Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 9
13/2012 Feykir 9 Næturgárun Gillon með nýja plötu Út er komin platan Næturgárun með Gillon en bak við það listamanns- nafn leynist Skagfirðingurinn Gísli Þór Ólafsson. Næturgárun er fyrsta plata höfundarins sem áður hefur gefið út fimm ljóðabækur á tímabilinu 2006- 2010. Gísli er einn úr áhöfn hinnar mögnuðu hljómsveitar Contalgen Funeral sem hefur gert garðinn frægan á útvarpsstöðvum landsins. Feykir sendi Gillon nokkrar laufléttar spurningar í tilefni útgáfunnar. Hvernig myndir þú lýsa Næturgárun? Platan er safn níu laga sem samin voru á tímabilinu 1997-2010 og valin framyfir tvær aðrar plötuhugmyndir sem eru á teikniborðinu. Mig langaði til að fyrsta platan væri ögn aðgengilegri en hinar plötuhugmyndirnar tvær og valdi efni á hana með það í huga. Hvort kemur á undan lagið eða ljóðið? Vanalega samdi ég hvorttveggja samtímis þegar ég var yngri og var duglegri við það áður að setjast niður við þá iðju, en með tímanum hefur ferlið oft verið lengra frá hugmynd að lagi. Ef ég les ljóð og finnst vera lag í því þá sem ég lag við það og hefur það reynst mér vel, en frekar við ljóð eða texta annarra. Ég sem sjaldan texta einungis til þess að semja lag við hann og eru útgefin ljóð mín enn að mestu leyti aðskilin tónlistinni, þ.e. ekki með hrynjanda eða hljómfalli. Setur þú þig í stellingar við listsköpunina eða kemur þetta að einhverju leyti af sjálfu sér? Þegar ég var yngri þá fór ég stundum í þá stemningu að semja lag, sem líka atvikaðist þegar ég var æfa mig og taka lög eftir aðra og kannski ruglaðist á tón eða hljómi (hljómagangi) og úr varð hugmynd að lagi. Auk þess hafa kveikjur af lögum orðið með þeim hætti að ég fæ frasa í hugann (frekar en beint laglínu) eða línur sem gætu verið vænleg byrjun á texta og sest niður og sem lag og texta. Með tímanum (í sumarfrí- um) hef ég reynt að rækta þessa aðferð við leikritaskrif, þ.e. skrifa samtöl eða senur og semja svo lag sem mér finnst að það eigi að vera lag. Þetta er mjög skemmtilegt og felur í sér að það sprettur ætíð eitthvað fram sem kemur á óvart. En því miður er þetta eitthvað sem ég hef ekki ræktað nógu mikið. Áttu þér eitthvert uppáhalds lag á plötunni? „Ást á internetinu“ er mjög persónulegt og ég hafði erfiða útsetningaleið í huga, en með Fúsa gekk þetta upp og ég varð mjög glaður þegar það lifnaði við – einskonar losun. Vegna aldurs sumra laga þá get ég stundum hlustað á þau hlutlaust og er lagið „Næturkossar“ dæmi um slíkt, en það lag er rúmlega 10 ára gamalt og poppaði það upp í tiltekt þegar ég var að yfirfara lögin mín af kassettum yfir á diska fyrir nokkrum árum. Seiðandi gítartónar Fúsa í lögunum „Fjólubláir draumar“ og „Um mann og konu“ eru einnig aðlaðandi. Hvar er hægt að nálgast Næturgárun? Hún er til í Skagfirðingabúð, í Móðins – hárstofu (hjá Agnesi), hjá B. Har og í Smekkleysu og 12 tónum fyrir sunnan. Einnig er hægt að senda mér póst á netfangið thorgillon@gmail. com og svo er ég alltaf með eintök í töskunni og fólk getur kíkt við á skjalasafnið þar sem ég vinn. Hvað er í deiglunni? Contalgenið er að fara að spila á Blúshátíð í Reykjavík í byrjun apríl og leggja lokahönd á plötu og svo förum við Fúsi að grunna mína næstu sólóplötu sem á að innihalda lög mín við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók hans Þrítengt sem kom út árið 1996, en ég samdi þessi lög í blábyrjun árs 1999 í kompunni við frystikistuna í Raftahlíðinni, utan eitt sem kom árið 2007 er ég leigði með innbúi á Öldustígnum en þar var píanó Ögmundar Svavarssonar í stofunni og lagið kom eitt kvöldið. Hvaðan kemur listamannsnafnið Gillon? Við vorum nokkrir félagarnir að sötra bjór á Dillon í Reykjavík þegar ég var í háskólanum. Árið var 2003 og þá um haustið birtist í fyrsta skiptið ljóð eftir mig, „Ást á suðurpólnum“ í Lesbók Morgunblaðsins. Mig langaði að aðskilja ferlana eða greinarnar með nafni, en tónlist hefur alltaf fylgt mér frá því að ég var krakki og er í raun nr. 1 þrátt fyrir skemmtilegt daður við leiklistar- og ljóðlistargyðjurn- ar, og þarna á Dillon (eða á leiðinni heim eftirá) spratt nafnið Gillon uppí hugann. /PF M Y N D A .L L e P el le c Í blíðunni síðastliðinn laugardag fóru nokkrir félagar úr björgunar- sveitinni Húnum ásamt öðrum góðum ferðafélögum vestur á Holtavörðuheiði og var fyrsta verkefnið að komast upp á Tröllakirkju og sinna viðhaldi á VHF endurvarpa björgunarsveit- anna. Hann er staðsettur á toppi fjallsins (1.001 m.y.s.) og hafði verið bilaður um nokkurn tíma. Á heimasíðu Húna segir að ekki hafi viðrað þar til nú til að sinna viðhaldi á endur- varpanum en vel gekk að koma honum í lag og prófanir gáfu til kynna að hann virkar jafnvel og áður. /PF Vestur-Húnavatnssýsla Húnar á Tröllakirkju Þriðja og síðasta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið sl. sunnudag í Reiðhöllinni á Blönduósi og var það Varmahlíðarskóli sem bar þar sigur úr býtum. Frábær þátttaka var á mótinu og góð stemming. Veður var gott og létu krakkarnir það ekki á sig fá þótt það hafi rignt í örstutta stund, segir á heimasíðu Neista. Í heildina voru um 60-70 krakkar sem tóku þátt í hverju móti fyrir sig í vetur. Sem fyrr segir var það Varmahlíðarskóli sem vann stigakeppnina og er þetta fjórða skiptið í röð sem þeir sigra og hafa því alltaf unnið. Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð og þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunn- skólaaldri sem búa á svæðinu og keppa í nafni þess skóla sem þau stunda nám við. Skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti. Stigakeppnin fór svo: 1. sæti Varmahlíðarskóli 105 stig 2. sæti Grsk. Húnaþings vestra 94 stig 3. sæti Húnavallaskóli 78 stig 4. sæti Árskóli 42 stig 5. sæti Blönduskóli 39 stig 6. sæti Grunnsk. Austan Vatna 21 stig /BÞ Varmahlíðarskóli sigraði í Grunnskólamótinu Fjórði sigurinn í röð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.