Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 9
 05/2012 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is „Af hverju ertu svona stór?“ eða „Hvernig er að vera svona stór?“ Voru spurningar sem ég var oft og iðulega spurð að í æsku eða á unglingsárunum. „Þegar ég var barn setti faðir minn vaxtarhormón út á cherriosið mitt“ eða „því ég er geimvera“, eru meðal annars ástæður fyrir hæð minni – eða ekki. Ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er, er af því að ég erfði gen frá foreldrum mínum sem urðu þess valdandi að ég varð 184 sentímetrar á hæð, líkt og annað fólk fæðist dökkhært eða bláeygt. Svo hvernig er það að vera svona stór? Ég get sagt ykkur það að það er alveg klikkað gaman. Reyndar hef ég aldrei prófað neitt annað og veit ekki hvernig það er að vera lægri en ég er. Allir mínir sentímetrar nýtast til hinna ýmsu hluta líkt og það að ég get náð hlutum úr hillum sem litli maðurinn nær ekki í, ég get tekið af þér húfuna og haldið henni ótrúlega hátt uppi svo þú nærð henni aldrei aftur, ég get hengt upp fána í fánastöng án þess að nota spottann og svo get ég líka klappað stjörnunum. Annars að öllu gamni slepptu, þá hef ég það mjög gott og hefur hæð mín frekar nýst mér til góðs heldur en ekki, m.a. í körfubolta og á tónleikum. Ég kýs þó síður að ganga í háhæla skóm, en það er eingöngu til þess að hræða ekki litla fólkið eða þá karlmenn sem hræðast hávaxnar konur. Þar sem það tíðkast iðulega að konur séu lægri en makar þeirra, fækkar sjálfkrafa úrvalið fyrir hina hávöxnu einhleypu konu. Samkvæmt því ættu allir karlmenn undir 180 sentímetrum ekki að teljast gjaldgengir í hugsanlegt makahlutverk hávöxnu konurnar. Móðir vinkonu minnar hafði einhvern tíman orð á því við mig þegar við ræddum um hugsanlega makaleit fyrir hávöxnu mig, hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að ef ég myndi eignast mjög hávaxinn mann að börnin okkar yrðu risavaxin. Hreinskilnislega sagt þá missi ég ekki úr svefni yfir því og þætti það alls ekkert svo slæmt. Ég gæti hugsanlega farið fram á laun hjá íslenska ríkinu við framleiðslu á hávöxnu fólki fyrir handbolta- eða körfuknattleikslandslið framtíðarinnar. Við skulum ekki gleyma því að hafa gaman að lífinu og vera ánægð með það sem við höfum og erum. Tökum okkur ekki of alvarlega. Brosum og smitum aðra með gleði okkar, því það er það sem gefur lífinu lit. Góð heilsa og fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli, hvort sem við séum hávaxin eða lávaxin. - - - - - Ég skora á Kristrúnu Kristjánsdóttur frá Melstað að koma með næsta pistil. Hrund Jóhannsdóttir skrifar frá Gauksmýri í Línakradal Kýs síður háhælaða skó ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Helgi Sæmundur Guðmundsson / Úlfur Úlfur Dreymdi um að vera 2Pac og Tom Waits Helgi Sæmundur Guðmunds- son, fæddur 1987, búsettur á Rauðarárstígnum í Reykjavík, segist hafa eytt bestu árum ævi sinnar í Jöklatúni og Eyrartúni á Sauðárkróki. Helgi segist ekki vera sérstaklega góður á neitt hljóðfæri en spila á gítar, píanó, bassa, ukulele, mandolin, tölvur og syngja smá. Helstu tónlistarafrek? 1. sæti á Rímnaflæði 2002, úrslit í músík- tilraunum 2002, sigur í músík- tilraunum 2009, ein stuttskífa með Bróðir Svartúlfs í október 2009 og ein breiðskífa með Úlfur Úlfur í desember 2011. Uppáhalds tónlistartímabil? Öll tónlistartímabilin held ég. Það er eitthvað uppáhalds allstaðar. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég bíð með fiðrildi í maganum eftir nýju Kid Cudi plötunni sem á að koma út á afmælisdaginn minn, þann 28. febrúar og ég er mikið að hlusta á Ratatat, Schoolboy Q, Tyler the Creator og fleira í þeim dúr. Ég myndi segja að skemmtilega pródúsuð rappmúsík eigi hug minn og hjarta þessa dagana. Flesta aðra daga líka. Indí/ elektro músík í anda MGMT og Foster the People er líka tjúll. Svo er það sama á hvaða tímabili eða stað í lífinu ég er þá eru Tom Waits og 2pac alltaf velkomnir. Þeir eru bestir. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Pabbi elskar David Bowie. Þegar hann fékk tækifæri til að vera einn heima á föstudags- eða laugardagskvöldi þá hljómaði Bowie niður í Brekkutún. Mamma heldur mikið upp á Madeleine Peyroux og Patsy Cline. Mér fannst mjög gaman að heyra þetta allt. Ég þoli hinsvegar mjög illa óperusukk og bjölluhljóm á Rúv. Því miður fær það að hljóma líka við og við. Hvað var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsti diskur sem ég eignaðist hét Penikufesin með thrash metal hljómsveitinni Anthrax. Hann fékk ég í gjöf frá Tjörva Berndsen frænda mínum. Fann hann um daginn og hlustaði í gegn. Ennþá jafn tjúllaður og þegar ég var fjögurra ára. Fyrsti diskurinn sem ég keypti mér hét Strictly 4 my n.i.g.g.a.z og var með 2pac. Annars tók ég upp á kasettu alla Skjaldböku þættina sem voru á Rás 2 fyrir öllum þessum árum undir stjórn Sesar A og BlazRoca. Þar var gott hiphop. Hvaða græjur varstu þá með? Ég man ekki hvað þær heita en ég gat keypt þær á raðgreiðslum í skaffó afþví að ég var að bera út á morgnana. Þær voru með fjarstýringu. Svo spilaði ég Sega á meðan ég hafði of hátt í þeim. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Ég syng helst ekki í sturtu. Íbúðin mín er frekar hljóðbær. Wham! eða Duran? Duran Duran all day. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? Silvíu Nótt lagið eða e-ð með Kristjáni Gísla. Þau eru frábærari en júróvision. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ef þetta væri að fara að gerast í kvöld myndum við hlusta á Ratatat, Gísla Pálma, Miike Snow, Daft Punk, Talk Talk, Blondie, Yelawolf, Drake og Schoolboy Q. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Closing Time og Alice með Tom Waits. Svo myndi ég hella upp á kaffi. Ég hlakka til sunnudagsins. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ef ég mætti ráða algjörlega og peningar væru engin fyrirstaða færi ég á tónleika með Tom Waits hvar sem er í heiminum. Líklega byði ég flestum vinum mínum með mér ef þeir byðu mér upp á bjór og héldu á töskunum mínum og töluðu ekki á meðan á tónleikum stendur. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? 2pac og Tom Waits en svo fór mér að líða ágætlega með að vera ég sjálfur. Sérstaklega afþví að sá fyrrnefndi er dáinn og hinn er kominn yfir sextugt. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Tom Waits – The Black Rider Leikur er barna yndi – þróunarverkefni í leikskólanum Ásgarði Húnaþingi vestra Dagur leikskólans verður haldin hátíðlegur um land allt mánudaginn 6. febrúar. Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag alla daga. Af því tilefni verður sérstök kynning á þróunarverkefninu Leikur er barna yndi í Ásgarði. Frá því í haust hefur starfsfólk skólans unnið að því að gera breytingar í skóla- starfinu útfrá hugmyndafræði sem byggir á jákvæðri sálfræði. Umhverfi nemenda hefur verið endurskipulagt út frá því þannig að leikur þeirra og nám flæðir um skóla- húsnæðið. Hugmyndafræðin byggir á bókinni Finding Flow eftir kennimanninn. Mihaly Csikszentmihalyi. Leikskólinn verður opin gestum og gangandi þennan dag þar sem gestir geta upplifað breytinga- ferlið, hvað verið er að gera og hvernig nemendur eru að upplifa flæðið. Verið velkomin mánudag- inn 6. febrúar kl. 9-11 og 13- 14:15. Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólanum Ásgarði AÐSENT GUÐRÚN LÁRA MAGNÚSDÓTTIR skrifar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.