnum í fjósinu þegar það blés svo hressilega á hann að hann rann á rassinum alla leið að fjósinu,“ segir hún hlægjandi. Tveir synir þeirra Guðlaugar og Rögnvaldar búa á Hrauni í dag. Jóhann sonur þeirra hefur reist sér hús á jörðinni og stundar meðal annars skóla- akstur á Sauðárkrók. Sem fyrr segir búa þau Steinn Leó og Merete þar einnig, ásamt þremur börnum sínum. Þau standa nú að mestu að rekstri sauðfjárbúsins og Merete hefur jafnframt tekið að sér að sjá um úrkomumælingar fyrir Veður- stofu Íslands. Á annatímum koma hinir bræðurnir tveir gjarnan með fjölskyldur sínar heim að Hrauni og hjálpa til við dúntínslu og sitthvað annað sem fellur til á bænum. heilmikið æðarvarp. „Hér voru engar æðarkollur þegar pabbi hóf búskap. Eggin voru alltaf hirt og étin ef einhver voru,“ segir Rögnvaldur og heldur áfram: „Pabbi fór svo að hlúa að æðarvarpinu og sá til þess að ekki yrði hreift við þeim. Í fyrstu voru þetta þrjú pör sem hreiðruðu um sig en nú koma þarna um 3000 kollur þegar best lætur.“ Guðlaug bætir þá við: „Valdi hugsaði mikið og vel um æðarkollurnar. Hann smíðaði handa þeim hús og u-laga skýli, sem reyndust vera þeim meira að skapi. Við hengdum upp litaða borða og bjöllur til að laða kollurnar að hreiðrunum.“ Æðarvarpið hefur gengið með ágætum og gefur um 50 kg af hreinsuðum dún í bestu árum. Margvísleg störf fyrir Veðurstofu Íslands Veðurathugunarstöð var komið fyrir á Hrauni árið 1942 og kom það til af ósk sjómanna sem gerðu út frá Skagaströnd. Fyrir þann tíma var næsta veðurathugunarstöð á Blöndu- ósi, Hornbjargi á Vestfjörðum og Hrauni í Fljótum og gat veður við Skaga verið mjög frábrugðið því sem var á fyrrgreindum stöðum. Rögn- valdur tók við af foreldrum sínum árið 1959 og hafa hjónin hjálpast mikið að við að lesa mælingarnar. „Fyrst var lesið á þriggja tíma fresti, frá kl. 9-18 en síðan var alltaf verið að auka þetta,“ segir Guðlaug en um tíma sendu þau veðurmælingar á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Veðrið sendu þau símleiðis suður til Reykjavíkur en um það gat skapast heilmikið umstang. „Þegar sveitasíminn var enn við líði gat þurft að opna margar símstöðvar til að taka við veðrinu, t.d. hringdum við á Hvamm [síðar Skefilsstaði] þaðan var hringt til Sauðárkróks og svo komust upplýsingarnar til skila þaðan til Reykjavíkur. Síðar sendum við veður í gegnum loftskeytastöðina á Siglufirði, þaðan fór það beint til Reykjavíkur,“ segir Rögn- valdur og Guðlaug bætir við: „Þegar sjálfvirki síminn kom gátum við sent beint og svo kom tölvan, alltaf fullkomnaðist þetta.“ Veðurmælingarnar skráðu þau einnig samviskusamlega hjá sér í þartilgerða bók. Í hana var skráð hitastig, úrkoma, loftþrýstingur, vindur, skýjafar Guðlaug tekur veðrið. Fjölskyldan hjálpast að við dúntínslu. Hraun á Skaga. Skagatáarviti sést í bakgrunni. Rögnvaldur vitjar silunganeta ásamt barnabarni sínu, Dagnýju Erlu, árið 2009.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.