Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 07/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Æ, þegiðu Stjórn Leikfélags Blönduóss hefur að vandlega yfirveguðu máli tekið ákvörðun um að leggja til hliðar um sinn fyrirhugaða uppfærslu á leikriti þetta starfsárið. Í bígerð var metnaðarfull sýning og hafði leikstjórinn Jakob S. Jónsson verið fenginn til að starfa með félaginu. Því miður er það mat stjórnar að ekki séu nægilega sterkar forsendur til að ráðast í svo stórt verkefni. Félagið vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu verkefninu áhuga og voru tilbúin að leggja því lið og vonast eftir starfskröftum þeirra í fram- tíðinni. Jafnframt er Jakobi þakkað fyrir stutt en gott starf í þágu félagsins og megi það verða upphafið að frekara samstarfi. /Stjórn L.B. Leikfélag Blönduóss Hættir við leiksýningu Þetta er vinsælasta svarið sem maður fær þessa dagana ef maður spyr spurninga sem viðmælandinn hefur ekki áhuga á eða nennir ekki að svara. Ég get vel skilið að Steingrímur J. sé orðinn leiður á því að svara hundleiðinlegum spurningum stjórnarandstöðunnar um aðildarumsókn sem sumir kalla aðlögunarferli Íslands að ESB. Það var strax í aðdraganda síðustu alþingiskosninga sem ýjað var að því að Steingrímur myndi ekki standa við stóru orðin og standa gegn aðildarviðræðum við ESB og minnir mig að sjálfstæðismenn hefðu fengið bágt fyrir að ætla honum annað. Það hafa allir séð sem á annað borð hafa augu að Jón Bjarnason hefur haldið uppi stefnu VG í andstöðu sinni við meint aðlögunarferli, hver svo sem skoðun manna er á málinu eða manninum, og nýverið ályktaði Evrópuráðið og fagnaði brotthvarfi Jóns úr ráðherrastóli. Er mér nær að halda að ástæðan sé sú að þá sé hægt að mjaka málinu áfram. Um þetta atriði var Steingrímur, sem tók við ráðherrastólnum af Jóni, spurður á Alþingi í vikunni eins og alþjóð veit. Sú spurning er að sjálfsögðu hundleiðinleg og ekki gaman fyrir Steingrím að svara aftur og aftur hvort hann ætli að leiða þjóðina í faðm Evrópusambandsins eða ekki. En það hljóta þau í ESB einmitt að spá í líka. Eru Íslendingar að sækja um aðild eða ekki? -Allt í lagi, ég skal þegja. Páll Friðriksson ritstjóri 10. bekkur í Húnavalla- skóla ætlar að halda spilakvöld nk. föstudag, þann 17. febrúar og verður þar spiluð félagsvist. Veitt verða verðlaun fyrir stiga- hæsta karl og stigahæstu konu. Húsið opnar klukkan 19:30 og byrjað verður að spila klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og ekki tekið við greiðslukortum. Sjoppa verður á staðnum. /BÞ Húnavallaskóli Félagsvist á föstu- dagskvöld Ályktun frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki Betur má ef duga skal Hollvinasamtök Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðár- króki fagna því að velferðar- ráðherra hefur ákveðið að tryggja rekstur endurhæf- ingar við stofnunina, svo ekki þarf að koma til lokunar eins og í stefndi. Samtökin vilja minna á að þetta er aðeins einn áfangi í þeirri baráttu sem staðið hefur nú um nokkurt skeið og lýtur að því að tryggja rekstrar- og þjónustugrundvöll Heil- brigðisstofnunarinnar. Ekki hefur enn fengist leið- rétting á fjármagni til hjúkr- unarrýma, en samkvæmt skýrslu sem Capacent vann í nóvember s.l., er fjármagn til hjúkrunarrýma vanreiknað samanborið við önnur lands- svæði. Hollvinasamtökin hvetja alla Skagfirðinga til að halda áfram baráttunni svo stofn- unin geti staðið undir þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita. Mikilvægi góðrar og traustrar heilbrigðisþjónustu í heimabyggð er öllum ljós og Hollvinasamtök stofnunar- innar munu áfram vinna ötullega að því að tryggja starfsemi hennar. Húnaþing vestra Endurgreiðsla Landsbankans komið til góðra nota Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að ráðstafa 15 millj. kr. endurgreiðslu frá Lands- bankanum, í tengslum við niðurfellingu láns sem tekið var vegna kaupa á stofnfé í Sparisjóði Vestfjarða og til stofnfjáraukningar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda árið 2007, til fjölbreyttra samfélags- verkefna í þágu íbúa Húnaþings vestra. Sveitastjórn Húnaþings vestra var tilkynnt um þá ákvörðun Landsbankans, að eftirstöðvar lánsins yrðu felldar niður að fullu og jafnframt að þær innborganir sem greiddar voru til Landsbankans eða SpKef Sparisjóðs yrðu endur- greiddar alls 15.204.295-, í bréf frá Landsbankanum dagsett 26. janúar 2012 og var það tekið fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar. þann 9. febrúar sl. Á fundinum lagði Leó Örn Þorleifsson, oddviti Húnaþings vestra, fram þá tillögu að 15 millj. kr. endurgreiðslan yrði ráðstöfuð til fjölbreyttra sam- félagsverkefna og var tillagan samþykkt með sjö atkvæðum. Nánari umfjöllun um málið er hægt að sjá á Feykir.is. /BÞ Mikil stemning er á Króknum fyrir bikarúrslita- leiknum í körfubolta milli Tindastóls og Keflavíkur sem fram fer næsta laugardag í Laugardals- höllinni í Reykjavík Boðið verður upp á rútuferð frá Króknum og leggur bíllinn af stað frá Skagfirðingabúð klukkan 9:30 á laugardag og heimferð eftir leik. Kostnaði er haldið í algjöru lágmarki en aðeins kostar 1000 krónur á mann í rútuna. Skráning fer fram hjá Jóni Inga í síma 825 4417. /PF Úrslitaleikur í Höllinni Allir suður! Menningarráð Norðurlands vestra hefur auglýst eftir umsóknum um verkefna- styrki á grundvelli menn- ingarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa eina úthlutun á árinu 2012, með umsóknarfresti til og með 15. mars og hafa þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: • Fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar og lista. • Efla samstarf á sviði menningarmála á svæðinu. • Stuðla að nýsköpun og þróun í menningu og menningartengdri ferða- þjónustu. • Menningarstarfsemi styðji við ferðaþjónustu. • Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélags- hópa í menningarstarfi. • Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á sviði menningar og lista. • Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðis- bundin menningareinkenni eða menningararf. Umsækjendur geta verið ein- staklingar, félagasamtök, fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra og skulu umsóknir vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Þar er einnig hægt að finna þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að hafa í huga fyrir áhuga- sama. /PF Menningarráð Norðurlands vestra Ein úthlutun á þessu ári 112 dagurinn á Skagaströnd Margmenni í Bjarnabúð Björgunarsveitin Strönd, Skagastrandardeild RKÍ og Slökkvilið Skagastrandar voru með opið hús í Bjarnabúð sl. laugardag í tilefni af 112 deginum. Áætlað er að á milli 90 – 100 manns hafi lagt leið sína í Bjarnabúð á þeim rúmu tveim tímum sem opið var. Dagskráin hófst kl. 14 með hópakstri viðbragðsaðila um bæinn sem endaði svo niður í húsnæði sveitarinnar en þar var hægt að skoða búnað og tæki slökkviliðsins, sjúkrabíl RKÍ, ásamt tækjabúnaði og bílum björgunarsveitarinnar, segir á heimasíðu björgunar- sveitarinnar. Sjúkraflutningsmenn sýndu skyndihjálp og gat fólk m.a. fengið að spreyta sig á hjartahnoði á þar til gerðum dúkkum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.