Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 07/2012 Ef þú hefur ekki efni á að kaupa það þá smíðar þú það bara Stærsta hjólhýsi landsins Í stórri skemmu í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki er verið að smíða - að öllum líkindum - stærsta hjólhýsi landsins en við það dunda þau sér, Helga Eyjólfsdóttir og Jóhann Þórðarson. -Ég hafði ekki efni á að kaupa mér þetta, sagði Jói þegar hann var spurður af hverju hann tók sig til við að smíða gripinn. Hjólhýsið er engin smásmíði, 12 metra langt, sett saman úr venjulegu hjólhýsi, sem hafði orðið fyrir tjóni og keypt af tryggingafélagi, og viðbættum nokkrum heimasmíðuðum metrum. Í framhlutanum sem er sá heimagerði verður pláss fyrir 4-5 mótorhjól en fjölskyldan er mikið í mótorsporti. Hinn hlutinn verður notaður á hefðbundinn hátt. Ef að líkum lætur mun vagninn hljóta verðskuldaða athygli vegfarenda enda á útlitið eftir að verða glæsilegt. Þar kemur Ýrr Baldursdóttir helsti airbrush listamaður þjóðarinnar til sögunar en hún glæðir vagninn ótrúlegu lífi með glæsilegum myndum sem hún málar eða sprautar á vagninn. Ýrr hefur haldið námskeið víðs vegar um heiminn og breitt út boðskapinn ef svo má segja og er vel þekkt fyrir sína listsköpun. –Það er ekkert rosalega mikið að gera í þessu á Íslandi, en þetta er stærsta verkefni sem ég hef fengið hingað til og líklega það stærsta sem ég á eftir að fá, segir hún. En af hverju hauskúpur? –Þær eru svo flottar, segja þau Jói og Ýrr samtímis og ekki er annað hægt en að vera sammála því. /PF Kvennakórinn Sóldís Sungið á alþjóð- legum nótum Kvennakórinn Sóldís heldur fyrstu tónleika sína á árinu í Miðgarði á konudaginn, sunnudaginn 19. febrúar nk. Kórinn hefur æft stíft frá áramótum til að undirbúa sig fyrir tónleikana og leit blaðamaður Feykis inn á æfingu hjá kórnum á dögunum og náði þar tali af þremur stofnendum kórsins, þeim Drífu Árnadóttur, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Sigurlaugu Maronsdóttur. Kórinn hefur verið starfandi í hálft annað ár en hann var stofnaður af þeim stöllum þann 2. júní 2010, við eldhúsborðið á Uppsölum. „Fljótlega vorum við komnar með æfingarhúsnæði, undirleikara, hann Rögnvald Valbergsson og söngstjóra, hana Sólveigu S. Einarsdóttur. Þá vantaði okkur bara konur í kórinn og auglýstum,“ útskýra þær og bæta við að viðtökurnar hafi aldeilis ekki staðið á sér því kórinn samanstendur af um 40 konum. „Aðeins fimm æfingum seinna héldum við okkar fyrstu tón- leika hér í Miðgarði á Kvennafrídeg- inum haustið 2010, þar sem við sungum fimm lög,“ segir Sigurlaug. Flestar konurnar koma úr Skagafirði en einnig úr Austur-Húnavatnssýslu en þaðan er einmitt söngstjórinn Sól- veig og starfar sem kirkjuorganisti Blönduóskirkju og kennari við tón- listarskóla A-Hún. „Við erum rosalega heppnar að hafa hana með okkur. Hún er mikil fagmanneskja, jákvæð, drífandi og óhemjudugleg,“ segja þær í kór og bæta við að þær væru ekki komnar svona langt á veg ef ekki væri fyrir hana. Æfingar hófust snemma í haust en kórinn tekur sér frí frá æfingum í desembermánuði. „Við höfum haft þann háttinn á að við tökum tarnir og svo frí á milli,“ segir Íris og bætir þá Drífa við að þær séu ekki að blanda sér í jólaösina. Kórinn er með alþjóðlegt þema í vetur, í bland við íslenska tónlist og syngja á tíu tungumálum. „Í fyrra sungum við á fimm tungumálum og það var einskonar áskorun að bæta nokkrum tungumálum við,“ segja þær og hlægja, en lögin sem þær syngja eru á frönsku, spænsku, finnsku, rússnesku, hebresku, svahílí, latínu, ensku, sænsku og íslensku. „Sum lögin eru miklir tungubrjótar og hefur verið krefjandi að læra þau en við erum að fínpússa þetta núna,“ segir Drífa. Erfiðast segja þær hafa verið að ná tökum á rússnesku og finnsku lögunum. Franskan og svahílí voru að þeirra sögn ekkert mál og spænskan er ljúf og mjúk á tungu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 í Miðgarði á konudaginn og verður einnig boðið upp á kaffihlaðborð. „Þá verður tilvalið fyrir karla að bjóða konum sínum á tónleika í tilefni dagsins,“ segja þær en miðaverð verður hið sama og í fyrra, kr. 2500. Þess má geta að Menningarráð Norðurlands vestra styrkir tónleikana. Í mars ætlar kórinn að leggja land undir fót og halda tónleika í Laugaborg í Eyjafirði og Breiðumýri í Þingeyjarsveit. Einnig stefnir kórinn á tónleika Blönduósi. Í apríl ætlar hann svo sér að halda fleiri tónleika í héraði. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.