Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 9
 06/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Alma Lára og Leó Örn kokka Humarsúpa getur ekki klikkað AÐALRÉTTUR Humarsúpan góða 1,5 kg humarhalar í skel 1 stk rauðlaukur 1 gul paprika 3 hvítlauksrif 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 1 tsk karrí 0,5 tsk paprikuduft 2 stk gulrætur ½ askja sveppir 1 msk tómatþykkni (pureé) 1,5 l vatn 1,5 msk grænmetiskraftur 1 msk olía til steikingar 250 ml matreiðslurjómi 150 ml rjómi cayenne-pipar á hnífsoddi salt og pipar Aðferð: Húsmóðirin á reyndar frekar erfitt með að fara algjörlega eftir uppskriftum og breytir þeim oftar en ekki eftir sínu höfði. En þetta er grunnuppskriftin svo er bara um að gera að breyta eftir sínum smekk. Skelflettið humarinn og fjarlægið görnina. Saxið lauk- inn, sveppina, gulræturnar, paprikuna og hvítlaukinn. Hitið smjör og olíu í potti og brúnið skeljarnar vel. Bætið þá lauknum og hvítlauknum út í, svo karríi, paprikudufti, cayenne-pipar og tómatþykkni. Brúnið áfram í 1–3 mínútur. Hellið þá vatninu í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða niður við lágan hita í opnum potti þar til u.þ.b. helmingur er eftir. Bætið þá grænmetiskraftinum út í. Sigtið soðið og geymið (sniðugt að gera deginum áður). Hitið súpuna að suðu og setjið matreiðslurjómann út í. Bragðbætið með salti og pipar. Einnig gæti þurft að bæta við smá fiski/grænmetiskrafti. Ver- ið dugleg að smakka ykkur til. Hægt að þykkja súpuna með smjörbollu (blanda af hveiti og smjöri til helminga) en ekki nauðsynlegt. Humarinn þarf mjög litla eldun. Mér finnst persónulega best að skella honum útí pottinn rétt áður en súpan er borin fram. Ef maður er í stuði er um að gera að þeyta rjóma til að skreyta og setja eina tsk á hvern „Við heitum Alma Lára Hólmsteinsdóttir starfmaður hjá Húnaþingi vestra og Leó Örn Þorleifsson lögfræðingur og forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs. Við erum búsett á Hvammstanga ásamt fjórum börnum og hundi. Við tökum að sjálfsögðu áskorun Berthu og Erlings. Gaman að því. Okkur langar að skora á hjónin Sigrúnu Birnu Gunnarsdóttur og Benedikt Benediktsson að vera næstu matgæðingar úr Húnaþingi vestra. Eftir örlitlar vangaveltur og umræður ákváðum við að koma með uppskrift af humarsúpu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þessi súpa getur bara ekki klikkað. Hún er matarmikil og góð og ekki verra að fá sér gott hvítvín með. Eins og margar súpur er hún eiginlega bara betri daginn eftir. Til gamans má geta þess að uppáhalds matur fjölskyldunnar er saltfiskur með íslensku smjöri og kartöflum. Þá er alveg öruggt að allir taka vel til matar síns enda fátt betra að okkar mati. Flest fjölskyldufólk kannast örugglega við það að í daglegu amstri gefst ekki alltaf mikill tími til að dútla við matargerð en engu að síður bráðnauðsynlegt að gefa sér stundum tíma í að gera vel við sig í mat og njóta í botn. disk og jafnvel smá af saxaðri, ferskri steinselju. Okkur finnst best að bera súpuna fram með snittubrauði og velja gott hvítvín með. EFTIRRÉTTUR Daim bomban Tveir marens botnar: 3 eggjahvítur 220 gr sykur ½ tsk edik Örlítið salt Aðferð: Stífþeyta hvítur og blanda sykrinum rólega saman við ásamt salti og ediki. Baka botna við 130° í ca 60 mínútur (ath. breytilegt eftir ofnum). Krem á milli: 3 eggjarauður 100 gr sykur ½ l þeyttur rjómi 4-6 Daim-stykki Jarðaber og bláber Aðferð: Við erum ekki mikið fyrir eftirrétti en þessa uppskrift fékk ég hjá tengdarmóður minni og hún hefur verið vinsæl á okkar heimili. Þetta er sannkölluð rjóma og sykurbomba enda er allt í lagi að leyfa sér slíkt í hófi. Rauðurnar og sykurinn þeytt vel saman, blanda rjóma varlega saman við. Daim- stykki brytjuð smátt og sett saman við krem. Kremið fer á milli botnanna og ofaná. Kakan er svo fryst og gott að taka hana út úr frystinum tveim klst. fyrir notkun. Gott að setja fersk jarðarber og bláber ofaná þegar hún er komin úr frysti, bara rétt áður en kakan er borin fram.“ Verði ykkur að góðu! Um miðjan janúar fóru nemendur Grunnskólans austan Vatna ásamt kennurum sínum í vettvangsferð á Krókinn til að skoða og kynnast starfsemi nýsköpunarfyrirtækja. Fyrirtækin sem voru skoðuð voru; Mjólkursamlag KS, S j á v a r l e ð u r / L o ð s k i n n , Fab Lab og Flokka. Þessi ferð var liður í því að undirbúa nemendur fyrir nýsköpunarþemað sem var framundan og kynna fyrir þeim hvað fólk heima í héraði er að gera og hvað hægt er að gera í nýsköpunarmálum. Tvær vikur voru síðan lagðar í nýsköpunarþema þar sem hefðbundinn skóladagur var brotinn upp hjá öllum nemendum Nýsköpunarþema á Degi nemenda Grunnskólans austan Vatna Auðugt hugmyndaflug og fjölbreyttar útfærslur á einhverri þörf sem þau hafa fundið alla leið frá hugmynd til markaðssetningar full- skapaðrar vöru / þjónustu. Grunnskólinn austan Vatna hefur verið í fremstu röð skóla á landsvísu á sviði kennslu í nýsköpun- og frumkvöðlamennt. Síðasta vor var kennslan endur- skoðuð og útvíkkuð þannig að í dag taka allir nemendur þátt í henni með einum eða öðrum hætti jafnframt sem námsgreinin hefur verið fléttuð inn í kennslu flestra ef ekki allra námsgreinanna sem kenndar eru. Þetta starf er í stöðugri þróun og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með nemendum þessar tvær vikur, sjá hvaða hugmyndir þeir hafa komið með og hvernig þeir hafa útfært þær þannig að á sýningunni var hægt að sjá margar spennandi fullunnar vörur/þjónustu á plakati og/eða líkani. Áherslur eru mismunandi eftir aldursstigi nemenda; 1 - 4. bekkur: Hugsunarháttur nýsköpunar- og frumkvöðla- menntar lagður inn og kenndur smátt og smátt, tekinn í skrefum svo nemendur tileinki sér hugs- unina eftir getu, aldri og þroska. 5 - 7. bekkur: Nýsköpunarþemu tekin frá hugmynd til hönnunar. Nemendur sjá möguleikana í því að fá góða hugmynd sem hægt er að nýta í rekstri, einnig að þau þjálfist í því að finna lausnir á minni háttar vandamálum í umhverfi sínu. 8 - 10. bekkur: Haldið er áfram að vinna með nýsköp- unarstarfið og byggt ofan á það sem þau hafa lært í námsgreininni á undanförnum árum. Núna hefur áhersla verið lögð á markaðssetningu „Út að austan“, þ.e. hvað geta nemendur komið fram með til að þjónusta ferðamenn enn frekar en gert er, hvaða nýja vöru / þjónustu er hægt að bjóða upp á og hvaða atvinnutækifæri geta fylgt með. Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans austan Vatna skólans. Fimmtudaginn 2. feb. lauk nýsköpunar- þemavinnu Grunnskólans austan Vatna með frábærri sýningu á verkum nemenda. Mikill fjöldi fólks kom við í skólanum og skoðaði verk nemenda og óhætt er að segja að hugmyndaflug og útfærslur nemenda á fjölbreyttum hugmyndum kom fólki á óvart. Í nýsköpunar- og frum- kvöðlamennt eru nemendum kennd vinnubrögð við að þróa hugmynd og/eða lausn Nemendur Grunnskólans austan Vatna í heimsókn hjá Flokku á Sauðárkróki. Fleiri myndir frá Degi nemenda má finna á Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.