Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 12
PRIMA kryddin nú í nýjum umbúðum - Fást í næstu búð SKAGFIRÐINGABÚÐ VERÐUR LOKUÐ vegna vörutalningar laugard. 28. janúar Einnig verður vefnaðarvörudeild lokuð föstudaginn 27. janúar. Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra Hrafnhildur Kristín og Heiðrún Marý sigruðu Laugardaginn 21. janúar, var Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin í Félagsheimlinu Hvammstanga. Afar frambærilegir nemendur sungu hin ýmsu lög og verður ekki annað sagt en að metnaður þeirra hafi skinið í gegn. Sumir þeirra lögðu í þá vinnu að semja texta sjálf, aðrir þýddu texta yfir á íslensku og enn aðrir sungu texta eftir íbúa Húnaþings vestra. Kynnar keppninnar voru þau Ragnar Bragi Ægisson og Rakel Ósk Ólafsdóttir. Hljómsveitin Wildberry sá um hljóðfæraleik, en hún er skipuð þeim Andra Páli Guðmundssyni, Ásgeiri Trausta Einarssyni, Birki Þóri Þorbjörnssyni og Kristni Arnari Benjamínssyni. Dómarar keppninnar voru þau Brynja Ósk Víðisdóttir, Ingunn Elsa Rafnsdóttir og Ólafur Rúnarsson Úrslitin í yngri flokki fóru svo: 1. sæti - Hrafnhildur K. Jóhannsdóttir 2. sæti - Ástríður Halla Reynisdóttir 3. sæti - Dagrún Sól Barkardóttir Úrslitin í eldri flokki fóru svo: 1. sæti - Heiðrún Marý Björnsdóttir. Bakraddir sungu Bryndís Björk Björnsdóttir og Rakel Jana Arnfjörð Daníelsdóttir. 2. sæti - Kolbrún Erla Gísladóttir 3. sæti - Fanney Sandra Albertsdóttir /Myndir og texti: Norðanátt.is Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 04 TBL 26. janúar 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.