Feykir


Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 08/2012 –Það er kannski ein af stóru ástæðunum fyrir því að við ákváðum að breyta til og koma aftur heim, reyna að sinna börnunum og ala þau upp í því umhverfi sem maður ólst sjálfur upp í og var sáttur við. Ég held að það sé einn af stóru póstunum í því enda mjög gott að vera hér á Blönduósi og ekkert yfir neinu að kvarta. Aðspurður um hvort hann geti deilt einhverjum bernskubrek- um með lesendum segir Eysteinn ekki muna eftir neinu sérstöku þó hann hafi verið gaur á vissan hátt án þess að vera í einhverjum vandræðum. -Maður var bara þessi hefð- bundni unglingur og jú, jú, tók þátt í bjölluatinu og að senda flugelda inn í garða og sprengja og henda snjókúlu í bíla en það var bara hluti af þessum prakk- arastrikum þegar maður var yngri, segir hann og man ekki eftir neinu alvarlegu, -en það eru kannski einhverjir sem geta hresst upp á minnið hjá mér. Munstraður í Þrótt Eysteinn var mikið í íþróttum á sínum yngri árum, æfði frjálsar VIÐTAL Páll Friðriksson Hringnum lokað Eysteinn Pétur Lárusson kominn heim Eysteinn Pétur Lárusson er búinn að loka hringnum ef svo mætti segja en á síðasta ári flutti hann heim á Blönduós eftir nokkurra ára fjarveru og tók að sér framkvæmdastjórastöðu Hvatar og USAH auk þess að þjálfa alla yngri flokka félagsins. Eysteinn hefur átt glæstan feril í fótboltanum því eftir að hafa leikið með sínu heimaliði, Hvöt, lék hann um tíma með Tindastóli áður en hann fór suður og átti góðan tíma hjá Þrótti. Eysteinn var spurður út í ferilinn og hvað hafi orðið til þess að hann ákvað að koma aftur á æskustöðvarnar. Þegar blaðamaður náði tali af Eysteini var hann í óða önn að skipuleggja keppnisferð 5. Flokks karla á Goðamót á Akureyri en gaf sér nokkrar mínútur fyrir spjall áður en lagt yrði í´ann. Margar helgar eru skipulagðar fyrir yngri flokkana í boltanum víða um landið og er Eysteinn við- loðandi þær flestar. Auk þess að starfa hjá Hvöt er hann í 20% starfi hjá Ungmenna- sambandi Austur-Húnavatns- sýslu, USAH en þar er verið að skipuleggja aldarafmæli sam- bandsins sem fagnar þeim áfanga á árinu. Eysteinn er sonur Lárusar Jónssonar og Sigrúnar Zopho- níasdóttur sem búsett eru á Blönduósi, giftur Brynhildi Olgu Haraldsdóttur, eða Hildu eins og hún er kölluð, og eiga þau þrjá stráka. Eysteinn grínast með það að vera að safna í fótboltalið en í það eru þeir komnir Lárus Orri sem verður tveggja ára í maí, Haraldur Björgvin sem verður sex ára í maí og Rúnar Ingi sem verður níu ára í september. Eysteinn segir að það hafi verið mjög gott að alast upp á Blönduósi og eftir að hafa verið búsettur fyrir sunnan með strákana þá mætti segja að það hafi í raun verið forréttindi. Frjálsræðið er mun meira þó kannski hafi stundum verið einum of að mati Eysteins nú, en í minningunni var leikið sér öll kvöld úti, hvort sem þá var sumar eða vetur. –Það var ekki verið að hafa áhyggjur af manni þannig, ekki það að þetta hafi verið afskiptalaust en það er kannski munur en þær áhyggjur sem maður hefur gagnvart börnunum þegar maður var þar, segir Eysteinn en viðurkennir að margt hafi breyst frá því sem áður var.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.