Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 7
 05/2012 Feykir 7 aranum með brúðuna. Þetta finnst börnunum alveg fjarska- lega skemmtilegt og spennandi að heyra hvernig heimsóknin gekk fyrir sig. Aðalmarkmiðið með því að vinna með lífs- leiknina í gegnum dygðirnar er að efla siðferðisvitund barnanna í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja. Í lok hverrar annar, þ.e. í nóvember og apríl, verður tekin skráning af hverju barni og sem dæmi um skráningu vegna dygðar- innar virðingar segir 4 ára stúlka: „einhver sé að kitla mann og einhver segir „hættu“, og hann hættir ekki, þá er maður ekki að sýna virðingu“ Jákvæður agi mikilvægur í uppeldi barna Að sögn Önnu Jónu fellur lífsleiknin ákaflega vel að SMT- agastjórnunarkerfinu sem skól- um í Skagafirði er uppálagt að vinna eftir, þar sem unnið er með agastjórnun á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Undirbún- ingur innleiðingar SMT í Ár- sali stendur nú sem hæst og er stefnt að því að hefja innleiðingu á vormánuðum. -SMT gengur út á að kenna börnunum ein- faldar reglur um hvernig við gerum, við setjum orð á at- hafnir. Þessar reglur verða settar upp á veggi á hinum mismun- andi svæðum leikskólans eftir því sem við á og allir starfsmenn eiga að nota sömu úrræði og gengur út á samræmdar að- gerðir allra starfsmanna. Búið er að senda allflesta leikskóla- kennarana á námskeið og kynna þetta vel fyrir þeim sem ekki fara á námskeið. Dæmi um notkun SMT er að ef einhver á t.d. erfitt með að láta sessunaut sinn í friði í samverustund þá segir kennarinn „við höfum hendur og fætur hjá okkur“, þ.e. hann beinir athygli barnsins með jákvæðum hætti á lausn; hvernig barnið á að gera, í stað þess að einblína á hvernig barnið á ekki að gera. Það má reyndar segja að orðið „ekki“, sé bannorð í þessu samhengi. Því með því að nota ekki-setningar við slíkar aðstæður sem fyrr er lýst, bendir maður ekki á neina lausn fyrir barnið heldur undirstrikar neikvæða hegðun þess og jafnvel viðheldur henni. Tákn með tali (TMT) Síðastliðið vor var haldið námskeið um TMT fyrir alla starfsmenn Ársala í þeim tilgangi að taka það upp sem stuðning við talmál. Strax var hafinn undirbúningur sl. haust og byrjað markvisst að vinna með það. TMT hjálpar börnum sem eiga erfitt með að tjá sig að eiga samskipti og gera sig skiljanleg við aðra. -Við gerum þetta spennandi með því t.d. að öll börn og allir starfsmenn eiga sín tákn, við syngjum lög og gerum samtímis tákn og við notum tákn yfir daglega hluti og rútínur; „góðan dag“, „gjörið svo vel“, „takk fyrir daginn“, dagar og mánuðir eiga sín tákn. Smám saman bætast svo við ný tákn. TMT kemur ekki í stað talmáls heldur eingöngu sem stuðningur við talmálið. Að vanda sig í allri umgengni við aðra, bæði stóra og smáa, hvar sem maður er, og bera virðingu fyrir umhverfi sínu, er það sem við viljum að börnin í Ársölum tileinki sér og það er og verður rauði þráðurinn í starfinu okkar hér í leikskól- anum Ársölum, segir Anna Jóna. Í tilefni af Degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar ætla börn og starfsfólk á eldra stiginu að fylkja liði í Skagfirðingabúð og syngja nokkur lög og segist Anna Jóna vonast til að foreldrar sjái sér fært að koma og hlusta á þennan stóra og flotta barnahóp taka lagið en ráðgert er að þau hefji upp raust sína kl. 10:30. -Síðastliðið vor fengu starfs- menn Ársala kennslu í „lífsleikni í leikskóla“ og undirbúningur hófst fyrir innleiðingu þess. Nú í haust byrjuðum við síðan með fyrstu dygðina; vinsemd og það mun taka okkur sex ár að fara í gegnum dygðirnar tólf þar sem við munum taka fyrir eina dygð á haustönn og eina á vorönn ár hvert. Um miðjan janúar lögðum við svo inn hjálpsemi sem er dygðin á vorönninni. Áður en fyrsta dygðin; vin- semdin, var innleidd í ágúst síðastliðnum, fengu foreldrar bréf þar sem lífsleiknin var kynnt fyrir þeim og sagt frá hvernig við ætluðum að vinna með hana. Síðan munu þeir einnig fá svokallaðan dygðavísi heim með hverri dygð sem er ráðgefandi fyrir hvernig þeir geta líka unnið í anda lífsleikn- innar heima. Anna Jóna segir unnið verði markvisst dygðastarf frá 15. sept.- 30. nóv. og 15. jan. - 30. apríl, ár hvert en skömmu áður en dygðastarfið hefst formlega hverju sinni er foreldrum og öllu starfsfólki afhentir dygða- vísar viðkomandi dygðar. -Dygðavísir er lítill bæklingur sem fylgir hverri dygð og þar eru umræðupunktar og upp- lýsingar um bækur og söngva sem tengjast dygðinni. Auk leiðbeininga og hugmynda um hvernig best er að koma boð- skapnum til barnanna. Við setjum upp spakmæli í anda viðkomandi dygðar út um allt hús, ætluð bæði börnum og fullorðnum og í vinastundum á föstudögum sem eru sameigin- legar söngstundir á sal, er tekið mið af þeirri dygð sem unnið er með í hvert sinn. Allar deildir eiga sína handbrúðu sem börn og starfsfólk eru búin að velja nöfn á í sameiningu. Þessar handbrúður eru málpípur dygðanna og þær koma alltaf í upphafi hvers dygðatímabils og heilsa upp á börnin í vinastund og kveðja síðan aftur í vinastund í lok tímabilsins. Anna Jóna segir að með slíkum brúðum er hægt að ná mjög vel til barna, og börnin hreinlega elski þær. Brúðurnar fara í heimsókn til allra barnanna einu sinni með hverri dygð og þá skrifa foreldrarnir í þar til gerðar dagbækur sem fylgja brúðun- um; hvernig heimsóknin gekk og hafa viðkomandi dygð til viðmiðunar í skrifum sínum. -Þegar komið er aftur í leik- skólann les kennarinn það sem foreldrið hefur skrifað fyrir allan hópinn á deildinni og barnið situr við hliðina á kenn- Börn á eldra stigi klæða sig fyrir útiveru. Börnin á yngra stigi leika sér í sal. Í leikskólanum er margt um að vera. Gaman er að róla sér á góðum vetrardegi. Það er gaman að renna sér í brekkunni á Ársölum. Krakkarnir á yngra stigi voru forvitnir um ljósmyndara Feykis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.