Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 05/2012 Sjávarlíftæknisetið BioPol ehf á Skagaströnd Einstakir einfrumungar Feykir heimsótti Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf á dögunum og fékk að skyggnast inn í þau margvíslegu rannsóknar- verkefni sem vísindamenn- irnir þar hafa fyrir höndum um þessar mundir. Magnús Örn Stefánsson doktor í stofnerfðafræði tók nýverið við rannsókn á sjávar- frumverum (einfrumungum) en verkefnið er samstarfs- verkefni Háskólans á Akureyri og BioPol ehf en að því hafa Náttúrufræðistofnun á Akur- eyri og Matís einnig komið. Undirbúningur fyrir verkefnið hófst árið 2008 en það hófst fyrir alvöru árið 2010. Í náttúrunni eru til hundr- uðir mismunandi tegunda af sjávarfrumverum og verið er að skoða möguleikann á nýtingu slíkra frumvera á nokkrum stöðum í heiminum. Afurðir, sem sjávarfrum- verurnar framleiða, er hægt að nýta á margvíslegan hátt. Þær framleiða t.d. fjölómettaðar fitusýrur sem innihalda hátt hlutfall af omega-3 fitusýrum sem hægt er að nota bæði til dýra- og manneldis eða jafnvel sem bíódísil. „Í Bandaríkjunum er til dæmis verið að nýta fitusýrur úr samskonar sjávarfrumverum og setja í barnamat,“ segir Magnús og útskýrir að frumverurnar séu frumframleiðendur á þessum fitusýrum í hafinu sem síðan fara upp fæðukeðjuna. „Fyrst fara þær úr frumverunum í dýrasvif, áfram upp fæðu- keðjuna og enda á að safnast fyrir í lifur fiska sem lýsið er síðan unnið úr. Það má því segja að með ræktun þeirra sé verið að stíga nokkur skref niður fæðukeðjuna í hafinu, til að nálgast þessi mikilvægu næringarefni á sjálfbæran hátt. Þar að auki verða fitusýrurnar bragð- og lyktarlausar.“ Ræktun í stórum tönkum Magnús og félagar hafa verið að einangra og rækta þessar ófrumbjarga sjávarfrumverur sem finnast við Íslandsstrendur og kallast þær Thraustochytrids eða „Thraustar“, eins og hann vill fremur kalla þá. Nú þegar hefur rannsóknin leitt í ljós tvær tegundir af frumverum, sem nú er í fyrsta sinn lýst með Thraustarnir eru varðveittir við 80°C frost í stofna-banka. Thraustar hafa fengið að vaxa og dafna í svokölluðum agarskálum. raðgreiningum hér við land, en hver tegund Thrausta hefur sinn einstaka eiginleika og notagildi. „Þegar búið er að einangra stofnana og einrækta, eru Thraustarnir varðveittir við 80°C frost í stofna-banka. Við ræktun eru þeir settir á svo- kallaðar agarskálar, sem inni- halda hlaup með næringar- efnum fyrir einfrumungana og þeim leyft að vaxa og dafna. Enn sem komið er hefur allt gengið að óskum og næsta skref er að hefja ræktunina á stærri skala í vökvaræktum,“ segir Magnús. Rannsóknin hefur þegar vakið mikla athygli og hefur m.a. Hólaskóli sóst eftir því að fá fóður til fiskeldis. „Þær afurðir, sem Hólaskóli hefur mestan áhuga á, eru frumu- þykkni og –mjöl en hvoru- tveggja eru í raun tilvalin fæða fyrir seiðin. Afurðirnar eru næringarríkar, nægilega smá- gerðar og líkar fæðu úr þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Magnús og bætir við að jafn- framt sé þetta vistvænni kostur en loðnubræðsla og í raun einfaldara í framleiðslu. Á næstu mánuðum stendur til að hefja ræktun á sjávar- frumverum í stórum tönkum. Ætlunin er að nýta úrgang sem fellur til í öðrum iðnaði svo sem fiskslóg, sláturúrgang og hálm frá repju-, nepju- og byggrækt til ætisgerðar. „Þetta getur svo vonandi skapað at- vinnu hér á Skagaströnd ef framleiðsla hefst,“ segir Magnús í lokin. /BÞ Hér sjást Thraustar stækkaðir 1000 sinnum. Mynd:BioPol Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Hvolpar fást gefins Blandaðir Border Collie og íslenskur fást gefins. Upplýsingar í síma 847 4892. Bílaþvottur Vegna fjölda áskoranna mun meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu aftur standa fyrir bílaþvotti laugardaginn 4. febrúar. Heilþrif á smáum fólksbíl 8000. kr, á stærri fólksbíl 10.000 kr. og heilþrif á jeppa á 13.000 kr. Getum sótt bílinn og skilað honum aftur. Pantanir eru í síma 848 9663 (Fríða Rún) og 848 7497 (Sunna Björk). Magnús Örn Stefánsson doktor í stofnerfðafræði vinnur að rannsóknum á einfrumungum. Hestar Húnvetnska liðakeppnin Nú fer að líða að stóru stundinni hjá hestamönnum í Húnavatnssýslum – Húnvetnsku liðakeppninni. Haldin verða fjögur mót, dagana 10. febrúar, 25. febrúar, 16. mars og 14. apríl. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: 10. febrúar – Fjórgangur 25. febrúar – Smali og skeið á Blönduósi 16. mars – Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og unglingaflokki 14. apríl – Tölt T3 (fegurðartölt í staðinn fyrir yfirferðartölt). Liðin eru fjögur og liðsskipan er ekki bundin við lögheimili og er fólki því í sjálfsvald sett hvaða liði það vill vera í. Nánar um reglurnar og mótið má sjá á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.