Feykir


Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 08/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Öskudagur Mennta- og menningar- málaráðherra hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Hólaskóla- Háskólans á Hólum, skipað Erlu Björk Örnólfsdóttur í embætti rektors Hólaskóla- Háskólans á Hólum til fimm ára frá 1. apríl nk. að telja. Alls bárust sex umsóknir um stöðu Hólarektors og var Erla Björk eina konan í þeim hópi. Erla Björk hefur starfað sem forstöðumaður Varar – Sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík þar sem aðallega er rannsakað lífríki Breiðafjarð- ar. /PF Hólaskóli Erla Björk nýr rektor Öskudagurinn var í gær en hann er fyrsti dagur lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir páska. Í dag er hans frekast vart með söng og leikjum barna er ganga um bæi og fá nammi fyrir söng og glens. Dagurinn er þó mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, eða að ösku er smurt á enni kirkjugesta. Langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og dreifing ösku yfir söfnuðinn minnir hann á forgengileikann og hreinsar hann um leið af syndum. Því er haldið fram að strjálbýli og veðurfar hafi átt þátt í að útihátíðahöld næðu ekki fótfestu á Íslandi á þessum árstíma eins og gerðist víða annarsstaðar þar sem kjöt- kveðjuhátíðir eru þekktar en trúarleiðtogar mótmælenda lögðu minni áherslu á föstuna sjálfa. Töldu þeir hana koma illa við vinnusemi fólks sem var mikilvæg í augum þeirra. En jafn illa var þeim við kjötkveðjuhátíðarnar miklu, sem stóðu kannski í marga daga og gerðu fólk óvinnufært í fleiri daga á eftir eins og segir á Vísindavefnum. Þá hefur öskudagurinn verið tengdur veðurspám af einhverri ástæðu sem erfitt getur reynst að færa sönnur á en eins og alkunna er á öskudagurinn 18 bræður sem eiga að vera álíka í veðurfari. Veðurspá næstu 18 daga er því eftirfarandi á Norðurlandi vestra: Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en hægari inn til landsins. Hægari suðvestanátt og rofar til í kvöld, en norðaustan 13-18 og slydda eða snjókoma á morgun. Hiti kringum frostmark. Páll Friðriksson ritstjóri Karlakórinn Heimir undirbýr sig nú fyrir tónleika sem haldnir verða í byrjun marsmánaðar. Þeir munu halda tónleika í Reykholti föstudaginn 9. mars og svo munu þeir halda tvenna stórtónleika ásamt Karlakór Reykjavíkur þann 10. mars, í Guðríðarkirkju í Grafarholti, kl. 15:00 og kl. 17:30. Karlakórinn Heimir og Karlakór Reykjavíkur munu flytja margar af sínum bestu söngperlum í Guðríðarkirkju, segir á heimasíðu Karlakórsins Heimis, ásamt því að hefja raust sína saman. Miðasala á Reykjavíkurtónleikana er hafin á midi.is. /BÞ Karlakórinn Heimir Heldur tónleika í Reykholti og Reykjavík Húnaþing vestra Bæklingur um veiði- vötn á Skagaheiði Bæklingur um veiðivötnin á Skagaheiði er kominn út en í honum er að finna upplýsingar um nærri 40 vötn. Honum fylgir gott kort og öll vötn sem fjallað er um eru merkt. Bæklingurinn er unnin af Sigurði Sigurðarsyni og Róbert F. Gunnarssyni en útgáfan er styrkt af Ferðamálastofu. Í bæklingnum er getið um fimm grundvallaratriði um hvert vatn í texta: Veiðileyfi, vegalend frá Skagaströnd, aðkomu, veiði og stærð vatns. Einnig hefur verið reynt að birta myndir af sem flestum vötnum. Í honum er einnig að finna hverjir selja veiðileyfi, hversu langt er að vatni frá Skagaströnd, aðkoma að vatninu, stærð þess og ekki síst hvers konar veiði er von. Þar er jafnframt kort af Skaga og má þar finna helstu leiðir, örnefni, jarðamörk og mörk almenn- inga. Bæklingurinn verður til afhendingar á helstu viðkomu- stöðum ferðamanna á Norður- landi vestra en hann er einnig að finna á heimasíðu Sveitar- félagsins Skagastrandar. /BÞ Á fundi byggðarráðs þann 20. febrúar sl. var samþykkt ályktun vegna álagningar fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli en hesthúsaeigendur víða á landinu hafa mótmælt þeim miklu hækkunum sem á þeim hefur dunið í kjölfar úrskurðar Yfirfasteigna- matsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að gripahús í þéttbýli beri að skattleggja á þann hátt að þau falli undir C-flokk í stað A-flokks, eins og áður var. Ályktun hljóðar svo: „Byggðarráð Húnaþings vestra skorar á innanríkisráðherra að leggja nú þegar fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þannig að hest- hús í þéttbýli færist undir a – lið 3. mgr. 3. gr. laganna í stað c – liðar eins og nú er og að breytingin taki til álagningar- ársins 2012.“ Svohljóðandi bókun var einnig lögð fram á fundinum: „Þrátt fyrir framangreinda áskorun er ljóst að álagning fasteignaskatts ársins 2012 á hesthús í þéttbýli mun óhjá- kvæmilega verða skv. c – lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, enda eru ekki lagaheimildir til annars. Hins vegar samþykkir byggðarráð að fresta gjald- dögum fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli til 1. júlí nk. og að þeir verði 6 eða 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Komi til þess að Alþingi samþykki breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem hafi áhrif á álagningu fasteignaskatts ársins 2012 á hesthús í þéttbýli er jafnframt ljóst að sveitarfélagið mun leggja fasteignaskattinn á að nýju til samræmis við þær lagabreytingar.“ /PF Húnaþing vestra Hvetur til lagabreytinga Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd Heimildarmynd í vinnslu Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð myndbands um Leikskólann Barnaból á Skagaströnd í tilefni 35 ára afmælis hans. Verkefnið er unnið í samstarfi leikskólans og Nes listamiðstöðvar en Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkir verkefnið. Á vef Skagastrandar segir að Nes listamiðstöð hafi auglýst eftir listamanni til að koma til Skagastrandar og búa til heimildamyndina og valdi AnneMarie van Splunter frá Hollandi, úr hópi 30 umsækjenda frá 18 löndum. Nemendur í myndbandagerð í grunnskólanum og tónlistar- menn á staðnum taka einnig þátt í verkefninu. Connie Dekker, sem er hollenskur listamaður, mun sjá um ljósmyndaþáttinn í verkefninu. AnneMarie vill gjarnan að allir núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsfólk Barnabóls verði þátttakendur í þessu verkefni og eru þeir sem einhvern tímann hafa dvalið á leikskólanum beðnir um að hafa samband. /PF Söngkeppni FNV María og Margrét sigruðu Söngkeppni FNV var haldin með miklum glæsibrag síðastliðið föstudagskvöld og segir á heimasíðu FNV að keppnin hafi verið geysihörð. Það voru þær María Ósk Steingrímsdóttir og Margrét Petra Ragnarsdóttir sem báru sigur úr bítum með lagið I Wanna Dance with Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt fyrir „nokkrum“ árum. Þær María og Margrét munu keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Fram- haldsskólanna í apríl. Sigvaldi Gunnarsson hlaut annað sætið með lagið Gaggó Vest, Jónatan Björnsson hreppti þriðja sætið en hann söng lagið Lips of an Angel og í fjórða sæti varð Ólöf Rún Melstað með lagið Stronger. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.