Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 7
 06/2012 Feykir 7 mánuði til Akureyrar til að taka upp þessa þætti. Það væri mikið fyrirtæki þó við gerum það af og til, og þá mest af gamni okkar, segir Sigríður en einnig hefur komið fyrir að tækin bili og þá þarf að skjótast yfir í Eyjafjörðinn. Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi hugsað sér að fara sjálf út í þáttagerð segir hún það ekki vera. –Nei svo sannar- lega ekki. Ég læt duga að lesa upp. Mér eru úthlutuð orð og ég les þau upp, segir Sigríður og lætur fylgja að samstarfið sé gott við Jón og gæti reyndar ekki verið betra. –Jón setur saman þáttinn, ég fæ hann til lestrar. Ég sit heima og pæli í textanum og les hann upphátt fyrir sjálfan mig, heimilisfólki mínu til ómældrar ánægju, segir hún og brosir breitt en gefur til kynna að einhver kaldhæðni felist í þeirri fullyrðingu. Ég les textann nokkrum sinnum upphátt og reyni að koma með áherslur á réttum stöðum og annað slíkt. Svo kem ég hingað og við lesum þetta saman með tæknimönn- um á hinum enda línunnar. Óhætt er að fullyrða að þættirnir Sagnaslóð séu uppfullir að fróðleik um sögu og menningu okkar Íslendinga og veitir innsýn í líf forfeðra okkar sem sannarlega lifðu fábreyttara lífi en nútímamað- urinn en hefur ekki síður sögur að segja þeim sem landið erfir. Þar er á ferðinni gleði og sorgir, harmur og hamingja og eftir hvern þátt situr hlustandinn ríkari í anda eftir góðan þátt. Þættirnir eru á dagskrá Rásar 1 á föstudagsmorgnum klukkan 10.15 og endurfluttir á sunnu- dagskvöldum klukkan 23.15. Þá eru ónefndir þeir sem stjórna útsendingunni. Það eru því mörg handtökin, ef svo má segja, og margir sem koma að hverjum þætti sem fluttur er í RÚV. Þetta er hópavinna. Jón segir að þannig sé útvarp og í þeirri keðju sem hann lýsti sé hvergi veikur hlekkur. Hann segir það vera dálítið ein- kennilegt eftir öll þessi ár með útvarpinu þá hafi hann ekki komið í höfuðstöðvarnar í Efstaleiti og raunar aldrei nema í flugumynd. –En ég veit að mér yrði vel tekið ef ég setti fót inn fyrir þröskuld. Ég hef eignast góða vini bæði fyrir norðan og sunnan. Læt duga að lesa upp Þegar Sigríður Kristín er spurð að því hvernig á því stóð að hún endaði sem upplesari í útvarps- þætti þar sem hún hafði hvorki verið að lesa eða leika opin- berlega, segist hún ekki muna það nákvæmlega en líklega bara þannig að Jón hafi leitað til sín. –Ekki veit ég nú af hverju hann gerði það. Ég hef aldrei leikið og lítið lesið, segir hún og hlær en blaðamann grunar að Jón viti lengra nefi sínu og sé mannþekkjari góður og hafi séð hæfileika hennar án þess að hún tæki eftir. Hún segir þetta hafa verið spennandi viðfangs- efni í bland við annað sem hún var að gera, og góð tilbreyting. –Ég ákvað að slá til og prófa og búin að ílengjast í þessu í öll þessi ár. Þetta er alveg ágætt og ég hef verið að lesa við ýmis önnur tækifæri hér og þar eftir að ég byrjaði í þessu og alltaf gaman að takast á við þessi verkefni. Sigríður viðurkennir það að henni finnist efnið misskemmtilegt en ekkert sérstakt sem hefur komið henni á óvart. –Það er þá ekki nema allur þessi fróðleikur sem maður hefur upplifað við lesturinn jafnvel á sínu nánasta umhverfi. Maður er margs nær. Efnið er stundum svolítið langt frá manni en það er sama, maður fræðist um eldri tíma og ég hef mjög gaman af því. Aðspurð um hvort hún teldi staðsetningu hljóðstofu hafa eitthvert gildi fyrir Skagafjörð segir hún það vera tvímælalaust. –Það er náttúrulega aðgengi- legra fyrir fólk að koma hingað í hljóðstofu ef eitthvað er á döfinni og að sjálfsögðu auð- veldara fyrir okkur með þessa þætti. Það er ekki víst að við værum í þessari þáttagerð ef við þyrftum að fara tvisvar í Hér er Jón að ræða við tæknimann Útvarpsins áður en hinn eiginlegi lestur fer fram. Assgoti er ég góður með mig þarna, sagði Jón þegar hann sá myndina af sér og samstarfskonu sinni. Sigríður Kristín búin að setja upp heyrnartólin og tilbúin í lesturinn á Sagnaslóð. K V E Ð J A Ingimar Valdimarsson fæddur 17.02.1966 – dáinn 25.01.2012 Ingimar Valdimarsson fæddist á Sauðárkróki 17. febrúar 1966. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir erfið veikindi 25. janúar 2012. Foreldrar hans eru Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 5. nóvember 1928 á Sauðárkróki, og Valdimar Líndal Magnússon, fæddur á Sauðárkróki 25. október 1922, d. 2. apríl 1988. Ingimar á fjögur eftirlifandi systkini: Stefán, Birgi, Helgu og Guðmund Valdimarsbörn. Útför Ingimars hefur farið fram í kyrrþey. Elsku Ingimar okkar. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn héðan. Komir aldrei til okkar aftur. Ekki er langt síðan þú varst hér og eins og alltaf hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur. En svona er litla lífið við vitum aldrei hvenær tilvist okkar hér á jörðu lýkur og ný hefst í öðrum heimi. Þú varst hæglátur og vildir ekki láta mikið fyrir þér fara. Þér fannst gaman að spjalla um hugðarefni þín, rútur, Skagafjörð og veðrið svo eitthvað sé nefnt. Þú varst mikill fagurkeri og naust þess að skoða og eignast fallega hluti. Hafðir ákveðnar skoðanir á því hvað þú vildir eignast af veraldlegum hlutum. Þú kunnir ekki eins vel við þig í margmenni og kaust frekar að vera einn með góðum vini. Þá áttir þú marga góða spretti og mörg gullkorn hrutu þá af vörum þínum. Þú naust þín sérstaklega vel þegar þú varst uppá- klæddur, nýklipptur og við tölum nú ekki um þegar þú varst búinn að fá þér strípur í hárið. Hugur þinn stóð oft til lengri ferðalaga en óöryggi gagnvart ferðamáta stóð í vegi fyrir þeim. Þú hafðir orð á því að þú ætlaðir til heitu landanna og nú ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að þú skreppir. Langvarandi veikindi settu mark á þig og líf þitt. Þau leiddu til þess að þú varst ekki alltaf vel stemmdur. Síðustu vikurnar voru sérlega erfiðar. Nú ertu laus frá þrautunum og ert frjáls ferða þinna í annarri tilvist. Kæri vinur, nú skiljast leiðir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mikið. Af alhug þökkum við þér fyrir samveruna. Einhversstaðar einhverntíma mun slóðin mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum (Þórdís Jónsdóttir) Móður, systkinum, íbúum og starfmönnum í Klettatúni 2 sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum almættið að vaka yfir ykkur og styrkja í sorg ykkar. Dýrmætar minningar um þig elsku Ingimar geymum við í hjörtum okkar. Megi góður Guð geyma þig. Þínir vinir í Skógarlundi/ Birkilundi, hæfingarstöð, Starfsfólk og notendur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.