Feykir


Feykir - 04.04.2012, Side 2

Feykir - 04.04.2012, Side 2
2 Feykir 14/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Páskar Til stendur að halda stórtónleika sunnudaginn 22. apríl en söngfólk úr kórum í Austur og Vestur Húnavatnssýslum eru að æfa söngdagskrá fyrir tónleikana sem haldnir verða í Blönduóskirkju og á Hvammstanga. Á efnisskránni er messa Franz Schuberts í 9 liðum auk tónlistar útsettri af Gunnari Gunnarssyni. Stjórnendur kóranna eru Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Sigrún Grímsdóttir og Pálína Fanney Skúladóttir en sr. Sveinbjörn Einarsson verður kynnir. Dagskráin verður nánar auglýst þegar nær dregur. /BÞ Stórtónleikar Krefjandi verkefni Nú fer páskahátíð í hönd og allir hlakka til kærkominna frídaga með ótal veislum og súkkulaðiáti. Öll vitum við hvað gerðist þá daga er merktir eru með rauðu á dagatalinu þ.e. á skírdag, föstudaginn langa og sjálfan páskadag. En páskarnir eiga lengri sögu því samkvæmt Wikipedia eiga páskarnir uppruna í útför Gyðinga af Egyptalandi (Exodus) er Móses leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá faraó, gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands eins og sagt er frá í Biblíunni. Þar segir að Guð hafi sagt Móses að hann ætli að „fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi, bæði menn og fénað“ svo að faraó sleppti gyðingum úr landi. Til þess að Guð gæti þekkt hvar gyðingarnir bjuggu var þeim uppálagt að slátra lambi og ríða blóði þess á dyrastafi hýbýla sinna. Pesah (páskar) hefur í þessum texta verið þýtt sem „framhjáganga“ vegna þess að Drottinn hét að „Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland“. Samkvæmt frásögum í Nýja testamentinu bar handtöku og krossfestingu Jesú upp á páskahátíð gyðinga. Páskalambið varð að tákni fyrir Jesú í hugum kristinna manna því honum var fórnað á sama hátt og lambinu. Það er gott að hafa þetta í huga þegar við kýlum vömbina um helgina. En Kristnir menn halda páskadaginn sem gleði og fagnaðardag því Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar. Gleðilega páska. Páll Friðriksson ritstjóri Varmahlíðarskóli varð hlutskarpastur í sínum riðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri í síðustu viku og er þar með kominn í úrslitakeppnina sem fram fer þann 26. apríl í Laugardalshöll. Skagfirsku skólarnir í Varmahlíð, austan Vatna og á Sauðárkróki röðuðu sér í þrjú efstu sætin en Húnavallaskóli kom þar næstur. /PF Varmahlíðarskóli Í úrslitum í Skólahreysti Húnvetningur tekur sæti á Alþingi Fundir fram á nætur Húnvetningurinn Telma Magnúsdóttir tók sæti á Alþingi í síðustu viku en hún var varamaður fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, sem var stödd erlendis, og starfaði þar í fjóra daga. Telma hafði ekki sest á þing áður og því undirritaði hún drengskaparheit sitt áður en hún settist á þingbekk. Á þingi fékk hún tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi ýmis mál og senda inn skriflegar fyrirspurnir um mál sem varða okkar kjördæmi, ferðaþjónustu og náttúru- vernd. „Þetta var skemmtileg upplifun og ég er reynslunni ríkari. Það er vissulega margt sem kom á óvart, bæði jákvætt og neikvætt,“ sagði Telma og bætir við að hún telji það vera hollt að setjast þarna inn í svo stuttan tíma, því viðkomandi sér hlutina líklega í allt öðru ljósi en þeir sem hafa verið þarna í lengri tíma. „Maður tekur þátt af fullum krafti en á sama tíma horfir á úr fjarlægð. Það eru margir hlutir sem ég myndi vilja sjá unna á allt annan hátt en tíðkast nú en um leið átta ég mig á að því verður ekki breytt svo auðveldlega,“ segir Telma. „Mér myndi til dæmis þykja vænt um að sjá þingmenn og -konur bera meiri virðingu fyrir hvort öðru.“ Viðtal við Telmu verður birt í næsta tölublaði Feykis. /BÞ Skagfirska hljómsveitin Funk that Shit! hafnaði í þriðja sæti í Músíktilraunum 2012 á úrslitakvöldi keppninnar í Austurbæ sl. laugardags. Gítarleikar sveitarinnar, Reynir Snær Magnússon, hlaut nafnbótina Gítarleikari Músík- tilrauna 2012 og Guðmundur Ingi Halldórsson, félagi hans úr Funk that Shit!, var valinn besti bassaleikarinn. Á heimasíðu Rúv.is kemur fram að hljómsveitin RetRobot hafi fagnað sigri í keppninni og í öðru sæti varð hljómsveitin Þoka. Hljómborðsleikari Músíktilrauna er Heimir Klemensson úr Þoku, trommari ársins var valinn Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr White Signal og rafheili ársins er Daði Freyr Pétursson úr RetRobot. Söng- varaverðlaunin hlaut Agnes Björgvinsdóttir úr hljómsveit- inni Þoku. Hljómsveit fólksins var hljómsveitin White Signal en hún var valin í símakosningu. /BÞ Músíktilraunir 2012 Funk that Shit! í þriðja AÐSENT FRÉTTATILKYNNING FRÁ KVENFÉLAGI SEYLUHREPPS Kvenfélag Seyluhrepps 80 ára Nýlega var haldinn í Miðgarði aðalfundur Kvenfélags Seyluhrepps. Þau mannaskipti urðu í stjórn að við formennsku tók Sigríður Helgadóttir í Víðiholti af Elínu Sæmundsdóttur, Ytra-Skörðu- gili. Er stjórnin þannig skipuð nú að formaður er Sigríður Helgadóttir, Víðiholti, gjaldkeri er Jóna Ó. Jónsdóttir, Varma- hlíð og ritari er Linda Björns- dóttir, Halldórsstöðum. Skráðir félagar eru nú 34 og hefur félagatalan aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Á þessu ári verður Kven- félagið 80 ára og í tilefni þess færði það Grunnskólanum í Varmahlíð nokkra fjárupphæð sem verja skal til heimilisfræði- og textíl kennslu skólans. Við gjöfinni tók Ágúst Ólason skólastjóri. Þess má geta að á síðasta ári var veitt úr Minningarsjóði Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli, peningaupphæð til Tón- listarskólans í Varmahlíð sem varið var til kaupa á nýju raf- magnspíanói sem notað er við kennslu þar. Minningarsjóð- inn stofnaði Kvenfélagið til heiðurs sínum fyrsta formanni. Á myndinni eru þær konur sem færðu skólanum gjöfina, frá vinstri talið: Elín, Jóna, Sigríður auk kennaranna Þyreyjar handmenntakennara og Bryndísar heimilisfræðikennari. Nemendafélag FNV Ósátt vegna Söngkeppni fram- haldsskólanna Stjórn Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er afar ósátt við hvernig mál hafa þróast vegna Söngkeppni framhaldsskólanna en hún hefur tekið breytingum frá því sem verið hefur. Lögin verða nú tekin upp og sýnd á Mbl.is og þeim gefið atkvæði með sms kosningu. Keppnin hefur verið haldin á Akureyri síðustu fimm ár og tekist vel að flestra mati en nú er ætlunin að hún fari fram í Reykjavík. Þeir tólf flytjendur sem fá flest atkvæði fá að taka þátt í aðalkeppninni sem fram fer 21. apríl í beinni útsendingu á RÚV en ljóst má vera að fjölmennustu skólarnir hljóta að hafa forskot á hina smærri í sms kosningu. Nemendafélagið FNV hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og í yfirgripsmikilli yfirlýsingu sem það sendi frá sér er skorað á stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema að segja af sér í kjölfar mislukkaðra breytinga. /PF

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.