Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 13/2012 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Með mörg járn í eldinum Stefán Gísli og Unnur reka Menningarhúsið Miðgarð Stefán Gísli Haraldsson og Unnur Gottsveinsdóttir tóku nýverið við rekstrinum á Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð og gegna því mikilvæga hlutverki að halda utan um fjölbreytta viðburði og tónleika í þessum rótgróna menningar- og skemmtistað Skagfirðinga. Blaðamaður Feykis leit við hjá parinu unga í nýreistu húsi þeirra í Brautarholti og fræddist lítið eitt um þau sjálf, þau krefjandi verkefni sem framundan eru og áform þeirra í framtíðinni. Stefán Gísli er Skagfirðingur í húð og hár, sonur hjónanna Haraldar Stefánssonar og Ragnheiðar G. Kolbeins, loðdýra og sauðfjárbænda í Brautarholti. Brautarholt er rétt fyrir utan Varmahlíð og þar gekk Stefán Gísli í skóla og síðar í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, þar sem hann lauk nýverið námi af tréiðnabraut. Hann hefur í gegnum tíðina unnið við ýmis störf, m.a. vörubílaakstur og vélavinnu og mikið við smíðar í seinni tíð. „Svo hef ég verið að vinna við ýmiskonar búskaparstörf. Ég hef verið að vinna við minkinn frá því ég var ungur, svo hef ég verið að mjólka fyrir einn mann hér í sveit, séð um kindur fyrir annan, verið í fjárflutningum og margt fleira – já, það er alltaf nóg að gera,“ segir Stefán Gísli og brosir. Unnur tekur undir: „Ég held hann hafi verið með átta vinnuveitendur í fyrra,“ segir hún og hlær. Unnur er fædd og uppalin í Mosfellsbæ en foreldrar hennar eru Gottsveinn Gunnlaugsson rafvirki og Jónína Guðný Árnadóttir þroskaþjálfi. Sem stelpa var hún í Varmárskóla og svo í Menntaskólanum við Sund. Hvernig lágu leiðir þínar í Skagafjörð? „Ég fór í skíðaferð til Ítalíu ásamt foreldrum mínum árið 2008 og hitti þar Svanhildi Pálsdóttur, eiganda Hótels Varmahlíðar. Það barst í tal að ég væri á leið til Austurríkis að vinna á hóteli seinna um árið og þá bauð Svana mér vinnu á hóteli sínu um sumarið og ég þáði það,“ svaraði Unnur. „Við strákarnir í sveitinni kíkjum stundum á hótelbarinn á kvöldin yfir sumartímann og þar hitti ég Unni,“ bætir Stefán Gísli við kankvís á svip. Eftir sumarið hélt Unnur svo út til Austurríkis en snéri fljótlega aftur til Varmahlíðar og settist alfarið að vorið 2009. Um haustið hóf hún svo nám í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og vinnur nú að lokaritgerð sinni og stefnir á að útskrifast í vor. Vilja virka og fjölbreytta starfsemi Þegar Stefán Gísli og Unnur sáu auglýst eftir rekstraraðilum á Miðgarði langaði þau strax að sækja um. „Það kom einhvernvegin aldrei neitt annað til greina, þetta hentaði okkur svo rosalega vel og við töldum okkur vel geta tekið við þessu,“ segir Stefán Gísli og bætir við að þetta falli einnig vel að því sem Unnur hafi verið að læra í ferðamálafræðinni, t.d. hvað snýr að því að finna sóknartækifæri í tengslum við ferðamennsku á svæðinu, markaðssetningu og skipulagningu á litlum eða stórum viðburðum. Þá sé tvímælalaust kostur að búa svo stutt frá Miðgarði og geta skotist með stuttum fyrirvara ef svo ber undir og ekki sé verra að vera uppalinn á svæðinu og þekkja vel til fyrirtækja og íbúa svæðisins. „Okkur fannst þetta mjög spennandi verkefni og bjóða upp á mikla möguleika,“ segir Unnur. Þrír aðilar sóttu um reksturinn á Miðgarði auk Stefáns Gísla og Unnar, en eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að það félli í þeirra hlut, hófst að þeirra sögn þónokkur skipulags- og pappírsvinna sem hefur gengið mjög vel. „Það er búið að vera rosalega mikið um að vera í Miðgarði frá því við tókum við rekstrinum og við erum að komast inn í þetta,“ segir Stefán Gísli. „Hér hafa verið haldnir allskonar viðburðir, eins og leiksýningar, tónleikar, þorrablót, árshátíðir og ýmsir lokaðir viðburðir. Svo styttist í Sæluviku en þá verður mjög margt í boði,“ segir Unnur og bætir við að einnig sé verið að bóka húsið undir menningarviðburði utan frá, t.d. stefnir Karlakór Dalvíkur á að halda þar spennandi rokktónleika þann 19. maí og Gospelkór Akureyrar tónleika

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.