Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 11
 07/2012 Feykir 11 deigið er álíka seigt og kjötfars. Bætið u.þ.b. 1 tsk af salti, ½ tsk af múskati og pipar við eða þar til deigið er hæfilega kryddað. Blandið vel. Fyllið stóran pott til helmings með vatni og látið sjóða. Formið sporöskulaga bollur með matskeið (gott að bleyta skeiðina með vatni) og setjið í sjóðandi vatnið. Best er að setja ekki nema nokkrar bollur í einu og láta sjóða í nokkrar mínútur eða a.m.k. þar til bollurnar fljóta. Sósa 300-400 g beikon 1 stk rauðlaukur 400 ml rjómi eða matreiðslurjómi Salt og pipar Aðferð: Hakkið laukinn í litla teninga og steikið á pönnu með smá smjöri. Skerið beikonið í litla strimla og setið í pönnu með lauk. Steikið í nokkrar mín. og bætið síðan rjóma út í og látið malla við vægan hita (8-10 mín). Kryddið með salt og pipar eftir smekk. Best er að njóta bollanna með mikið af sósu og ef vill léttu hvítvíni. Til að ferska upp er gott að hafa ferskt salat með bollunum. Salat 1 höfuðsalat eða ½ ísberg salat og klettasalat. Dressing 3 msk olía 1 msk balsamico edik 2 msk kalt vatn Hlutföll og magn dressingu ræðst af smekk og magni salats. Kryddið með Herbamare salti, pipar og smá sykri. Gott er að setja ferskar matjurtir eins og steinselju, sítrónumelissu og graslauk út í dressinguna. Verði ykkur að góðu! Feykir spyr... Ertu ánægð með júróvisjón- lagið sem vann? [ spurt á Króknum ] Elín Sveinsdóttir -Nei, Stattu upp er betra. Kolfinna Einarsdóttir - Það var alveg fínt en Stattu upp var betra. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir -Já, já, en ég kaus samt Aldrei sleppa mér. Telma Björk Gunnarsdóttir -Já, en kaus það ekki, kaus Hjartað brennur með Regínu. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá klapp á hina öxlina! Spakmæli vikunnar Það er ekki hægt að viðhalda friði með valdi. Það er aðeins hægt með skilningi. - Albert Einstein Á uppvaxtarárum Páldísar Kolbjartar þótti ekki við hæfi að stúlkur brúkuðu tannþráð. Má sjá þess vott á tannberginu. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Fiðrildi eru með bragðlaukana á fótunum! Sudoku ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Hlín og Sveinn kokka Besti hversdagsréttur- inn hennar mömmu FORRÉTTUR Graskerssúpa 1-1,5 kg grasker 1 ½ grænmetissúputeningur 100 ml rjómi eða matreiðslurjómi Aðferð: Afhýðið grasker, skiptið í helminga og takið fræin úr miðju, t.d. með skeið. Skerið í litla bita sem síðan fara í pott með 100 ml af vatni og súputening. Sjóðið við vægan hita þar til bitarnir eru orðnir mjúkir. Bætið rjómanum út í og maukið í matvinnsluvél eða með galdrastaf í pottinum. Bragðbætið með salti og cayenne pipar eftir smekk. AÐALRÉTTUR Besti hversdagsrétt- urinn hennar mömmu Bolludeig 4 samlokubrauðsneiðar 3 egg 250 ml sódavatn (bragðlaust) 500 g hveiti Salt, pipar og múskat. Aðferð: Skerið brauðsneiðarn- ar í litla teninga. Setjið teningana í djúpan disk og hellið smá mjólk yfir. Látið standa í svolitla stund eða þar til brauðið hefur drukkið í sig mjólkina. Setjið hveitið í skál ásamt eggjum. Takið brauðið og kreistið mestu mjólkina úr brauðinu og blandið síðan brauðinu út í hveitið. Hellið sódavatninu saman við í smá skömmtum og hrærið þar til Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Sveinn Ragnarsson frá Lynghóli í Viðvíkursveit eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Í forrétt bjóða þau upp á uppskrift af súpu sem er mjög vinsæl á þeirra heimili og er bæði afar gómsæt og holl. Í aðal- rétt er einfaldur en góður réttur sem á rætur sínar að rekja til suðvestur Þýskalands. Hægt er að hafa hann í miðri viku en getur einnig gengið í matarboð ef bjóða á fólki upp á eitthvað nýtt. Þau skora á Guðmund Björn Eyþórsson á Hólum að koma með uppskriftir í Feyki og verða þær birtar í blaðinu að þremur vikum liðnum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.