Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 11
13/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hefur þú farið í Drangey? [ spurt á Sauðárkróki ] Ingi Sveinn Jóhannessson, 15 ÁRA -Nei, því mamma leyfir mér það ekki. Eyþór Ernir Oddson, 20 ÁRA -Nei, mig hefur samt allt langað til þess. Sigurður Páll Stefánsson, 17 ÁRA -Nei, er alltaf svo upptekinn. Páll Friðriksson, 44 ÁRA -Já, hef farið einu sinni, tók mig langan tíma að komast upp, því ég er svo lofthræddur. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið klapp á bossann! Spakmæli vikunnar Það skiptir ekki máli hve mikið maður aflar, heldur hve miklu maður eyðir. – Aðalsteinn Jónsson Þegar Ýrhildur Jónína gekk í eina sæng með Rúnharði Sveingísla reiknaði hún nú ekki með heilu knattspyrnuliði í mat. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Jamie Oliver (The Naked Chef) einn frægasti sjónvarpskokkur allra tíma er lesblindur. Hann hefur rekið vinsæl veitingahús í Bretlandi og haft áhrif á mataráhuga fólks víða um heim. Sudoku [ Sigurvin Örn og Björgvin Andri ] ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Broddi og Christine kokka Íslensk-þýsk matargerð Matgæðingar vikunnar eru Broddi Reyr Hansen tölvubóndi og áhugabruggari við Háskólann á Hólum og Christine Hellwig deildarstjóri við leikskólann á Hólum, börn þeirra eru Janus Æsir fimm ára og Ylfa Marie þriggja ára. Þau búa á Hólum í Hjaltadal. Þau skora á Jóhann Bjarnason og Laufeyju Guðmundsdóttir á Hólum. „Rétturinn er það matarmikill að forréttur og eftirréttur á hreinlega ekki við hér. Hráefni allt eftir smekk – mæli- einingar eru bara fyrir fólk sem þorir ekki að elda nema eftir matreiðslubókum!“ RÉTTUR 1 Pítsa góða dátans Sveik 1 kg kartöflur 1 msk olía 200 ml grænmetissoð 2 laukar 4 tómatar 2 dl rjómi ostur (rifin) oregano Álegg eftir smekk: pepperoni skinka ferskir sveppir AÐFERÐ Þegar maður finnur ekkert sérstakt til að elda í ísskápnum en langar í eitthvað annað en hafragraut er gott að vita að hægt er að gera kartöflupítsu að hætti Sveiks handa fjölskyldunni. Skera skal niður kartöflur í mjög þunnar sneiðar 1-2 mm, gott er að nota matarhefil í þetta. Setjið olíu á bökunarplötu og dreifið kartöflusneiðunum þannig að þær myndi botn. Hellið soðinu yfir sneiðarnar og setjið í ofninn á 200°C í 25 mín. Á meðan er laukurinn skorinn niður í laukhringi, tómatar skornir í sneiðar. Takið bökunarplötuna úr ofninum eftir 25 mín og setjið lauk, pepperoni, skinku, sveppi á kartöflubotninn, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir. Að lokum skal setja ostinn á, ekki gleyma að krydda með oregano. Pítsan er aftur sett í ofninn (miðju hilluna) á 200°C og bökuð þar til osturinn fer að brúnast. Sveik segir blátt áfram að lokinni máltíð: „Skál fyrir kokkinum,“ og tekur síðan vel á freyðandi tékkneskum Plzen bjór með Saaz humlum og sakadómarinn brosir. RÉTTUR 2 Hessísk kjötsúpa 1 kg svínahakk (eða annað hakk) 6 msk olía 6 stangir blaðlaukur 2 laukar 500 gr. smurostur (papriku og beikon) 2 dollur sýrður rjómi 4 teningar til að gera grænmetissoð 1400 ml vatn salt og pipar AÐFERÐ Sveik býður til veislu, súpa fyrir tíu manns. Setjið olíu í stóran pott. Steikið kjötið vel í pottinum og kryddið með salti og pipar. Skerið laukana í litla hringi og setjið í pottinn á sama tíma og kjötið er steikt. Látið laukinn og blaðlaukinn saman við kjötið og látið malla með kjötinu í fimm mínútur. Búið til grænmetissoð úr vatninu og teningum í öðrum potti, hitið vatnið upp og byrjið að bræða smurostinn í soðinu. Kjöt- og laukkássan er síðan sett út í ostasoðið. Að lokum er sýrða rjómanum blandið saman við og allt látið malla saman í nokkrar mínútur. Súpan er krydduð að lokum með salti og pipar eftir smekk. Ef dátinn Sveik væri Skagfirð- ingur myndi hann fá sér bragð- mikinn freskan Hólabjór eða ískaldan Gæðing frá Útvík með súpu þessari, einnig myndi hann biðja um nýbakað stangarbrauð frá Sauðárkróksbakaríi til að hreinsa diskinn. RÉTTUR 3 Ég er með epli í bögglinum sagði Sveik nokkur epli (eitt á mann) kanilsykur möndluflögur smjör AÐFERÐ Takið kjarnann úr eplunum, til er sérstakt áhald til að hola miðjuna úr eplum sem lítur út eins og rör, en allar aðferðir eru leyfilegar, notið hugmyndaflugið. Setja skal um það bil eina matskeið af möndluflögum í holuna, síðan koma 1-2 matskeiðar af kanilsykri og síðast kemur ein matskeið af smjöri. Raðið eplum í eldfast mót og setjið í ofn við 180° C og eldið í 30 mínútur. Hættulega gott er að hafa ís með þessu! Guten Appetit! Athugið! Síðasta krossgáta var vitlaust gerð og hefur höfundur fengið tiltal. Beðist er afsökunar á mistökunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.