Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 7
 07/2012 Feykir 7 nálinni og aðrir hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina, „ætli það helgist ekki fyrst og fremst af eftirspurn, en sumt selst alltaf,“ segir Gréta og tekur upp litla mynd af torfbæ sem dæmi um það sem hún hefur verið með í framleiðslu til fjölda ára. „Þessar myndir hef ég verið að gera, ja ætli það séu ekki komið hátt í 14-15 ár, þær falla ferðamönnunum alltaf í geð, það sama má segja með þessar kindur,“ segir hún og bendir á litlar styttur af bústnum kindum. Gréta hefur einnig verið að gera svokallaðar Afrópíur og útskýrir hvernig þær urðu til: „Hún var upphaflega bara einhverskonar vera í tiltölulega einfaldri mynd. Þegar dóttir mín sá hana sagði hún: „Heyrðu, þetta er nú bara afrópía.“, og þar með var nafnið komið, “ rifjar Gréta upp með bros á vör og bætir við að síðan þá hefur Afrópían tekið ýmsum breytingum og hver pía hefur fengið sinn sérstaka svip. Í Leirhúsi Grétu má einnig finna nokkra nýlega leirmuni, t.d. snjalla hönnun sem hún kallar Vasaljós en það er í senn blómavasi og kertastjaki og er til að hengja á vegg. Gréta segist fá fleiri hugmyndir en hún kemst yfir að framkvæma en þannig hafi það nú ekki alltaf verið. „Ég man þegar ég var fyrst með leirinn í höndunum þá hugsaði ég oft með mér: „Hvað á ég eiginlega að búa til?“ og svo á endanum kom einhvernvegin alltaf eitthvað.“ Gréta hefur verið að tengja járn Englar eru meðal þeirra fallegu leirmuna sem finna má í Leirhúsi Grétu. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Elfa Hrönn NAFN: Elfa Hrönn Friðriksdóttir. ÁRGANGUR: 1978. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Árna Birgissyni og á með honum 2 syni, Birgi Þór grunnskólanema og Kolbein Tuma leikskólanema. Fyrir átti Árni soninn Hring sem er menntaskólanemi. BÚSETA: Búsett í þeim góða bæ, Hafnarfirði en verð alltaf Skagfirðingur í hjarta mínu. HVERRA MANNA ERTU: Er dóttir Friðriks Antonssonar og Guðrúnar Þórðardóttur á Höfða, Höfðaströnd. STARF / NÁM: Grunnskólakennari af lífi og sál eins og svo margir í minni fjölskyldu... BIFREIÐ: Hef nú aldrei verið skráð fyrir slíku tæki en ek um á Toyota Land Cruiser. HESTÖFL: Já einmitt – er það eitthvað ofan á brauð. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Barnaafmæli, vetrarfrí og margt annað skemmtilegt. Hvernig hefurðu það? Kvarta ekki. Hvernig nemandi varstu? Þarft að spyrja Kobba eða Fríðu Eyjólfs að því. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fyrir utan fermingarfötin og greiðsluna er eftirminnilegast að ég gleymdi ritningarorðunum mínum og bullaði bara eitthvað og sagði svo bara amen í lokin. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hjúkrunarkona, alveg klárt þangað til systir mín sagði að ég myndi aldrei geta unnið vaktavinnu þar sem ég er svo kvöldsvæf. Hvað hræðistu mest? Þetta týpíska, mýs og köngulær. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan sem ég keypti mér sjálf innihélt lögin úr kvikmyndinni Pretty Woman. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? Púff - ekki viss en kannski "I Will Survive" en það væri bara á góðum degi. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Landanum, það eru sko almennilegir þættir. Svo eru heimildamyndirnar á mánudags- kvöldum á RÚV ansi góðar. Besta bíómyndin? Svo margar, sá nýlega "The boy in the striped pyjamas" og hún hreyfði við mér. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Að stjórna enda hússtjórnarskólagengin konan. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er að sögn bóndans hamfarakokkur en bý til mjög gott nesti þegar fara á í lautartúr. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Allskyns kex sem fellur í misjafnan jarðveg en klárast samt alltaf á einhvern dularfullan hátt. Hvað er í morgunmatinn? AB-mjólk með eplum og múslí en í tímaþröng kaffibolli í vinnunni. Uppáhalds málsháttur? Aldrei skal gráta gengna stund. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Gló magnaða. Hver er uppáhalds bókin þín? Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Skyldulesning í fjölskyldunni. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Ítalíu. Mig langar að fara þangað með mínum heittelskaða. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Frestunar- áráttan sem eykst með hverju árinu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk lofar einhverju en stendur ekki við það. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Hef enga skoðun á þessum enska bolta - uppáhalds knatt- spyrnulið mitt er og verður alltaf Neisti Hofsósi. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Syni mínum sem æfir frjálsar íþróttir af miklum móð með FH. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal klárlega, ég er svo sveitó! Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Spliff, donk og gengju. Maður kemst örugglega langt með það í farteskinu. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Með allt á hreinu? Jóladveinar og Afrópíur saman við leirinn og segir mikla kúnst vera við það. „Það tók mig svolítinn tíma að ná tökum á því, skal ég segja þér,“ segir hún og útskýrir að þegar leir- inn þornar skreppur hann saman og svo dregur hann sig enn meira saman í sjálfri brennslunni og getur hann því sprungið umhverfis járnið en eftir nokkrar tilraunir og með þolinmæði að vopni náði hún loks tökum á tækninni. Járnið notar hún t.d. sem fætur á styttur. Kertastæði og mynda- ramma notar hún einnig með leirnum, en Gunnar, maðurinn hennar er þúsundþjalasmið- urinn á bakvið járn-smíðina. Tengsl við kúnnann Sumarið er mikill annatími hjá Grétu en þá þarf hún að framleiða mikið til að anna eftirspurn. Þá er hún jafnframt með meira opið hjá sér í Leirhúsi Grétu en yfir vetrar- mánuðina. Á síðustu árum hefur það þróast meira út í það að selja í ferðamannaverslanir og eru leirmunir hennar til sölu á fjölmörgum stöðum, s.s. Bláa lóninu, Rammagerðinni og Islandia sem er í eigu Pennans. Sömuleiðis má finna þá í Gallerí Bardúsa á Hvammstanga, Gallerí smíðar og skart á Skólavörðustíg, Gallerí List í Skipholti í Reykjavík og Listfléttunni á Akureyri. „Ég dreifi mér ekki meir,“ segir Gréta og hlær, en bætir við að hún hafi einnig verið með opið í vinnustofu sinni. „Mér finnst gott að halda tengslum við kúnnann og fá smá tilfinningu fyrir því hvað fellur í kramið hverju sinni,“ segir Gréta og segist reyna að vera með opið eftir hádegi á föstudögum allt árið um kring, fólk eigi að geta stólað á það. „Fólki er líka velkomið að líta við hvenær sem er, ef ég er heima.“ Blaðamaður Feykis þakkaði Grétu loks fyrir sig og hélt svo heim á leið, einni Afrópíunni ríkari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.