Feykir


Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 08/2012 Svar við bréfi Maríu Ég hef unnið sem íþróttakennari í Varmahlíð undanfarin 9 ár og töluvert við þjálfun á kvöldin. Suma daga er ég því meira og minna í íþróttamannvirkinu þar á bæ. Áætla ég að þekking mín á samfélaginu og þörfum fólksins í nágrenninu sé því nokkuð góð hvað notkun á sundlauginni varðar. Það er algerlega skýrt í mínum augum að á kvöldin er nokkuð góð mæting í laugina og gaman að vera staddur þar uppúr 19:30 þegar líf færist í laugina og fastakúnnarnir koma í hús. Ekki var laust við að mér sárnaði nokkuð við að lesa grein frístundarstjóra um að- komutölur að sundlauginni þar sem mér fannst eitthvað veru- lega bogið við þessar tölur. Til að sanna að ég sé ekki að ímynda mér neitt í þessum efnum fór ég í smá rann- sóknarvinnu og aflaði mér gagna. Fékk ég staðfestingu á að líklega er kollurinn í lagi og ekki bara ímyndaðir gestir í lauginni á kvöldin. Mikið virð- ist vera um staðreyndavillur í greininni og langar mig aðeins að reyna að útskýra hvað um ræðir. Í sundlauginni hefur verið haldin dagbók í áraraðir þar sem samviskusamlega eru skráðar allar komur í laugina og virðist vera mikill munur á dagbókinni og tölum úr tölvu- kerfinu sem vitnað var í. Ég ræddi þetta við forstöðumann sundlaugarinnar og hafði hún borið þetta undir fjármálastjóra sveitarfélagsins fyrr í vetur og kom í ljós að kerfið er mein- gallað. Kerfið telur einungis eftir greiðslum í laugina, ef greitt er fyrir 4 saman í laugina telst það sem 1 maður. Íbúar Akrahrepps fá frítt í sund og greiðir hreppurinn fyrir þá í lok mánaðarins og eru þeir þar af leiðandi ekki inni í tölvukerfinu, eins ef nokkrir greiða saman með sundmiðum skráist það sem 1 og svona mætti lengi telja. Handskráningar við hvern þann sem kemur í laugina virðast því einu tölurnar sem hægt er að taka mark á. Dæmi um hvað mismunurinn er gríðarlegur í tölum frístundarstjóra og í dagbók laugarinnar kemur hér fólki til glöggvunar. Fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra segir hún 1742 sækja laugina en í dagbókinni voru 4329 skráðir, í mars í fyrra eru sagðir 296 gestir en þeir voru 732. Fleiri hafa sótt laugina í janúar á þessu ári en í fyrra eða 689. Ein vika í janúar var svo skoðuð sérstaklega en þá skráðu starfsmenn einnig hjá sér komur eftir kl. 20 og reyndust vera að meðaltali 30 gestir yfir daginn þessa fjóra daga sem opið var á kvöldin og að meðaltali 7 eftir kl. 20 en þegar mest var fór sú tala uppí 13. Þetta gerir 23% gesta yfir daginn. Því er ekki að undra að óánægja ríki í framhéraðinu þar sem verið er að fara gegn mynstri svo margra laugargesta. Sparnaðurinn felst í 8 tímum á viku á einn starfsmann, en sundlaugin í Varmahlíð hefur líklega þurft að skera niður mest af öllum stofnunum sveitarfélagsins í launakostnað í % talið á nýrri fjárhagsáætlun þar sem eitt starf af fjórum hefur verið lagt niður. Hitt er svo annað mál og það er reglugerðarpakkinn við sundlaugar á Íslandi, eigendur sund- og baðstaða bera ábyrgð á að farið sé eftir þeim og því skýtur skökku við að frístunda- stjóri nefnir í grein sinni að fólki verði ekki vísað frá laug- inni eftir kl. 20, en þá er bara einn á vakt við laugina. Í haust fór ég á námskeið fyrir leið- beinendur í björgun sundstaða og sat lögfræðingur Umhverfis- stofnunar fyrir svörum en hún vann að nýrri reglugerð fyrir sundlaugar sem tók gildi 2011. Í 5. gr. stendur: Tryggja skal að starfsmenn sem sinna laugar- gæslu fylgist stöðugt með gestum í laugum og á laugarsvæði og sinni ekki öðru starfi samhliða. Í sömu grein segir: Við almenn- ingslaugar allt að 25x12,5m skal að minnsta kosti vera einn laugarvörður við laugargæslu og í 2. gr. lið 13 er laugargæsla skilgreind sem: Stöðug öryggis- gæsla laugarvarðar með gestum í laug. Það gefur því auga leið að laugarvörður sem sinnir afgreiðslu, eftirliti í klefum, íþróttahúsi og fl. sinnir ekki laugargæslu á meðan. Í það þarf tvo starfsmenn. Lögfræð- AÐSENT SIGURLÍNA HRÖNN EINARSDÓTTIR skrifar Biskupskosningar Fyrir dyrum standa biskupskosningar þar sem kosinn verður biskup Íslands. Kjörmenn eru núna um 500, þar af meira en helmingur leikmenn og er það breyting frá því sem áður var, er aðeins vígðir höfðu kosningarétt. Er það skref í þá átt að auka vægi leikmanna, gefa þeim tæki- færi til að hafa meiri áhrif innan kirkjunnar og auka þátttöku þeirra í ákvarðana- töku. Enda er kirkjan okkar allra hvort sem við erum leik eða lærð. Við höfum það sameiginlega verkefni að boða trúna í orði og verki. Ég er ein þeirra sem gef kost á mér til að gegna þjónustu sem biskup Íslands. Það geri ég vegna köllunar, sem m.a. birt- ist mér í hvatningu margra kjörmanna, sem telja starfs- feril minn fjölbreyttan og friðsamlegan. Mér þykir af- skaplega vænt um kirkjuna mína og vil veg hennar sem mestan. Vil að boðskapur kirkjunnar, trúin á Jesú Krist, nái eyrum fólks og hafi áhrif í daglegu lífi og móti hugs- unarhátt og samfélag. Þegar rætt er um kirkjuna er stofnunin og yfirstjórnin ofarlega í huga fólks, en allar viðhorfskannanir varðandi traust til kirkjunnar sýna að fólk treystir prestinum sínum og starfsfólki kirkjunnar sinnar. Kirkjan nýtur því trausts í nærsamfélaginu. Ég vil leggja mitt af mörkum til að auka tiltrú þjóðkirkjufólks á kirkjustofnuninni og yfir- stjórn kirkjunnar. Mér finnst einnig brýnt að finna raun- hæfar leiðir til að takast á við fjárhagsvanda sóknanna. Litlar sóknir eiga í miklum erfiðleikum með að ná endum saman þegar sóknargjöldin duga varla fyrir helstu útgjaldaliðum. Og margar stórar sóknir og nýjar sóknir hafa staðið í byggingarfram- kvæmdum eða endurbótum eða viðbótum og hafa ekki farið varhluta af hruninu og afleiðingum þess. Hér er verk að vinna og í sameiningu á að takast á við þennan vanda og finna lausnir til framtíðar. Ég hef víðtæka reynslu af störfum innan Kirkjunnar frá því ég vígðist til prests árið 1981. Ég var þriðja konan á Íslandi sem hlaut prestsvígslu. Ég hef þjónað í borg, í sveit og í sjávarplássi, fyrst í Reykjavík sem Æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar auk þess að sinna skyldum við Dómkirkjuna í Reykjavík. Síðar á Hvanneyri í Borgarfirði og síðustu 17 árin í Bolungarvík. Ég hef reynslu af stjórnun innan Kirkjunnar þar sem ég hef verið prófastur frá árinu 1999. Þar að auki hef ég gegnt ýmsum trúnaðar- störfum innan Kirkjunnar. Ég lauk cand.theol. prófi frá guðfræðideild HÍ árið 1981. Árið 1997 las ég prédik- unarfræði við Háskólann í Uppsala. Árið 2006 stundaði ég rannsókn á félagsmótun prestbarna og sótti námskeið í HÍ í tengslum við hana. Ég hef einlægan áhuga á lífi og líðan fólks og málefnum fjölskyld- unnar. Og því leit ég mér nær þegar ég valdi efni til rann- sóknar því sjálf er ég presta- barn og móðir prestabarna. Árin 1963-1976 stundaði ég píanónám og fræðigreinar því tengdar auk þess sem ég nam pípuorgelleik í einn vetur. Ég er fædd á Ísafirði þann 19. október árið 1954. For- eldar mínir eru sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísa- fjarðarprófastsdæmi, nú látinn og Margrét Hagalíns- dóttir, ljósmóðir. Ég á þrjú börn, sem öll eru uppkomin, Sigurð, Margréti og Baldur. Ég vil benda áhugasömum á vefsíðu mína, www.sragnes. is, þar sem frekari kynning fer fram og viðhorf mín til ýmissa mála innan kirkjunnar eru til umfjöllunar. Með bæn um blessun Guðs í lífi og starfi. Agnes M. Sigurðardóttir AÐSENT SR. AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR skrifar ingurinn gerði okkur það alveg ljóst að reglurnar væru svona og mjög erfitt væri að fá undanþágur enda sekúndurnar sem skipta máli og drukknandi einstaklingur fljótur að hverfa undir yfirborðið. Vonandi skýrir þessi lesning ýmislegt og skora ég á þá sem einhverju ráða að leiðrétta þessi mistök með styttingu á opnunartíma laugarinnar og hvet alla íbúa nær og fjær til að mæta í sund. Bestu kveðjur. Sigurlína Hrönn Einarsdóttir íþróttakennari og leiðbeinandi í björgun sundstaða. Hljómsveitin Úlfur Úlfur var valin nýliði ársins á Tónlistarverðlaunum X-ins 977 þann 16. febrúar sl. Hljómsveitina skipa Króksararnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, ásamt Keflvíkingnum Þorbirni Einari Guðmunds- syni. Tónlistarverðlaunin fóru fram á Nasa en samkvæmt heimildum Vísi.is var þar húsfyllir og frábær stemming en þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin. Fyrirkomulagið var á þann veg að hlustendur X-ins 977 kusu sigurvegara í 8 flokkum auk þess sem veitt voru sérstök útflutningsverðlaun sem Ice- land Express veitti. Á myndbandi sem strákarnir í Úlfi Úlfi settu inn á Facebook sögðust þeir vera afar þakklátir þeim 2328 manneskjum sem kusu þá og bættu við að það væri mjög gaman að fá verðlaun. /BÞ Tónlistarverðlaun X-ins Úlfur Úlfur valinn nýliði ársins

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.