Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 04/2012 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Silla og Gummi í Dalsmynni kokka Einfaldir og fljótlegir réttir FORRÉTTUR Rækjur með chilikókossósu 2-3 msk hveiti Salt, pipar og sterkt piparduft, t.d. chiliduft eða cayenne-pipar Smjör til steikingar Blandið hveiti og kryddi saman. Veltið rækjunum upp úr hveitinu. Bræðið smjörið á pönnu og snöggsteikið rækjurnar á miklum hita. Sósa: ½ - 1 dl sæt chilisósa 1 dós kókosmjólk Hellið chilisósu og kókosmjólk í pott og hitið að suðu. Hægt er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, byggi, salati eða góðu brauði, allt eftir smekk hvers og eins. AÐALRÉTTUR Marokkóskur kjúklingur 1 kjúklingur eða 1–1,5 kg kjúklingabitar 1 lítill laukur 1–2 hvítlauksgeirar ½ knippi steinselja ½ knippi kóríanderlauf 2 tsk paprikuduft 1 tsk kummin klípa af caeynne-pipar eða ögn af harissa (sterk chilisósa) 1 tsk salt 1 sítróna Skerið kjúklinginn í 8 bita (ef hann er heill). Setjið lauk, hvítlauk og kryddjurtir í matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Hrærið paprikudufti, kummini, cayenne- pipar og salti saman við. Raðið Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir kennari við Grunnskólann á Hólum og Guðmundur Björnsson fiskeldisfræðingur og starfsmaður Hólaskóla bjóða upp á uppskriftir af einföldum og fljótlegum réttum sem henta hvort heldur sem er á veisluborðið eða hversdags. Við skorum á sveitunga okkar, þau Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Svein Ragnarsson á Lynghóli í Viðvíkursveit að koma með næstu uppskrift. kjúklingabitunum í eldfast fat og dreifið kryddjurtamaukinu jafnt yfir. Látið standi í um 1 klst. Hitið ofninn í 200°C. Skerið sítrónuna í báta og raðið þeim á milli kjúklingabitanna. Setjið fatið í ofninn og steikið kjúklinginn í um það bil 45 mínútur eða þar til hann er gegnsteiktur. Ausið safanum í fatinu yfir bitana öðru hverju. Látið kjúklinginn standa í nokkrar mínútur eftir að hann er tekinn úr ofninum og berið hann síðan fram með góðu salati og kúskús. Safinn úr fatinu er notaður sem sósa. EFTIRRÉTTUR Bragðgóður og einfaldur vanilluís 2 egg 100–125 g sykur 2 tsk vanillusykur ½ líter rjómi Þeytið egg, sykur og vanillu- sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við eggjahræruna. Setjið í ílát og frystið. Þennan ís má bragðbæta með því sem hugurinn girnist hverju sinni. Verði ykkur að góðu! ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Það hljómar eitthvað svo undarlega að vera komin í hóp þeirra sem kallaðir eru „Brottfluttir“. Í mínum huga á ég enn heima á Sauðárkróki þó liðin séu hátt í 15 ár síðan ég fór suður í frekara nám. Finnst mér oft eins og ég sé bara ennþá að skreppa suður til að læra aðeins meira. Ég fór því að velta fyrir mér hvað það var sem maður skildi eftir sig á æskuslóðunum. Eru einhver ummerki, eitthvað sem hægt væri að segja frá og jafnvel sýna börnunum sínum þegar komið er heim á Sauðárkrók? Það er eitthvað skrifað í bækur, nokkur afrek í íþróttaheiminum eru skráð og kannski glittir í kallinn á einhverjum myndum á skjalasafninu, skólunum eða á veraldarvefnum. Það má þó reyndar aldrei gleymast að þó ummerkin séu ekki til staðar að þá er stórmerkilegt að vera utan af landi og hvað þá að vera Skagfirðingur. Í mínu tilfelli get ég bætt því við að ég er einnig hálfur Húnvetningur, ættaður úr Miðfirði og því ekkert skrítið að söngur vefjist lítið fyrir minni fjölskyldu. Þegar ég kem í heimahagana í dag, er svo komið að maður kannast ekki við nokkurn mann yngri en 25 ára og ekki hafa þau hugmynd um að kallinn sé uppalinn á þessum stað. Hvað þá að ég sé meðlimur í Ungmennafélaginu Brennzi (www. brennzi.com) sem er félagsskapur góðra pilta úr Skagafirðinum sem hylla hið ágæta íslenska Brennivín. Það vill þó svo vel til að ég á eitt spil uppi í erminni. Þegar ég vann mitt eina sumar í unglingavinnunni var ég settur í það verkefni ásamt nokkrum öðrum að gróðursetja tré fyrir ofan hið svokallað vatnshús efst í Litla-skógi. Mikið af gróðursetningunni fór þó þannig fram að góð hola var gerð í börð og svo var sturtað úr bakkanum í holuna, sorglegt að hugsa um í dag en engu að síður sannleikur. En ég fékk þá stórkostlega hugmynd sem ég sá mig knúinn til að framkvæma. Ég vissi að það ætti einnig eftir að gróðursetja í Nafirnar og þegar vinnan hófst á því svæði kom ég mér vel fyrir á góðum stað, nánar tiltekið fyrir ofan Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Hóf ég svo framkvæmdina sem var að gróðursetja trén þannig að þau mynduðu hina frægu skammstöfun „S.O.S“, sem var alveg frábær hugmynd að mínu mati. Ef vel er að gáð í dag má sjá votta fyrir þessum stöfum og verða þeir sýnilegri með hverju árinu sem líður. En eftir á að hyggja hefði ég kannski frekar átt að mynda upphafsstafina mína „RMM“ því þessi skammstöfun hefur í raun enga tengingu við mig sérstaklega og gefur ekki til kynna að þetta séu ummerki eftir mig. - - - - - Ragnar Már skorar á Guðmund R. Benediktsson að koma með pistil í Feyki, að þremur viknum liðnum. Ragnar Már Magnússon er brottfluttur Skagfirðingur Ummerki á æskuslóðum Börn og unglingar í Sveitar- félaginu Skagafirði hafa notið forvarnafræðslu frá Marita á Íslandi síðan árið 2004 í samstarfi Frístundasviðs og grunnskólanna. Markmið fræðslunnar er að ræða um fíkniefni við foreldra og börn og þá erfiðleika sem neyslan getur valdið, vekja upp spurn- ingar og reyna að leita svara við þeim. Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi er væntanlegur á Krókinn mánudaginn 30. jan- úar þar sem hann mun ræða við nemendur og foreldra en fundurinn fyrir þá verður haldinn í Húsi frítímans, kl. 18:00. Markmiðið með Marita- fræðslunni er að mæta aukinni þörf fyrir fræðslu fyrir þennan aldurshóp um hvaðeina sem getur truflað unglingana í leið að meiri þroska, að ræða við nemendur og gera þeim grein fyrir að sífellt yngri unglingar ánetjast fíkniefnum. Gera þeim einnig grein fyrir því að hver og einn ber ábyrgð á sínu lífi og mikilvægi þess að sýna sjálfstæði og segja nei. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna en samkvæmt tilkynningu frá skólanum er æskilegt að a.m.k. einn fulltrúi komi frá hverju heimili. /PF Sauðárkrókur Marita fræðsla fyrir foreldra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.