Feykir


Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 5
12/2012 Feykir 5 ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Muggi NAFN: Guðmundur St. Ragnarsson, betur þekktur sem ,,Muggi“ á gömlu heimaslóðunum. ÁRGANGUR: Ég kom í heiminn á hinu heilaga ári 1969. FJÖLSKYLDURHAGIR: Faðir Ragnars Darra (18) og Gylfa Steins (15). Á heimilinu eru 2 norskir skógarkettir, Atlas von Ásvallagata og Ottó Fýrsson. BÚSETA: Ásvallagata, 101 Reykjavík. STARF / NÁM: Ég starfa sem lögmaður í Reykjavík hjá Versus lögmönnum og Verjendum. Lögfræðingur frá HÍ og stúdent frá FáS (nú FNV). BIFREIÐ: Gráleit af millistærð, ættuð frá landi sólarinnar. HESTÖFL: Mættu vera fleiri. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Að verja mann og annan. Hvernig hefurðu það? Svona B+ takk fyrir. Hvernig nemandi varstu? Ég fékk ávallt topp einkunn fyrir hegðun enda vel upp alinn við ósa Blöndu. Annars oftast B+ nemandi. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Að bekkjarbróðir minn og pabbi hans voru mjög uppteknir af því að skoða og læra á fermingargjöfina (Casio tölvuúr) í athöfninni miðri. Annars var tilfinningin bara góð að staðfesta skírnina. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Íþróttakennari. Hvað hræðistu mest? Að himn- arnir falli á hausinn á mér og að bensínlíterinn hækki á morgun, og hinn og hinn… Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Back in Black (AC/DC). Sú besta er The Bends með Radiohead. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kariókí? Það er ekki séns! Mér þykir vænt um fólk. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Mér finnst gaman af American Idol sem er ákveðin þversögn í ljósi síðasta svars. Hvað fer helst í innkaupakröfuna sem ekki er skrifað í tossa- miðann? Fanta, 2 lítra. Hvað er í morgunmatinn? Hafra- grautur með rúsínum og eplum. Uppáhalds málsháttur? Víst ávallt þeim vana halt, að vera hress og drekka malt! Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Viggó Viðutan klárlega. Finn líka til samkenndar með Ástríki gallvaska þótt ég noti ekki stera eða fíkniefni. Hver er uppáhalds bókin þín? Biblían er bók bókanna. Lord of the Rings kemur næst. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… Hef langað til að fara til Colorado og Utah, fylkja í Bandaríkjunum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvatvís og að eiga erfitt með að segja nei. Svara með tveimur svörum þegar ég er spurður einnar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki og þröngsýni. Enski boltinn – hvaða lið og af hverju? Liverpool. Liðið valdi mig - óumflýjanleg en yndisleg örlög árið 1974. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Lionel Messi er ótrúlegur íþróttamaður, goðsögn í lifandi lífi og heilsteypt persóna. Michael Jordan var frábær þegar hann var í NBA. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Það bíður mín ekkert brúðarval í Búðardal þannig að það hlýtur að vera Diskó Friskó enda ljómandi hressandi. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Winston Churchill (og líka J.R.R. Tolkien). Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? iPhone með GPS, Biblíuna og vel byggðan árabát. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Ég vildi bara vera ofurhetja – saga lögfræðings úr Húnaþingi.“ ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Tindastóll og Þór Þorláks- höfn mættust í skemmti- legum körfuboltaleik í Síkinu sl. föstudagskvöld. Grindavíkurbanar Benna Guðmunds mættu fjallbrattir til leiks eftir að hafa á dögunum lagt meistarana úr Grindavík öðru sinni í vetur, höfðu þó ekki erindi sem erfiði gegn Stólunum sem hafa þrívegis lagt spræka Þórsara í parket í vetur. Þeim finnst því sennilega skemmtilegra að mæta meisturunum en Tindastólsmönnum. Úrslit kvöldsins voru 97-80 fyrir Tindastól en leikurinn var jafn og spennandi framan af en í fjórða leikhluta tóku Stólarnir völdin. Stig Tindastóls: Miller 25 stig/7 fráköst, Allen 25/9, Tratnik 11/10, Hreinsi 9, Helgi Margeirs 8, Rikki 7, Þröstur 6 og Helgi Rafn 6/8. Á sunnudagskvöld heimsótti Tindastóll Snæfellinga í Stykkishólm í baráttuleik en bæði lið gerðu tilkall til sjötta sætis í Iceland Express deildinni. Með sigri hefðu Stólarnir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en tap varð staðreynd eftir að Snæfell átti Iceland Express deildin Stólarnir öruggir góðan endasprett í leiknum. Lokatölur í Hólminum voru 89-80. Stig Tindastóls: Allen 28, Miller 20, Helgi Freyr 7, Hreinsi 6, Þröstur 6, Helgi Rafn 6, Tratnik 4 og Rikki 3. Öruggir í úrslitakeppnina Ljóst er að eftir leik ÍR og Keflavíkur sl. mánudagskvöld er Tindastóll kominn áfram í úrslitakeppnina þar sem ÍR, sem mögulega gat náð Tindastóli að stigum, tapaði sínum leik. Í kvöld koma Njarðvíkingar í heimsókn á Krókinn og ræðst þá hvort Tindastóll haldi 7. sætinu eða missi það til gestanna sem nú sitja í 8. sæti. /PF & ÓAB Fyrsti leikur lengjubikarsins hjá Meistaraflokki kvenna í Tindastól fór fram í Boganum á sunnudags- kvöld er stelpurnar mættu liði Hattar frá Egilsstöðum. Þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast 5-0 segir Pétur Björnsson þjálfari liðsins að batamerki væri á liðinu frá síðasta æfingaleik sem var við Þór Ak. -Mörk Hattar komu eftir stungusendingar inn fyrir vörnina og eitt úr horni. Okkar lið var þó líka að sækja og það gefur góð fyrirheit. Það er greinilegt að flestar eru að komast í gott líkamlegt form þó svo að við eigum eftir að vinna í snerpu og hraða. Stelpurnar hafa verið að lyfta frá því í janúar og vinna í þrekþættinum og því eru þær ekki eins snarpar og ætlast er til að þær verði þegar undir- búningstímabilinu lýkur. En framundan er að vinna í taktík liðsins og gera það að heil- steyptri liðsheild fyrir Íslands- mót, segir Pétur en stelpurnar munu spila æfingaleik við Álftanes 30. þessa mánaðar. -Síðan verðum við á æfingum á Akranesi í tvo daga eftir það og svo munum við fara í æfinga- ferð til Spánar um páskana, þar sem einnig verður spilað við spænskt lið, en aðal atriðið í þessum tveimur ferðum er að komast á völl í fullri stærð og geta unnið í taktík liðsins. Við Tuðruþeytingur Tap í fyrsta leik hjá stelpunum ÍÞRÓTTAMOLAR Frjálsíþróttasambands Íslands Friðrik heiðraður fyrir vel unnin störf Friðrik Steinsson, formaður Frjálsíþróttaráðs UMSS, var heiðraður á þingi Frjáls- íþróttasambands Íslands sem haldið var á Selfossi dagana 16.-17. mars. Friðriki var fært silfurmerki FRÍ fyrir vel unnin störf í þágu frjálsíþróttanna, samkvæmt heimasíðu Tinda- stóls. Á þinginu var einnig kjörinn nýr formaður FRÍ, Jónas Egilsson og Ásbjörn Karlsson var endurkjörinn formaður laganefndar FRÍ. Jónas hefur verið framkvæmd- astjóri sambandsins frá 2010 og gegndi áður formennsku á árunum 1997-2006. /BÞ Mikið um að vera á skíðunum Unnu til fjölda verðlauna Skíðadeild Tindastóls sendi keppendur á Jónsmót 9-12 ára og meistaramót SKÍ 11-12 ára á Dalvík um síðustu helgi. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafns- sonar formanns skíðadeildar Tindastóls stóðu þau sig öll vel og unnu til fjölda verðlauna á mótunum. Margt skemmtilegt er framundan hjá skíðadeildinni en um næstu helgi verður haldið Sauðárkróksbakarís- mót í Tindastóli þar sem allir sem vilja geta verið með. Keppt verður í öllum aldurs- flokkum bæði í svigi og stór- svigi. /PF Sund Skriðsund fyrir fullorðna Sunddeild Tindastóls býður fullorðnu fólki upp á skriðsundsnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna, sem og þeim sem vilja bæta tækni í öðrum sundgreinum. Byrjað var sl. þriðjudag en kennari er Sigurjón Þórðarson. /PF verðum að gera okkur grein fyrir því að stelpurnar hafa ekki sama möguleika og önnur lið til að vinna markvisst í taktík vegna vallaraðstæðna og því verðum við að nýta tímann vel þegar við komumst á velli í fullri stærð. Pétur segir að stelpurnar eigi mikið lof skilið fyrir dugnaðinn í vetur, þær hafi verið mjög samviskusamar við æfingar og ekki vílað fyrir sér að mæta í ræktina snemma á morgnanna og er hann bjartsýnn á það að vinna vetrarins og sú vinna sem framundan er eigi eftir að skila stelpunum góðum úrslitum í sumar. Nokkrar breytingar hafa verið á liðinu frá fyrra tímabili og má þar nefna að Rakel Hinriksdóttir Más Jónssonar á Syðstu-Grund kemur frá KA/ Þór og þá er ljóst að Tóta mun ekki verja markið í sumar þar sem erfingi er á leiðinni hjá henni. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.