Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 13/2012 Landhelgisgæslan á Króknum Skutla stýrimanninum heim Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði að bryggju á Sauðárkróki sl. föstudag og héldu svo út á fjörðinn síðar um kvöldið og héldu þar björgunaræfingu á sjó, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar blaðamaður Feykis spurði skipsmenn í hvaða erindagjörðum þeir væru þá svöruðu þeir: „Við erum að skutla stýrimanninum heim til konu sinnar og barna,“ sögðu þeir og hlógu en sá heitir Pálmi Jónsson og er fæddur og uppalinn á Króknum. Blaðamaður Feykis fékk að líta inn í brúnna og hitti þar fyrir skipstjórann, Einar H. Valsson og sagði hann góðfúslega frá störfum gæslunnar og hvað þeir hafa fyrir stafni um þessar mundir. „Það er komið svo langt síðan við komum hingað á Krókinn síðast að það var kominn tími til að koma hér við,“ segir Einar og bætir við að þeim finnst nauðsynlegt að reyna að koma sem oftast við í hinum ýmsu höfnum landsins til að sýna sig og sjá aðra og til að halda tengslum. Ægir kom síðast á Sauðárkrók þegar skipið átti að flytja ísbjörninn, sem hingað kom á land árið 2009, til Grænlands en ekkert varð þó úr því. „Við erum í ýmsum verkum,“ segir Einar og brosir. „Ég man þegar ég var messadrengur á Tý og við vorum fengnir til að flytja rostung til Grænlands. Hann hafði flækst suður til Hollands og einhverjir náttúruverndarsinnar tóku sig saman og sendu hann með flugi til Keflavíkur og þaðan sigldum við með hann til Grænlands.“ Fjölbreyttar æfingar í Skagafirði Á föstudagsmorgun voru kafarar land- helgisgæslunnar, sem starfa um borð í Ægi, við æfingar við Lundey. „Þeir voru að reyna að hafa upp á skipsflaki sem sökk við Lundey árið 1930 en það voru miklir straumar og hafðist það því ekki að þessu sinni,“ segir Einar. Sem fyrr segir ætlaði skipið svo að halda út aftur um kvöldið til að halda björgunaræfingu á sjó, ásamt þyrlu gæslunnar. Þá ætluðu þeir að stunda sigæfingar með notkun nætursjónaauka en að sögn Einars eru slíkar æfingar haldnar reglulega, eða a.m.k. á 2-3 mánaða fresti, þar sem slík björgun er vandasöm og nauðsynlegt að halda kunnáttunni við. /BÞ Leiksýning 10. bekkjar Árskóla í Bifröst Sérlega vel heppnuð leiksýning Leiksýning um Ronju Ræningjadóttur var til sýningar í Bifröst í síðustu viku og þegar blaða- maður Feykis fór á leiksýninguna var salurinn fullsetinn af börnum sem nutu sýningarinnar til hins ýtrasta. Krakkarnir ýmist hlógu eða iðuðu af eftirvæntingu eftir því hvernig sögunni vatt fram. Leiksýningin var í uppfærslu 10. bekkjar Árskóla, undir leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar og var hún sérlega vel heppnuð. Leikarar stóðu sig með prýði og voru afar sannfærandi, leikmynd og búningar voru einnig mjög flottir og fagmannlega unnir. Allt small vel saman og greinilegt að allir sem að leikritinu komu skemmtu sér vel, ekki síður en gestirnir. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.