Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 11
 09/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hefur þú farið á skíði? [ spurt í Árskóla á Sauðárkróki ] Helena Árnadóttir -Já, ég fór í fyrsta skipti síðasta föstudag, á Vetrarleikunum. Það er mjög gaman og ég ætla að fara aftur. Örvar Freyr Harðarson - Já, ég fer stundum. Ég fór síðast á skíði á Vetraleikunum, það var mjög gaman, sérstaklega að fara í bátana. Þórður Ari Sigurðsson -Nei, ég kann ekki á skíði en mig langar að prófa. Stefanía Hermannsdóttir -Nei, ég kann ekki á skíði en bróðir minn fer stundum. Mig langar líka að prófa. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá risaknús! Spakmæli vikunnar Það eru mannréttindi að eiga sauðfé. – Guðni Ágústsson Blómfríður Ljótunn þótti spennandi kvenkostur á sjötta áratugnum. Seinna fór hún úr tísku. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Í Kentucky í Bandaríkjunum eru helmingurinn af þeim sem gifta sig í fyrsta sinn, unglingar. Sudoku ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Sigrún og Benedikt kokka Mexíkósk kjúklingasúpa FORRÉTTUR Mexíkósk kjúklingasúpa 1 kg kjúklingur 2 rauðar paprikur 2 laukar 2 rauðlaukar 17 dl vatn 400 gr rjómaostur 10 dl matreiðslurjómi 2 stk tómatpure í dós 2 dósir hakkaðir tómatar 3 teningar grænmetiskraftur kryddað með salt og pipar Aðferð: Steikið kjúklingabita á pönnu, einnig lauk og rauðlauk, allt sett saman í pott og látið malla í 25 mín. Gott er að setja blátt Doritos snakk og rifinn ost yfir súpuna þegar búið er að setja hana í skálar. Hjónin Benedikt Guðni Benediktsson stálsmiður og Sigrún Birna Gunnarsdóttir tanntæknir eru matgæðingar að þessu sinni. Þau eiga og reka sauðfjárbú á Bergsstöðum á Vatnsnesi og starfa nú eingöngu við búskapinn. „Við keyptum jörðina og tókum við búskapnum í lok árs 2005 og búum hér ásamt börnunum okkar fjórum, þau eru: Rakel Jana 14 ára, Arnheiður Diljá 9 ára, Ástvaldur Máni 5 ára og Emelía Íris 2 ára. Við þökkum vinum okkar þeim Leó og Ölmu Láru kærlega fyrir áskorunina og okkur langar til að skora næst á Þórdísi systir Benedikts og mann hennar Unnstein en þau eru vön að töfra fram dýrindisrétti. Við ætlum að deila með ykkur uppskrift að mexíkóskri kjúklingasúpu sem hentar jafnt í saumaklúbbinn eða fermingarveisluna, indónesískum lambakjötsrétti sem vekur alltaf mikla lukku og heimagerðum ís. AÐALRÉTTUR Indónesískur lambakjötsréttur 800 gr lambakjöt 1 stk laukur 1 stk hvítlauksrif 2 stk epli 1 stk appelsína 400 gr tómatsósa 1 dós tómatmauk 1,5 dl vatn 2 msk púðursykur 2 tsk sterkt karrý örlítið salt 1 stk kjúklingateningur 1 dl rúsínur Aðferð: Skerið lambakjötið í bita, hitið olíu á pönnu og brúnið kjöt, lauk og hvítlauk í potti. Skerið epli og appelsínu í bita, allt sett út í pottinn og látið malla við vægan hita í 45 mínútur, hrærið í af og til. Kryddið eftir smekk. Meðlæti: Ferskt salat, kartöflur og hrísgrjón. EFTIRRÉTTUR Toblerone ís 1 l rjómi, þeyttur 10 eggjarauður 10 msk sykur 100 gr Toblerone, rifið vanilludropar eftir smekk Aðferð: Þeytið eggjarauður og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið rifnu súkkulaði út í, ásamt vanilludropunum og hrærið rjómanum varlega saman við með sleif, frystið t.d í jólakökuformi. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.