Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 3
 09/2012 Feykir 3 Eldvarnargetraun Berglind fékk verðlaun Berglind Gísladóttir vann eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til við lok Eldvarnar- viku sl. nóvember. Berglind var ein af þeim fjölmörgu krökkum um land allt sem tók þátt í getrauninni um eldvarnir heimilanna og svaraði öllum spurningunum rétt. „Við vorum svo heppin í ár að Berglind Gísladóttir hlaut ein verðlaunin,“ segir Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar og bætir við: „[Verðlaunin] eru Ipod Nano, reykskynjari, blað slökkviliðsmanna og viður- kenningarskjal fyrir þátttökuna.“ Berglind segir það vera mjög gaman að fá verðlaunin og er augljóslega mjög upp með sér. Hún segist ekki hafa átt Ipod fyrir en bætir við að hún hafi átt reykskynjara. Berglind er dóttir Gísla Einarssonar og Láru Kristínar Gísladóttur. /BÞ Atvinnulífssýning framundan LÁTTU SJÁ ÞIG borgarflöt 1 550 sauðárkrókur sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Atvinnulífssýning í endaðan apríl FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR - FYRIRTÆKI nú er tilboð á prentun Að sjálfsögðu er hægt að fá prentað í öðrum stærðum og á alls kyns pappír – nafnspjöld, dreifimiða, bæklinga, blöð... Látið sjá ykkur! TÚRISTINN 6 blaðsíður Síðustærð 9,9 x 21 sm. 1000 stk. litprentuð Fullt verð kr. 67.569 m.vsk 57.570 m.vsk+ + NAFNSPJÖLD Prentuð öðru megin Stærð 5,5 x 8,5 sm. 300 stk. - í samprenti 14.100 m.vsk A5 BÓK 8 blaðsíður Síðustærð 14,8 x 21 sm. 500 stk. litprentuð Fullt verð kr. 97.639 m.vsk 73.230 m.vsk+ + Minnum á STÓRPRENTIÐ! Veggspjöld - Borðar Strigaprent - Skilti Leitið tilboða Sérfræðikomur í mars FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Sigurður Albertsson, skurðlæknir 20. og 21. mars Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir 29. mars Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir 27. og 28. mars Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Búseturéttaríbúð – Sauðármýri 3 Laus er búseturéttaríbúð að Sauðármýri 3, Sauðárkróki. Íbúðin er 89,7m2, 3ja herbergja á neðstu hæð með svalaskjól. Upplýsingar veitir Sigríður Magnúsdóttir í síma 455 7111 eða netfangið siggamag@gmail.com Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar hsf KS og Meistaradeildin Skrifa undir samning Sama dag og KS-Deildin hófst þennan veturinn skrifuðu þeir Eyþór Jónasson f.h. Meistaradeildar Norðurlands og Bjarni Maronsson stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirð- inga undir samning þess efnis að Kaupfélag Skagfirð- inga styrkir keppni vetrarins sem ber heiti þess þ.e. KS-Deildin líkt og undanfarin ár. -Styrkurinn er forsenda þess að hægt er að halda keppnina eins glæsilega og raun ber vitni, sagði Eyþór í tilefni dagsins. Að vanda má búast við harðri og spennandi keppni í vetur eins og sjá má annarsstaðar í blaðinu. Hægt verður að fylgjast keppninni í vetur á netinu á slóðinni http://wms.vodafone.is/ tindastoll /PF Bjarni Maronsson og Eyþór Jónasson takast í hendur. Á bak við þá eru Sigurjón Rúnar Rafnsson, Guðmundur Sveinsson og Stefán Reynisson. Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og Svavar Birgisson slökkviliðsmaður afhenda Berglindi Gísladóttur verðlaun fyrir eldvarnargetraunina. Vinnumálastofnun á Norður- landi vestra býður atvinnu- rekendum og fulltrúum sveitarfélaganna til kynn- ingarfunda um átakið „Vinnandi vegur“, sem er átak til að skapa störf fyrir atvinnuleitendur. Stefnt er að því að ráða til starfa allt að 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í tengslum við átakið sem beinist einkum að fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur. Kynningar- fundir verða haldnir á eftir- farandi stöðum. 1. mars á Sauðárkróki á Kaffi Krók 2. mars á Hvammstanga í Hlöðunni 2. mars á Blönduósi í Eyvindarstofu 4. mars á Skagaströnd hjá Vinnumálast. Vonast er til að sem flestir atvinnurekendur sjái sér fært að mæta. /PF Norðurland vestra Sköpum störf saman

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.