Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 05/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Kvenfélagskonan Fyrsta mánudag í þorramánuði mættu nemendur og starfsfólk Varmahlíðarskóla í „gömlum fötum“ í bland við tískustrauma nútímans og settu þannig svip á daginn í tilefni þorrakomu. Blásið var til samveru á sal þar sem nemendur í 2. – 5. bekk komu fram og lásu fróðleik um þorrann, og eldri nemendur léku á dragspil, flautu, klarínett og píanó. Þá var þorri blótaður í matsalnum með miklum og sterkum söng og þjóðlegum mat og segir á heimasíðu skólans að samveran hafi verið gríðarlega skemmtileg og gaman að sjá áhuga allra viðstaddra á þessum þætti í íslenskri hefð. /PF Skagafjörður Þjóðleg tíska í Varmahlíð- arskóla Dagur kvenfélagskonunnar var haldinn hátíðlegur um allt land í gær, 1. febrúar en dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli þess árið 2010 . Segir á vef KÍ kvenfelag.is að það hafi verið gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu. Þar er ég innilega sammála. Mörg framfaramál á Íslandi bæði til sjávar og sveita má rekja til starfa þeirra kvenna sem hafa tekið höndum saman um að bæta samfélagið á allan mögulegan hátt í gegnum tíðina og gera enn. Konur Íslands! Ég tek mér það bessaleyfi fyrir hönd alls karlpenings þjóðarinnar að óska ykkur innilega til hamingju með daginn og megi hann verða ykkur minnisvarði um góð störf. Páll Friðriksson ritstjóri Sauðárkrókur Bjartsýni varðandi áætlunarflug Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Skagafjörðinn sl. laugardag og sat fund með heimamönnum, þar sem ræddir voru möguleikar þess að koma áætlunarflugi aftur í gang til Sauðárkróks. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar formanns byggð- arráðs var fundurinn góður og menn einhuga um að leysa verkefnið. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma fluginu aftur á til Sauðárkróks og hafa fundir verði haldnir í vikunni um málið og segir Stefán að vonandi verði hægt að greina frá niðurstöðu um málið í næstu viku. Samkvæmt heimildum Feykis ríkir mikil bjartsýni meðal sveitarstjórnar- manna á að áætlunarflug verði komið á aftur til staðarins en rætt hefur verið við fleiri en eitt flugfélag til að annast verkefn- ið. /PF Síðastliðinn þriðjudag voru undirritaðir aksturssamn- ingar á milli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþings og Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Bíla og fólks ehf. / Sterna um áframhaldandi akstur á ýmsum sérleiðum, þ.m.t. leiðirnar Reykjavík – Sauðárkrókur – Siglufjörður og á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Samningurinn gildir fram á haust en þá verður hann endurskoðaður. Samningur- inn er gerður á grundvelli framlengingarákvæðis akst- urssamnings fyrirtækisins við Vegagerðina frá 2008 og er ferðatíðnin sú sama og var á seinasta ári. /PF Fólksflutningar Sterna áfram Skagafjörður Afurðaháar kýr Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hjá BÍ fyrir 2011 var birt í vikunni og þar kemur m.a. fram að fjórar skagfirskar kýr eru meðal níu afurðahæstu kúa landsins. Einnig kemur fram að í árslok 2011 voru 598 bú skráð í skýrsluhaldið, sem er fækkun um 9 frá árslokum 2010. Fjöldi árskúa var 23.417 sem er fækkun um 31 árskú frá árinu áður. Á vef Landssambands kúabænda segir að meðalnyt árskúa á búi Ólafs og Sigur- laugar í Hraunkoti í Landbroti hafi verið 8.340 kg sem er glæsilegt Íslandsmet. Fyrra met var sett á búi Daníels Magnús- sonar í Akbraut í Holtum árið 2008, 8.159 kg mjólkur að jafnaði á árskúna. Nythæsta kýrin var Týra 120 í Hraunkoti en hún mjólkaði 12.144 kg á árinu 2011. Í öðru sæti var Raketta frá Hóli í Sæmundarhlíð með 11.999 kg og Auðhumla frá Vöglum í þriðja með 11.848 kg. Hófý frá Keldudal var í sjöunda sæti yfir nythæstu kýrnar með 11.583 kg og Blanda frá Keldudal í því níunda með 11.440 kg. /PF Austur Húnavatnssýsla Slökkviliðsstjór- inn segir upp Óvissuástand er komið upp hjá Brunavörnum Austur Húnavatnssýslu eftir að Hilmar Frímannsson slökkviliðsstjóri sagði upp störfum í síðustu viku. Hilmar segist ósáttur við niðurskurð fjárveitinga til málaflokksins og geti ekki sætt sig við að öryggisstigið sé tekið niður á þennan hátt. -Það hefur verið ljóst alveg frá því að þessi hugmynd kom fram, með skerðingu á bak- vöktum, að ég væri ekki sáttur við þær sagði Hilmar en þessi aðgerð kom fram í fjárhag- sáætlanagerð Blönduósbæjar rétt fyrir áramót. -Þetta er eitt af því sem ég get ekki sætt mig við að öryggisstigið sé tekið svona niður. Hilmar segir að ekki hafi verið rætt við hann af hálfu sveitarfélagsins eftir að hann lagði inn umsóknina. -Ekki orð. Að sögn Hilmars hefur fyrirkomulagið sl. 2 ár verið á þann veg að þrír menn voru á bakvakt eftir vinnutíma slökkviliðsstjóra á virkum dögum og um helgar. -Nú verður fækkað niður í einn mann um helgar þannig að enginn er skyldugur til að vera tiltækur á vikum kvöldum og gæti komi til þess að enginn væri við á þeim tíma, og aðeins einn um helgar. –Það finnst mér vera frekar lágt öryggisstig, segir Hilmar. /PF Endurhæfing Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki Velferðarráðherra með aukið fjármagn Vegna niðurskurðar fjárveitinga til Heilbrigðis- stofnunarinnar Sauðárkróki (HS) var meðal annars áformað að loka sundlaug endurhæfingarhúss og draga verulega úr endur- hæfingu. Þessi breyting var fyrir- huguð frá og með hausti 2012. Nú hefur velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, óskað eftir því að þau áform verði dregin til baka og tryggt fjármagn til þess að svo megi verða. Framkvæmdastjórn HS fagnar þessum málalyktum enda hefði verið mjög þung- bært að þurfa að grípa til þessara aðgerða. /hskrokur.is Samband ungra framsóknarmanna Í framboð til formennsku Ragnar S. Rögnvaldsson 27 ára Skagstrendingur sem starfað hefur sem formaður Ungra framsóknarmanna í Skagafirði síðastliðin tvö ár hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku Sam- bands ungra framsóknar- manna. -Nú er kominn sá tími að ég tel best fyrir framtíð Sambands ungra framsóknarmanna að nýju blóði verði hleypt í starfið. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í SUF, segir Ragnar. -Ég tel að undanfarin ár hafi starf SUF verið langt frá því að vera eins öflugt og það þarf að vera. Þessu þarf að breyta, segir Ragnar en eitt aðalmarkmið hans er að ungir framsóknar- menn geti sameinast og verið stoltir af að taka þátt í öflugu starfi SUF. /PF Tvær flottar í tauinu. Mynd: Varmahlíðarskóli

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.