Feykir


Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 12/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði var haldin í sal bóknámshúss Fjölbrauta- skólans sl. þriðjudagskvöld en þar öttu kappi ellefu nemendur úr grunnskólum Skagafjarðar og lásu sögukafla og tvö ljóð. Börnin þóttu standa sig vel og voru sér og skólum sínum til mikils sóma samkvæmt heimasíðu Varmahlíðarskóla og beið dómnefndar því það erfiða hlutskipti að gera upp á milli keppenda. Reynir Eysteinsson Grunn- skólanum austan Vatna á Hólum þótti standa sig best og hlaut fyrir það fyrsta sætið, annað sætið kom í hlut Örvars Pálma Örvarssonar úr Árskóla og þriðja sætið hlaut Kristrún María Magnúsdóttir, einnig í Árskóla. Í viðurkenningarskyni fengu allir keppendur sér- prentaða ljóðabók með ljóð- um Gyrðis Elíassonar og gjafabréf frá Eymundsson. /PF Stóra upplestrarkeppnin Reynir sigraði „Leitað að læknum“ var fyrirsögn í Feyki fyrir skömmu og einn sem les stundum bara fyrirsagnir sá þar efni í vísu. Þess má geta til að koma í veg fyrir frekari misskilning að fréttin var um læknaskort á Króknum. Einlægt gerast örlög ströng illur voði sýndur nú er hafin leitin löng lækurinn er týndur. Vísuna gerði Jói í Stapa. /PF Vísnagaman Týndur lækur? Nes listamiðstöð Greiðir dvalargjald í Þýskalandi Nes listamiðstöð á Skagaströnd ætlar að greiða dvalargjald fyrir íslenskan listamann í þýsku listamiðstöðinni, Künstlerhaus Lukas, í Þýskalandi og auglýsir nú eftir umsóknum. Nes listamiðstöð mun greiða fyrir einn mánuð á þessu ári og mögulegir dvalarmánuðir eru júní, júlí, október og nóvember 2012. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 1. apríl nk. á netfangið application@neslist. is. Umsækjendur þurfa að láta fylgja með ferilskrá (CV) á ensku, ásamt verkefnislýsingu á ensku og myndir af tveimur listaverkum sem umsækjandi telur vera einkennandi fyrir sín verk. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrir- spurnir á nes@neslist.is. /BÞ Fjörtíu og átta íbúar Blönduósbæjar hafa skorað á bæjaryfirvöld að gera allt sem þau geta til að halda í æskulýðsfulltrúa bæjarins sem sagt hefur upp störfum. Skorað er á stjórn Blöndu- ósbæjar að taka málið fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfund- um bæjarins og reyna að ná sáttum við æskulýðsfulltrúann. Áskorun íbúanna var lögð fram á fundi bæjarráðs Blöndu- ósbæjar í vikunni en þar kom fram að æskulýðsfulltrúinn hafi sagt starfi sínu lausu á haustmánuðum og miðuðust starfslok hans við 1. mars síðastliðinn. Þar kom einnig fram að bæjarráði sé ókunnugt um ástæður uppsagnarinnar og að æskulýðsfulltrúinn hafi unnið farsælt starf. Leitt væri ef starfslok hans bæri að með ósætti. /Húni.is Blönduós Íbúar skora á bæjaryfirvöld Hundadagmamma skrifar Sóðaskapur hundaeigenda „Í dag sá ég 4x hundaskít á gangstétt og grænum umferðareyjum á hálftíma göngu. Ég get bara ekki skilið hvað fær fólk til að skilja þennan óþverra eftir. Hundarnir verða illa séðir fyrir bragðið og við bæjar- búar viljum þetta ekki“, segir hundamamma á Sauðárkróki í bréfi til Feykis. Það er auðséð að mömm- unni blöskrar sóðaskapurinn og heldur áfram: „Meira að segja Litli Skógur, útivistar- paradísin okkar, er ekki laus við þetta. Þar leika börnin sér og almenningur á að geta gengið þar um án þess að eiga á hættu að stíga í hundaskít eða þá að sjá hann í okkar fallega útivistarreit. Auk þess eiga hundar alls ekki að vera þar lausir og angra fólk sem er þar á ferð. Hundaeigendur, þið sem ekki þrífið upp skítinn, hættið þessum sóðaskap og hreinsið upp eftir þessi fallegu dýr og hafið þau í taumi!“ /PF Framsagnarkeppnin í Húnavatnssýslum Blönduskóli hlaut skjöldinn Framsagnarkeppnin í Húnavatnssýslum var haldin þann 15. mars á Húna- völlum en Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn, eins og fram kemur á heimasíðu Húnavallaskóla. Keppendur lásu brot úr skáldverki eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, ljóð eftir Gyrðir Elíasson og ljóð að eigin vali. Þrjú efstu sætin hlutu: 1. Þórunn Erla Guðmundsdóttir – Blönduskóla 2. Páll Halldórsson – Höfðaskóla 3. Eymundur Lórens Grétarsson – Höfðaskóla Sigurvegararnir hlutu gjafabréf í verslunum Eymundsson og gjafabréf frá Pottinum Restaurant Blönduósi. Síðan fengu allir keppendurnir tvenn bókaverðlaun og skólarnir gáfu Ljóðasafn eftir Stein Steinarr og Félag íslenskra bókaútgefenda gaf bókina Nokkur ljóð eftir Gyrðir Elísson. Keppnin var tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritar, og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal og að lokum var farandskjöldur afhentur sem gefinn var af sjóði sem stofnaður var til heiðurs Grími. Sá skóli sem hlýtur 1. sætið varðveitir skjöldinn fram að næstu keppni en það kom í hlut Blönduskóla að þessu sinni. /BÞ Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSING Heyrúllur til sölu 15 rúllur af þurrkuðu heyi frá sl. sumri og 28 rúllur af ársgömlu heyi til sölu. Um er að ræða harðar rúllur. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 6624343. Húnvetnska liðakeppnin Lið 3 vann með yfirburðum Á síðasta móti Húnvetnsku liðakeppninnar sem fór fram sl. föstudagskvöld vann Lið 3 með yfirburðum en þá var keppt í fimmgangi og tölti. „Skemmtileg stemming var í höllinni og margir glæsilegir hestar og knapar sýndu frábærar sýningar,“ segir í fréttatilkynningu. Lið 3 fékk 73,5 stig á mótinu, lið 2 fékk 39,5 stig, lið 4 25 stig og lið 1 22 stig. Lið 3 er því orðið langefst í keppninni fyrir lokamótið með 168 stig, næst kemur lið 2 með 135 stig, lið 1 í þriðja sæti með 121,5 stig og lið 4 með 109,5 stig. Grunnskólakeppni Norðurlands vestra Úrslit ráðast á Blönduósi Annað mótið í Grunnskóla- keppni Norðurlands vestra var haldið í Reiðhöllinni Svaða- stöðum sl. sunnudag. Haft var á orði hve gaman er að sjá hve krakkarnir eru færir að stjórna og sitja hrossin bæði í forkeppni og úrslitum. Það gerðist í einni b-úrslitaviðureigninni að átta keppendur voru inná í einu þar sem fjórir voru með sömu einkunn eftir forkeppnina. Þriðja og síðasta mótið verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sunnu- daginn 25. mars næstkomandi klukkan 13:00. Keppnisgreinar eru þrautabraut, smali og skeið. Hestamannamót Vetrarleikar Neista á laugardaginn Vetrarleikar Neista verða haldnir á Svínavatni laugar- daginn 24. mars næstkomandi klukkan 13.00 en fresta þurfti leikunum 11. mars síðastliðinn vegna veðurs. Næstkomandi laugardags- HESTAMOLAR > www.feykir.is/hestar kvöld fer fram hið árlega Áskorendamót Riddara í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki og hefst klukkan 20:00. Sjá nánar hestaumfjöllun á Feykir.is. /PF & BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.