Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 09/2012 myrkur allt í kring, enda ákvað ég nú að stöðva för og láta nótt sem næmi, áður en ég kæmist í einhverjar ógöngur og bíða svo birtu að morgni, enda var ég orðinn þvældur og syfjaður, og klukkan orðin hálf þrjú að nóttu. Gerði ég smá rifu á glugga og hallaði mér síðan til svefns í sæti ýtunnar og var fljótur að sofna. Eftir þriggja tíma svefn, klukkan hálf sex vaknaði ég og fór að líta í kringum mig. Hætt var að snjóa að mestu og ég taldi mig sjá útiljósið á Gautlöndum, og því dólaði ég nú af stað og stefndi á ljósið, en snjóþekjan var ein breiða yfir öllu og hvergi sást móta fyrir girðingu, vegi eða skurði og ók ég ýtunni sem leið lá alveg heim að húsi. Ekki þurfti ég að drepa á dyr og bíða þess að opnað yrði því að þegar ég steig niður úr ýtunni stóðu útidyr íbúðarhússins galopnar og Stefán Þorláksson (Stebbi Gautur) stóð þar brosandi og bauð mig velkominn, hafði að vísu átt von á mér mikið fyrr, en var þó ekki farinn að ókyrrast neitt að ráði. Fékk ég hjá Stefáni góða hressingu og líka að leggja mig dálitla stund. Eftir mikinn og góðan morgunverð á fimmtudags- morgni lögðum við Stefán af stað um tíuleytið, og höfðum þá bundið skíðin hans hjá mín- um aftan á, og sat nú Stefán sem farþegi hjá mér í ýtunni. Skyldi hann vera fylgdarmaður minn út að Mánárskriðum, en þangað átti að koma maður frá Siglufirði til þess að taka við af honum, því ég mátti ekki vera einn á ferð um þessar slóðir, enda gátu ýmsar hættur leynst á þessari leið í lélegu skyggni og jafnvel ófærð þar sem svo í ofanálag var langt til byggða. Skíðin þverbrotin Ókum við nú að Ketilási og svo út eftir í átt að Mánárskriðum án nokkurra tafa eða fyrirstöðu, en þegar þangað var komið sáum við mann á skíðum koma utan frá og inn ströndina neðan við allar skriður og var á þeirri leið þar sem vegurinn liggur núna. Var þetta Hilmar Stein- ólfsson vöruflutningastjóri frá Siglufirði, en hann var sá sem taka átti við sem fylgdarmaður minn og skipta við Stefán. Eftir að Hilmar var kominn til okkar og við höfðum spjallað ein- hverja stund, í heldur kalsalegu veðri, voru skíði Stefáns leyst úr klyfjum en farkostir Hilmars settir í þeirra stað, en Stefán hélt heimleiðis, þar sem hann hafði FRÁSÖGN Gunnar Ágústsson Skotist til Siglufjarðar með jarðýtu Gunnar Ágústsson í svaðilför um Mánárskriður Veturinn 1966 til 1967 hafði tíð verið rysjótt, snjóalög með meira móti og erfiðlega hafði gengið að halda leiðum opnum um héraðið með þeim tækjakosti sem til var, en alltaf var reynt að halda aðalleiðum opnum svo bændur gætu komið frá sér mjólk til Sauðárkróks. Hinsvegar hafði nú komið beiðni frá Vegagerðinni til Ræktunarsambands Skagafjarðar varðandi lán á jarðýtu til Siglufjarðar, en slíkt tæki vantaði sárlega þar, til þess að halda opinni leið frá kaupstaðnum út að vinnusvæðinu við Stráka, þar sem nú var verið að leggja lokahönd á ný jarðgöng, en vinnuflokkar höfðu átt í verulegum erfiðleikum með að komast til og frá vinnusvæðinu vegna ófærðar. Því var það miðvikudaginn 15. mars 1967 að ég undirritaður, Gunnar Ágústsson, var beðinn um að aka jarðýtu Ræktunar- sambandsins, sem geymd var á Hofsósi til Siglufjarðar, en ég var þá starfsmaður sambands- ins. Komið var fram á miðjan dag þegar beiðni um þetta kom, en nokkuð var talið liggja við að koma ýtunni úteftir, meðal annars vegna þess að gott færi væri á þessari leið í augna- blikinu, -„alveg skotfæri á jarð- ýtu“, sagði Gísli Felixson verk- stjóri hjá Vegagerðinni og néri saman höndum eins og honum var tamt þegar nokkuð lá við. Ef allt gengi svo að óskum átti ég að koma heim með flóabátnum Drangi á föstudagskvöldi, en báturinn var með fasta áætlun á þriðjudögum og föstudögum og var þá á Sauðárkróki að kvöldlagi. Þá var það krafa frá Vegagerðinni að sá sem þessa ferð færi hefði með sér skíði svo komast mætti til byggða ef eitthvað færi úrskeiðis og eða vélin stoppaði. Þar sem ég átti ekki slík tæki fékk ég lánuð ágætis skíði hjá kunningja mínum Ingólfi Sveinssyni, og var áætlað að leggja þegar af stað og ná síðla kvölds eða fyrripart nætur að Gautlöndum og gista þar. Eftir að hafa bundið skíðin þversum aftan á ýtuna, ofan á olíu- tankinn, þar sem ég taldi öruggt að þau högguðust ekki, - en að vísu voru þau það löng að þau stóðu dálítið útfyrir breiddina á ýtunni báðum megin, - þá var lagt af stað. Ekið var sem leið lá út Höfðaströnd og Sléttuhlíð, og sóttist ferðin vel, en þegar komið var út fyrir Reykjarhól á Bökkum var farið að snjóa og jókst snjókoman, logndrífa, jafnt og þétt en skyggni minnkaði að sama skapi jafnt og þétt og var orðið verulega erfitt um vik í akstrinum þegar ég nálgaðist Haganesvík. Þar sá ég þó grilla í útiljós á húsum sem þar voru og gat ekið nokkuð örugglega rétta leið, annars var nú svo komið að snjórinn huldi veginn svo gjörsamlega að hvergi var mis- hæð að sjá og ekkert til kenni- leita. Eftir að komið var framhjá Haganesvík þvældist ég áfram í einhverju vonleysi, skyggni ekkert, vegurinn horfinn og Gunnar við Hanomaginn sem var mikið notaður við að flytja vélar hans og var lengi í hans eigu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.