Feykir


Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 3
 08/2012 Feykir 3 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Enn er beðið svars frá forsætisráðherra Stjórn SSNV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttatilkynningar forsætis- ráðuneytisins frá 10. febrúar s.l um samskipti ráðuneytisins og SSNV. Þar segir m.a. að ráðherranefnd um ríkisfjármál hafi sam- þykkt í nóvember 2011 að tvö af ellefu verkefnum af sóknaráætlunum landshluta sem fara inn á fjárlög 2012 eru á Norðurlandi vestra; dreifnám í Húnaþingi vestra og lagning hitaveitu frá Reykjum við Húnavelli að Skagaströnd. Eftirfarandi er yfirlýsing frá stjórn SSNV: „Tæpum þremur mánuðum eftir að erindi var sent á forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra hafa engin formleg svör borist. Óskað var eftir fundi til að ræða alvarlega stöðu Norður- lands vestra í ljósi mikillar fólksfækkunar, niðurskurðar og tilflutnings starfa af hálfu ríkisins. Í erindinu var stöðunni lýst og settar fram tillögur um viðbrögð. Ítrekanir á erindinu hafa ekki borið árangur. Það er engu að síður enn einlægur vilji stjórnar SSNV að æðstu ráðmenn landsins verði við ósk um fund eins fljótt og verða má svo leggja megi á ráðin um hvernig snúa megi við þessari alvarlegu þróun í landshlut- anum. Íbúar á NV trúa því ekki að fólk sem trúað er fyrir landstjórninni af bæði þjóðinni og alþingi velji að snúa baki við heilu landshlutunum.“ Starfsmaður í Forsætis- ráðuneytinu bauð nýverið í símtali upp á fund þann 9. febrúar ásamt ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra úr Innan- ríkisráðuneytinu. Án þess að lítið sé gert úr starfsfólki ráðu- neytisins, þá skal áréttað að Öskudagurinn Góðir gestir Öskudagurinn var í gær og krakkar á ferðinni með haldgóða poka til að geyma nammi í. Á Króknum var fullt af krökkum á ferðinni skraut- lega klædd og fagurlega máluð. Það mátti sjá prinsessur og bófa, Jóhönnu Sigurðar og Jón Bjarnason, fótboltamenn, hesta og mjólkurfernur svo eitthvað sé nefnt. Að þessu sinni var lagaúrvalið óvenju frumlegt og fjölbreytt og heyrði jafnvel til undantekninga að sungið væri um klaufann hann Gamla Nóa. Hér eru nokkrar myndir af ungmennum sem heim- sóttu Nýprent. Fleiri myndir er að finna á Feykir.is. /ÓAB Hjónakornin á Steini á Reykjaströnd Gústav Bentsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir hafa undanfarið verið að byggja við íbúðarhúsið sitt en þar hafa foreldrar Steinunnar komið sér fyrir. Um daginn buðu þau til veislu öllum þeim sem lagt hafa hönd á verkið og einhverjir gárungar í hópnum settu nýja merkingu á bæjarskiltið svo nú stendur Elliheimilið Steinn. Mynd vikunnar Elliheimilið Steinn óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og oddvitum ríkisstjórnarinnar og milliliða- lausum samskiptum á milli forsvarsmanna tveggja stjórn- sýslustiga, sveitarfélaga á NV og ríkisstjórnarinnar. Minnt er á að ráðherra sjálf hefur ekki enn fallist á að hitta fulltrúa SSNV þrátt fyrir að erindi þar um sé tæplega þriggja mánaða gamalt. SSNV telja sig ennfremur knúin til að leiðrétta fullyrðingu sem fram kemur í fréttatil- kynningu ráðuneytisins þar sem fram kemur að rúmlega 90 milljónir króna hafi komið í hlut tveggja verkefna á Norður- landi vestra sem samþykkt voru af ráðherranefnd um ríkis- fjármál vegna fjárlaga ársins 2012 í tengslum við Sóknar- áætlun landshluta. Til leið- réttingar vísast til fylgiskjals með fréttatilkynningu um úthlutunina frá forsætisráðu- neytinu þann 25. nóvember 2011. Hið rétta er eins og þar kemur fram, að alls komu 32,8 milljónir til tveggja verkefna á svæðinu. 30 milljónir til hita- veitulagningar frá Reykjum til Skagastrandar sem eru 6,3% af heildarkostnaði og 2,8 milljónir til Dreifnáms í Húnaþingi vestra sem eru 70% af heildarkostnaði. Með þessu er ekki á neinn hátt gert lítið úr stuðningi ríkisins við áður- greind verkefni heldur ein- göngu leiðréttar staðreyndir í á margan hátt villandi yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu á dögunum. Stjórn SSNV ítrekar óskir sínar og vilja til að eiga gott samstarf við forsætisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins við að finna leiðir til nýtingar hinna fjölmörgu tækifæra sem eru til staðar á Norðurlandi vestra, íbúum svæðisins og lands- mönnum öllum til heilla. /PF Sparisjóður Skagafjarðar Styður Golfklúbb Sauðárkróks Sparisjóður Skagafjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks hefur undirritað samkomulag til þriggja ára þess efnis að Sparisjóðurinn verður einn af helstu styrktaraðilum golfklúbbsins. Sparisjóður Skagafjarðar er nú sem áður öflugur stuðningsaðili við íþrótta-, menningar- og samfélagsmálefni heima í héraði. Meðlimir í Golfklúbbi Sauðárkróks eru um 170 manns en hann var stofnaður árið 1970 að undirlagi Rotaryklúbbs Sauðárkróks og nokk- urra áhugamanna um golfíþróttina. Samkvæmt heimasíðu klúbbsins hafa einstaklingar innan klúbbsins náð eftirtektarverðum árangri í ein- staklingskeppni og unglingasveitir klúbbsins hafa í þrígang orðið Íslandsmeistarar. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.