Feykir


Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 14

Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 14
14 Feykir 11/2012 Gersemar á næstu grösum Kvenfélög eru með elstu félagasamtökum landsins. Hlutverk þeirra var í upphafi að vera einhvers konar líknarfélög þar sem konurnar öfluðu fjár og deildu til þeirra sem minna máttu sín í þeirra samfélagi og studdu við þá er stóðu höllum fæti. Hlutverk þeirra var einnig að standa fyrir ýmsu menningarstarfi í sveitunum og að efla samkennd og samskipti meðal íbúanna. Kvenfélög starfa enn eftir sínum fornu hugsjónum, sem þau byggðu á í upphafi, samhjálp og stuðningi við þá sem eiga í erfiðleikum. Fundir eru haldnir þar sem félags- andinn og tengslin milli félags- kvenna eru efld og konur skemmta sér saman. Auðvitað fer félagsandinn í hverju félagi fyrst og fremst eftir konunum sjálfum og það er á þeirra valdi hversu virkt og skemmtilegt félagið er. Ekki má svo gleyma ferðunum sem farnar eru til að víkka sjóndeildarhringinn og auka samstöðuna innan félagsins. Kvenfélag Hólahrepps fór eina slíka ferð nýlega. Venjan er sú að slíkar ferðir eru gjarnan farnar í aðra landshluta sem er verulega gott og blessað. En þess verður að gæta að ferðirnar komi ekki of hart niður á efnahag félagsins. Niðurstaðan varð því; helgarferð á Blönduós. Það var ekki laust við að sumir flissuðu þegar við sögðum frá þessari ferðaáætlun, mörgum þótti heldur ólíklegt að þetta gæti orðið spennandi ferð. Það fór þó svo að við komumst ekki einu sinni yfir að gera allt sem okkur langaði til að gera eða skoða allt sem var í boði. Fyrsti viðkomustaður okkar var Spákonuhofið á Skagaströnd þar sem Sigrún og Dagný tóku á móti okkur. Sigrún fór á flug er hún sagði okkur sögu hússins og oft mátti sjá glampa í augum hennar þegar gamlar sögur frá skemmtanahaldi í húsinu áður fyrr bar á góma. Saga Þórdísar spákonu var sögð af þvílíkri innlifun að okkur kvenfélags- konum fannst á köflum að við værum beinir þátttakendur í henni. Að sjálfsögðu var við hæfi að þær spákonur kíktu lítillega í lófa okkar og urðum við þar margs vísari um eigin skapgerð og eiginleika. Spákonuhof er alveg ein- staklega vel heppnað fyrirbæri, sérstaklega skemmtilega hann- að og myndskreytingin við sögu Þórdísar spákonu glæsi- leg. Spákonuhofið er frábært dæmi um hvernig góð hug- mynd getur orðið að veruleika með óbilandi elju og bjartsýni . Þær Sigrún og Dagný sýndu okkur síðan elsta hús á Skaga- strönd, Árnes, fallegt, pínulítið nýuppgert hús sem hýsti áður fyrr stórar fjölskyldur. Þar feng- um við skemmtilegar sögur og lýsingar af lifnaðarháttum fyrri tíma. Við kvöddum þær stöllur innilega glaðar og þakklátar fyrir dásamlega stund. Því næst var haldið í Kvennaskólann á Blönduósi Kvenfélag Hólahrepps á faraldsfæti þar sem Jóhanna Pálmadóttir tók á móti okkur. Þar fengum við afar skemmtilega frásögn af Vatnsdælureflinum og tilurð hans. Að sjálfsögðu rifjuðum við upp forna kunnáttu okkar í útsaumi og tókum nokkur spor í refilinn og fengum skráð afrek okkar á því sviði í bók. Vatns- dælurefillinn er annað gott dæmi um hugmynd, sem gæti í fyrstu virst óframkvæmanleg en er hrint í framkvæmd af einstökum dugnaði og elju- semi. Að saumaskap loknum sýndi Aðalbjörg, fyrrverandi skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, okkur húsið þar sem sjá má margar heimildir um það stórmerkilega starf sem þar fór fram. Nokkrar okkar hétu því hátt og í hljóði að koma aftur við tækifæri, gista í skólanum, sauma meira í refilinn og kynna sér enn frekar sögu kvennaskólans. Nú var svo áliðið dags að ekki gafst tími til að skoða Heimilisiðnaðarsafnið, en það er næg ástæða til að fara aðra ferð á Blönduós. Í stað þess kvöddum við dyra hjá mikilli hagleikskonu, Hrefnu Aradótt- ur, en úr höndum hennar spretta margvíslegustu fígúrur sem hún tálgar úr allskonar efniviði. Mátti þar líta allt frá jólasveinum til fermingarbarna og brúðhjóna. Dásamlegt handverk. Þorsti og hungur var nú farið að gera óþyrmilega vart við sig svo ákveðið var að fara í næturstað til Lárusar Glað- heimabónda á Blöndubökkum og slá á sárustu hungurverkina með rjómabollum sem ein okkar hafði verið svo forsjál að taka með sér. Eftir fjölbreyttar vangaveltur um lífið og tilveruna og spjall um viðburði dagsins sem við allar vorum himinsælar með, lá leiðin á Pottinn, veitingastaðinn góða á Blönduósi. Eftir að hafa heilsað upp á Eyvind og Höllu í hinni stórkostlegu Eyvindar- stofu nutum við hins ágætasta kvöldverðar á neðri hæðinni og má segja að við höfum átt stað- inn. Þar af leiðandi gátum við hagað okkur að vild, þó innan allra velsæmismarka eins og kvenfélagskonum sæmir. Það voru sælar og glaðar konur sem yfirgáfu litla gisti- húsið á Blöndubökkum þar sem þungur niður árinnar hafði fylgt okkur inn í drauma- landið kvöldið áður. Vorum við sammála um að fullt tilefni væri til annarrar ferðar á Blönduós og Skagaströnd því ekki komumst við yfir að skoða Nes listamiðstöð, Heimilisiðn- aðarsafnið, Hafíssetrið, gamla bæinn, fara í sund, ganga á Spákonufell eða labba út í Hrútey og er sjálfsagt margt enn ótalið sem fróðlegt væri að sjá og reyna. Þetta greinarkorn er ekki skrifað til að fræða lesendur um hvernig kvenfélagskonur í Hólahreppi hinum forna svala flökkunáttúru sinni heldur fyrst og fremst til að benda á að það þarf ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Í næsta nágrenni okkar leynast oft ger- semar sem við höfum e.t.v. óljósa hugmynd um að séu til staðar en höfum ekki komið í verk að skoða. Það fengum við að reyna í þessari ferð. Við færum öllum, er við heimsóttum, bestu þakkir fyrir hlýlegar móttökur og hlökkum til að koma aftur. F.h. Kvenfélags Hólahrepps Björg Baldursdóttir Það er við hæfi að kíkt sé í lófa í Spákonuhofinu. Sumar dubbuðu sig meira upp en aðrar fyrir ævintýri kvöldsins. Niðursokknar í saumaskapinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.