Feykir


Feykir - 04.04.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 04.04.2012, Blaðsíða 5
14/2012 Feykir 5 Hvað fær óperusöngfugl til þess að söðla um og flytja í Húnaþing vestra? Af hverju flýgur hann í rúma tvo tíma norður þjóðveg eitt og býr sér hreiður á Laugarbakka í stað þess að hoppa upp í flugvél í rúma tvo tíma og huga að hreiðurgerð í London eða Glasgow? Eftir áralanga dvöl við nám og störf á Bretlandseyjum og einn vetur í Húnaþingi fór sellóspilandi söngfuglinn að bera saman þessa staði, litlu tjörnina versus úthafið. Það að flytja til Glasgow og setjast á skólabekk var óskaplega spennandi og þroskandi, opnaði augu og huga. En eftir áralanga dvöl á erlendri grundu var niðurstaðan að tjarnir virðast eiga betur við söngvarann, kannski af því að óperugaularar eru haldnir sýniþörf og fá meiri athygli í tjörnum? Úthöfin bjóða vissulega upp á meira úrval og fjölbreytni, allt frá skrautfiskum upp í hákarla, söngfuglinum er meinilla við hákarla en hákarlar og aðrir ránfiskar þrífast illa í smátjörnum. Tími náms og vinnu á erlendri grundu var ómetanlegur. Það var líka ómetanlegt að flytja heim aftur og njóta þess enn betur sem eftirsóknarvert er hér á landi. Samhugurinn nálægðin og allt það jákvæða sem felst í því að búa í smærri samfélögum. Í því felast hin sönnu lífsgæði. Grasið er oft grænna hinum megin, lítið gras fann tenórþrösturinn á ferðum sínum í stórborgunum. Þannig er það að sumir ferðast um langan veg til vinnu, til þess að þurfa ekki að búa í stressi stórborga. Það að ferðast í fjóra tíma daglega í lest þykir ekkert tiltökumál, ef ávinningurinn er friðsælt, skemmtilegt og gróðurríkt umhverfi. „Stórtenórinn“ hefur komið sér vel fyrir uppi í sveit, keyrir Laxárdalsheiðina sex sinnum í viku og hefur upp raust sína á sviði Hörpu um helgar. En er alltaf feginn þegar hann er kominn heim. - - - - Ólafur skorar á stórsöngvarann, kjötiðnaðarmanninn og stórsnillinginn Guðmund Helgason að rita næsta pistil. Mynd: Ólafur í hlutverki Parpignol í Hörpu, í enda Mottumars. Ólafur Rúnarsson frá Laugarbakka ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Glasgow - London - Laugarbakki Draumaraddir í Litháen Ótrúleg vinátta skapaðist Draumaraddirnar úr Söngskóla Alexöndru er nýkomnar heim eftir vel heppnaða ferð til Litháens en þar var hann að endurgjalda heimsókn litháenska kórsins Allegro sem kom hingað fyrr í vetur. Ferðin gekk í alla staði vel og sterk tengsl mynduðust milli kóranna. Alexandra Chernyshova söngstýra segir að ferðin hafi gengið mjög vel, móttakan hjá Litháunum hafi verið mjög hlýjar og góðar. –Við fundum hve mikla virðingu þeir bera fyrir Íslendingum sem eru hetjur í Litháen en allir vita þar í landi að Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði landsins. Og ég get sagt að ég var ekki hissa þegar okkar stelpur frá Draumaröddum og litháenski kórinn fóru að gráta á flugvellinum þegar verið var að kveðjast, þau náðu svo vel saman að þau vildu helst ekki þurfa að sjá á eftir hverju öðru. Svo sannarlega eignuðust okkar stelpur í Draumaröddum vini í Litháen, segir Alexandra. -Ég er mjög þakklát að Söngskóli Alexöndru fékk styrk frá Nordplus fyrir svo metnaðarfullt og ógleymanlegt verkefni. Meðal þeirra foreldra sem fylgdu kórnum til Litháens var Magnús Hinriksson á Sauðárkróki og var hann afar ánægður með ferðina. Ferðalangarnir gistu í heima- húsum og voru híbýlin afar misjöfn en gestrisnin mikil. Siðirnir eru að sama skapi afar ólíkir því sem Íslendingar eigi að venjast og segir Magnús að gott hafi verið fyrir krakkana að sjá hvað jafnaldrar þeirra í Litháen eru nægjusamir enda kannski ekki úr miklu að moða. -Ég held að margir hafi hugsað sína stöðu og spáðu í hvað þau voru að komast af með. Mikil nægjusemi en jafnframt gleði hjá Litháunum. Þrátt fyrir lítil efni vorum við borin á höndum hvar sem við komum, segir Magnús. Kórinn kom fram á nokkrum stöðum og vakti alls staðar athygli. Meðal annars fékkst leyfi til að syngja í kastala nokkrum sem Íslendingarnir skoðuðu. Þar var söngurinn tekinn upp á hreyfimynd og fylgir sögunni að allir þeir sem til heyrðu hafi nær fiðrast af hrifningu, svo mikil var gæsahúðin. Hljómurinn og söngurinn hafi verið svo magnaður. Á Feyki. is má nálgast myndbandið en þar syngja Draumaraddirnar „Sofðu unga ástin mín“ í fyrrnefndum kastala. Draumaraddir Norðursins eru að gefa út sinn fyrsta geisla- disk „Súkkulaðiland“ sem Alexandra bæði útsetti og tók upp en hann inniheldur 15 lög, öll sungin á íslensku. Útgáfutónleikar verða settir upp sem fjölskylduskemmtun og verða haldnir 29. apríl í Miðgarði. Á tónleikunum kemur kórinn til með að syngja lög af disknum „Súkku- laðiland“ auk þess sem gestir kórsins koma fram en nú er von á kórum frá Eistlandi og Lettlandi. Þá er ástæða til að fjölmenna og njóta söngs frá vinaþjóðum okkar auk hinna mögnuðu Draumaradda. /PF Mikil vinátta og sterk tengsl mynduðust milli krakkanna sem áttu erfitt með að kveðja hvert annað við ferðalok. Hér eru þeir á góðri stund. Mynd: Magnús Hinriksson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.