Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 11
 05/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hver er uppáhalds sjónvarps- þátturinn þinn? [ spurt á Sauðárkróki ] Pétur Tavsen Steinsson -Ég myndi segja House á Skjá einum. Eybjörg Guðnadóttir - Chuck á Stöð 2. Lára Vilhelmsdóttir -Held að það sé How I Met Your Mother á Stöð 2. María Ósk Steingrímsdóttir -Ég horfi svo lítið á sjónvarp en ég myndi segja Chuck á Stöð 2. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Jóhanna Helga og Brynjólfur kokka Uppáhalds- mánudagsýsa FORRÉTTUR Forrétturinn gullni og formfagri 2 pk Golden Savoury hrísgrjón, soðin 300 g rækjur 1 stór dós af sveppum 10 msk léttmajones 3 tsk karrý 4 dl matreiðslurjómi Pínu salt Ostur 11% Hrísgrjónin eru soðin og svo hrært saman við allt hitt. Hræran er sett í eldfast mót og ostur látinn ofan á. Sett í ofninn og bakað við 200°C í 30 mínútur. Gott að bera fram ristað brauð og smjör með þessum rétti. AÐALRÉTTUR Uppáhalds- mánudagsýsa í einfaldleika sínum 12 lítil ýsuflök 100 g smjörlíki 200 g litlar frosnar gulrætur 400 g af frosinni blómkáls- brokkolí-gulrótablöndu Smávegis af fetaosti Ostur 11% Salt, pipar, fiskikrydd, Herbamare-krydd Til þess að elda indælu ýsuna þarf tvö eldföst mót. Lauksalti og fiskikryddi er stráð í botninn á mótunum. Fiskurinn er settur í mótin og 100 g af smjörlíki er brytjað í litla bita og skipt í mótin, Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Jóhanna Halldórsdóttir og Brynjólfur Friðriksson frá Brandsstöðum í Blöndudal. „Við ætlum að skora á vinafólk okkar, þau Birgittu Hrönn Halldórsdóttur og Sigurð Inga Guðmundsson á Syðri- Löngumýri, að koma með næsta matseðil. Uppskriftirnar okkar miðast yfirleitt við fjölskyldustærð- ina, sem telja 8 manns. Þær eru oft eins einfaldar og mögulegt er, bæði svo að allir geti eldað þær, - litlir og stórir, og líka svo að allir geti borðað það sem er eldað. Eftirfarandi réttir eru nokkrir þeirra sem eru vinsælir á heimilinu.“ Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá kók og prins! Spakmæli vikunnar Ég trúi ekki á svartsýni. - Clint Eastwood Svanfríður Þuríður átti allar Öddubækurnar og mótaði það mjög viðhorf hennar til eldri viðhorfa kvenréttindakvenna. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það er svipað og að maður stökkvi yfir fótboltavöll! Sudoku ásamt fetaostinum. Salti, pipar, fiskikryddi og hinu ómissandi Herbamare-kryddi er stráð yfir. Frosna grænmetið er svo sett yfir fiskinn og ostur eftir smekk hvers og eins þar ofan á. Þetta er sett í ofn og eldað á 200°C í 40 mínútur. Gott er að hafa brún hrísgrjón og hrásalat með ýsunni, en alls ekki nauðsynlegt. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðiábætir í seinni slætti 2 bollar mylsna af súkkulaðikexi ½ bolli brætt smjör 400 g rjómaostur ½ bolli sykur 1 tsk vanilla 2 egg 200 g brætt suðusúkkulaði 1 bolli rjómi, þeyttur ¾ bolli saxaðar hnetur Brauðmylsnu og bráðnu smjöri er blandað saman og þrýst í botninn á lausbotna formi. Bakað í 10 mínútur við 180°C. Rjómaosti, ¼ bolla af sykri og vanillu er hrært saman. Þeyttum eggjarauðum og súkkulaði er blandað í ostahræruna. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og ¼ bolla af sykri er blandað í þær. Blandið þessu varlega í ostahræruna og síðast er þeytti rjóminn og hneturnar settar saman við. Þessu öllu er nú hellt yfir brauðmylsnuna sem bakaðist í ofninum áðan; og svo sett í frystinn. Þegar ábætirinn er borinn fram er mjög flott að skreyta hann með rifnu súkkulaði og þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.