Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 07/2012 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Pétur Stefánsson sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Loks í svefn er sólin skriðin sorti kvöldsins við mér gín. Enn einn dagur er nú liðinn alltaf styttist jarðvist mín. Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Pétur og er hann þar að kunna fótum sínum forráð eins og stundum er komist að orði. Hefur ekki af veitt eins og illviðrin hafa geisað á þessum vetri. Á Elöntru ég eins og hetja ek um götur laus við skrekk. Undir hana ætla að setja alveg glæný nagladekk. Oft í hálku og illskubyl ók ég huga þöglum. Helst í dekkjum hafa vil haug af góðum nöglum. Hressileg umræða hefur verið nú undanfarið um svokallað iðnaðarsalt. Ágúst Marinósson víkur að því í næstu vísu. Landanum sýnist mér sama um allt sagan nú kallar fram tárin. Fólk hefur notað hér sorasalt síðustu þrettán árin. Eins og margir vita var kjaftað frá því fyrir margt löngu síðan að konan hefði verið búin til úr einu rifi Adams. Miðað við umræðu síðustu daga er hægt að notast við fleira til að fullkomna það sköpunarverk í dag. Ágúst yrkir. Úr einu rifi er engin von íturvaxið fljóð að panta. Sjálfsagt þarf hér sílikon og sitthvað fleira myndi vanta. Karlakórinn Heimir í Skagafirði hélt að vanda stórglæsilega janúartónleika í Miðgarði. Morguninn eftir ennþá í sæluvímu eftir kvöldið orti einn kórfélagi Þorleifur Konráðsson frá Frostastöðum svo. Æskusvipinn enn ég ber engrar slæmsku kenni. En Kolli bróðir orðinn er eins og gamalmenni. Eins og kunnugir vita eru þeir Þorleifur og Kolbeinn tvíburar og svo líkir að erfitt hefur verið mörgum að þekkja þá í sundur. Má með ólíkindum vera ef annar hrörnar svo á undan hinum. Kristbjörg Bjarnadóttir áður bóndi í Litlu-Brekku í Skagafirði orti næstu vísur sem hún kallar Höfðstrendingavísur. Eru þær gjarnan sungnar á þorrablótum í Hofshreppi hinum forna. Hressir syngja Höfðstrendingar hittast enn á góðum stað. Vísnaþáttur 564 Lyfta glasi, gleyma þrasi. Gott ef allir kynnu það. Eigum stundar endurfundi. Eyðum trega, gleymum sorg. Þegar mætumst þá við kætumst. Þá er glatt í Höfðaborg. Föstum höndum félagsböndin finnum við og treystum nú. Hvað sem gerum, öll við erum alltaf vinir ég og þú. Fyrir skömmu var hringt í mig úr Skagafirði og ég spurður um vísu sem ég kannaðist við, en mundi alls ekki neitt um. Bað um að fá hana senda á prenti og hefur hún nú borist mér. Fljótt er frá því að segja að eftir nokkra umhugsun tel ég mig vita fyrir nokkuð víst að höfundur hennar sé Gunnar Thoroddsen fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Bið lesendur að hafa samband ef þeir telja sig vita betur. Er samt ekki til í að bakka með mína fullyrðingu nema að vel athuguðu máli. Að vera eða vera ekki orti William Shakespeare forðum. Að vera eða vera ekki er vinstri stjórn í fáum orðum. Játað skal að næsta vísa hressir undirritaðan vel á þessum djöfuls vetri. Höfundur er Kristján Runólfsson sem áður bjó á Sauðárkróki, og gladdi þá oft vísnavini með sínum yrkingum. Nú skal taka upp nýjan sið næring brúka þekka. Flöskustútinn fitla við fara svo að drekka. Ekki þarf formála fyrir þessari vísu Kristjáns. Ber á vanda, bensín hækkar brátt er fjandinn laus. Hér á landi fólki fækkar flestir standa á haus. Kristjáni grunar að bráðum fari í gang umræða um skattframtal. Ég mun gera sköttum skil skulda forðast þrætur. Þó mig dreymi og dæmast vil í dráttavaxtabætur. Einn af góðum sonum Skagafjarðar, Ólafur R. Ingimarsson sem starfaði um áratug sem læknir á Sauðárkróki og er mörgum kunnur af eldri Skagfirðingum, mun afa ort svo fallega er hann kvaddi Skagafjörðinn og flutti suður. Þótt firði Skaga frá ég aki fegri aldrei lít ég sveit. Allar góðar vættir vaki vinir yfir þessum reit. Leita til ykkar lesendur góðir eftir fleiri vísum eftir þennan ágæta hagyrðing. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Umsjón: Krista Sól og Eyvör Pálsdóttir 4. bekk :: Viðtöl tekin 14. febrúar í Árskóla á Sauðárkróki Krakka-hoornið Hvað heitir þú? Vilberg. Hvað ertu gamall/gömul? 9 ára. Ertu í íþróttum? Já, ég er í skólasundi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að spila fótbolta. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hamborgari er bestur. Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Ég veit það ekki. Áttu gæludýr? Já, kött sem heitir Prinsessa. Hvað heitir þú? Inga Vala. Hvað ertu gömul? 9 ára. Ertu í íþróttum? Ég er í skólasundi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika mér. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Humar. Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? So Random á Disney-stöðinni. Áttu gæludýr? Já, tvo hunda sem heita Igor og Bella. Hvað heitir þú? Telma Björk. Hvað ertu gömul? 14 ára. Ertu í íþróttum? Já, ég spila fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skemmtilegast að spila fótbolta og syngja. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hakk og spagetti. Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Mike and Molly. Áttu gæludýr? Já, ég á fiska. Hvað heitir þú? Guðrún Emelía. Hvað ertu gömul? 9 ára. Ertu í íþróttum? Já, ég er í skólasundi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að teikna. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pizza. Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Söngvakeppnin er skemmtilegust. Áttu gæludýr? Já, ég á kanínu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.