Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 09/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI 29. febrúar Blönduósbær auglýsir eftir starfsmanni við stjórnun og umsjón með viðburðum í sveitarfélaginu á árinu 2012. Um er að ræða tímabundið starf og felst það m.a. í að hafa umsjón með Húnavöku, bæjarhátíð Blönduóss, sem haldin verður dagana 20.-22. júlí nk. og útgáfu kynn- ingarefnis þar sem vakin er athygli á viðburðum í sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 5. mars 2012. /BÞ Blönduós Vantar viðburða- stjóra Í gær var hlaupársdagur en hann er samkvæmt okkar tímatali 29. febrúar en daginn má rekja allt til ársins 46. f. Kr. Hlaupársdagur er notaður til að rétta tímatalið af, þannig að meðalár tímatalsins verður 365,2425 sólarhringar að lengd samkvæmt Vísindavefnum. Hlaupár samkvæmt okkar tímatali eru alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti. Okkar tímatal nefnist gregoríanskt tímatal og meginein- kenni þess er einmitt hlaupársreglan. Það var tekið upp í kaþólskum löndum árið 1582 og innleitt hér á Íslandi árið 1700. Þá kom 28. nóvember í stað 17. nóvember og var það gert til að vinna upp skekkjuna sem hafði safnast upp. Ég vil óska öllum afmælisbörnum gærdagsins til ham- ingju með afmælið með ósk um þolinmæði næstu fjögur árin. Páll Friðriksson ritstjóri Hafist var handa í síðustu viku við að lengja sandfangara við Sauðárkrókshöfn en það eru Norðurtak og Krókverks sem vinnur það verk. Sandfangarinn verður lengdur um 30 metra út í sjó en hann á að hefta sandburð í höfnina en um leið færist fjaran út og landrými eykst. Að sögn Rögnvaldar Árnasonar hjá Norðurtak er stefnan sett á að klára verkið fyrir páska ef ekkert óvænt gerist. Efnið í garðinn er fengið annarsvegar úr námu við Veðramót í Skörðum og hinsvegar á Fagranesi á Reykjaströnd. /PF Sauðárkrókur Sandfangari lengdur Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Leitað að læknum Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki hefur um nokkurt skeið auglýst laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu og er staðan laus nú þegar. Að sögn Arnar Ragnarssonar yfirlæknis heilsugæslusviðs eru tvær stöður lausar en ekki hefur komið nein umsókn ennþá. Af fimm læknum eru þrír eftir af þeim fastráðnu en Örn segir að einn af þessum þremur hafi verið í veikindaleyfi í janúar. -Hann hefur verið að koma inn að hluta í febrúar og í fulla vinnu í mars. Síðan erum við með afleysingafólk, einn sem hefur verið frá hausti og verður fram á vor en hitt er skammtímaafleysingar, redd- ingar yfir helgi, í eina viku o.s.frv., segir Örn. Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu og sérfræðimenntun í heimilis- lækningum. /PF Rekstur Steinullar hf. á Sauðárkróki hefur gengið nokkuð vel, segir Einar Einarsson framkvæmda- stjóri en síðustu 4 árin frá hruni hefur að meðaltali verið um 80 milljón króna hagnaður á ári. Eiginfjárhlut- fall í lok síðasta árs var tæp 60% og veltufjárhlutfall u.þ.b. 3%. Einar segir að reksturinn hafi gengið nokkuð vel frá hruni og reyndar verið hagn- aður síðustu 20 árin en verksmiðjan hóf framleiðslu í lok árs 1985. -Salan núna hér innanlands er svipuð og hún var á árunum upp úr 1990 og er því aðeins 40% af því, sem mest var árið 2007. Útflutningur okkar er nokkuð stöðugur og hefur skipt sköpum um afkomu fyrirtækisins eftir hrun og við prísum okkur sæla fyrir að halda í þessa markaði enda þótt framlegðin af útflutn- ingnum hafi engin verið meðan mesta hágengisbrjál- æðið gekk yfir, segir Einar. Helstu útflutningsmarkaðir steinullar eru Færeyjar, Bretland og Benelux löndin en Einar segir að flutningskostn- aður geri þeim erfitt fyrir og þurfi því að einbeita sér að framleiðslu sérafurða á þessa markaði. -Við gerum ráð fyrir óveru- legri aukningu á innanlands- markaði í ár en að útflutningur aukist lítilsháttar og að áfram verði reksturinn réttu megin við strikið. Nýlega birti Creditinfo lista yfir fyrirtæki sem þau flokka sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eftir ítarlega grein- ingu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins kom í ljós að Stein- ullarverksmiðjan á Sauðár- króki er meðal þeirra. Á heimasíðu Creditinfo segir að af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 þeirra uppfylla þau skilyrði sem félagið setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi. /PF Sauðárkrókur Góður rekstur Steinullar Norðurland vestra Ungu fólki fækkar hratt Nú í byrjun febrúar fundaði stjórn Byggðastofnunar ásamt starfsmönnum með fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, SSNV, en Byggða- stofnun og SSNV hafa með sér samning um starf á sviði atvinnu- og byggða- þróunar á starfssvæði SSNV. Á fundinum fengu stjórnarmenn í Byggða- stofnun upplýsingar um stöðu atvinnulífs á svæðinu auk þess sem rætt var almennt um stoðkerfi atvinnulífsins og hlutverk stofnunarinnar og sveitarfélaga í því. Atvinnulíf á Norðurlandi Vestra byggist að miklu leiti á frumframleiðslugreinunum landbúnaði og sjávarútvegi en í þeim greinum hefur störfum fækkað mikið. Fæðingar- orlofssjóður, Greiðslustofa at- vinnuleysistrygginga og Inn- heimtumiðstöð sekta hafa verið flutt inn á svæðið á síðustu árum en á sama tíma hefur öðrum störfum á vegum hins opinbera fækkað. Fulltrúar SSNV létu í ljósi áhyggjur af þróun mála en mikil fólksfækkun hefur orðið á Norðurlandi vestra á undan- förnum árum og er árið 2011 þar engin undantekning. Sér- stakar áhyggjur vekur sú þróun að ungu fólki fækkar hratt sem og börnum á skólaaldri. Samkvæmt lögum um Byggðastofnun er hlutverk hennar að fylgjast með þróun byggðar í landinu og vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin skipuleggur og vinnur að ráð- gjöf við atvinnulífið á lands- byggðinni í samstarfi við at- vinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. /Byggkornið Eyhyltingurinn Gísli Árna- son hefur tekið við formannssæti stjórnar Karlakórsins Heimis, af Jóni Sigurðssyni, en skv. heimasíðu kórsins er Gísli enginn nýgræðingur í stjórnarstörfum fyrir kórinn og „[...]var vart af barns- aldri þegar hann hóf að syngja með kórnum.“ Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 16. febrúar sl. gengu þeir Guðmundur Þór Guðmundsson á Stóru- Seylu og Jón Sveinsson frá Sauðárkróki í stjórn kórsins. /BÞ Karlakórinn Heimir Gísli nýr formaður Björgunarsveitin Húnar Héldu upp á 5 ára afmælið Björgunarsveitin Húnar héldu upp á fimm ára afmæli sitt sl. föstudag en Björgunarsveitin Káraborg og Flugbjörgunarsveit V-Húnavatnssýslu voru sameinaðar í Björgunarsveitina Húna þann 24. febrúar 2007. Í tilefni af afmælinu buðu Húnar félögum sínum í björgunarsveitunum á svæði 9 að halda „Afmælisæfingu“ sl. þriðjudag á Hvammstanga og snæða með sér afmælistertu á eftir. Feykir óskar Húnum til hamingju með daginn! /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.