Feykir


Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 12/2012 Hönnunarkeppni í félagsmiðstöðinni á Hofsósi Ýmislegt varð að skrauti Fyrir skömmu var haldin í félagsmiðstöðinni á Hofsósi keppni í hönnun og stíl og tókst vel að sögn aðstandenda. Fimm þriggja manna lið kepptu sín á milli og er óhætt að fullyrða að það sé góð þátttaka í svo litlum skóla sem raun ber vitni. -Hvert lið fékk eins poka með ýmsum hlutum sem þau þurftu að nota í hönnuninni og var einstaklega gaman að sjá hvernig þau notfærðu sér þá á fjölbreytta vegu, segir Valdís Hálfdánardóttir starfsmaður hjá frístundasviði sem aðstoðaði keppendur en pípuhreinsarar urðu að hálsmenum, blöðrur að hárskrauti og krempappír að hátískuskarti hjá þeim. Liðin höfðu tvær klukkustundir til að fullvinna módelið og veitti dómnefnd tvenn verðlaun, fyrir 1. sæti og fyrir frumlegustu hugmyndina. Myndir: Valdís /PF Árshátíð Varmahlíðarskóla í Miðgarði Ungir og upprennandi Krakkarnir í Varmahlíðarskóla sýndu stjörnuleik fyrir fullu húsi þegar Árshátíð yngri nemenda skólans var haldin sl. laugardag. Leikritið sem krakkarnir sýndu kallast Ljónið og er leikgerð byggð á vinsælu Disney teiknimyndinni Konung ljónanna, í íslenskri þýðingu Ólafs S. K. Þorvaldz. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir sá um leikstjórn. Nemendur og starfsfólk skólans lögðu greinilega heilmikla vinnu í að gera sýninguna sem glæsilegasta og augljóslega miklar æfingar sem liggja að baki. Áhorfendur nutu sýningarinnar í botn, þar var mikið hlegið og klappað og börn í salnum fylgdust heilluð með leikritinu. Hér má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður Feykis smellti af ungu og upprennandi leikurunum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.