Feykir


Feykir - 04.04.2012, Qupperneq 7

Feykir - 04.04.2012, Qupperneq 7
14/2012 Feykir 7 Feykir spyr... Hefur þú keppt undir merkjum USAH? [ spurt á afmælishátíð USAH á Blönduósi ] Þórunn Guðmundsdóttir , BLÖNDUÓSI -Já, frjálsum, aðallega hlaupum. Dagmar Guðmundsdóttir , BLÖNDUÓSI -Ég hef keppt í fótbolta. Elvar Örn Ágústsson, SKAGASTRÖND -Já, ég hef keppt í kúluvarpi og hlaupum. Benóný Bergmann Hafliðason, SKAGASTRÖND -Ég er í fimleikum, fótbolta og frjálsum. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá tvö risastór páskaegg Spakmæli vikunnar Vanmet þú aldrei þann, sem ofmetur sjálfan sig. - Franklin D. Roosevelt Grímbrandur Forvaldur hefur lengi glímt við valkvíða. Hann getur aldrei ákveðið hvort hann á að dansa skottís eða ræl við þjóðina. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Þótt ótrúlegt megi virðast þá er fólk líklegra til að verða stungið af býflugu í roki en í öðru veðri. Fyrir utan það hlær maðurinn að meðaltali um 15 sinnum á dag. Sudoku ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Turid Rós og Þórhalli kokka Eldaði oft úti í Bandaríkjunum Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru Turid Rós Gunnarsdóttir og Þórhalli Haraldsson frá Húnaveri í Svartárdal. Þau eru rekstraraðilar á Félagsheimilinu Húnaveri og eru óða önn að undirbúa sumarið og vonumst til þess að sem flestir komi og nýti sér tjaldsvæðið í Húnaveri sem og svefnpokaplássið. Þá er einnig hægt að panta húsið undir allskyns veislur og viðburði. „Við skorum á mjög góða vinir okkar til að vera næstu matgæðingar Feykis, þau Fanney Magnúsdóttur og Óskar Leif Guðmundsson frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þau hafa reynst okkur afar vel enda frábær í alla staði. Forréttinn og aðalréttinn eldaði ég mjög oft þegar ég var úti í Bandaríkjunum (eins og sést á uppskriftinni af súpunni) og í minningunni þá bragðaðist þetta mjög vel.“ FORRÉTTUR Brokkolísúpa Hálfur bolli vatn 1 teningur af kjúklingakrafti stórt búnt af brokkolíi tæplega 1 lítri af mjólk (dósamjólk) (0.8 dl) 1 ½ bolli af söxuðum púrrulauk 2 msk hveiti ½ tsk af muldu múskati 1-2 hvítlaukslauf 3 msk af fersku basil (saxað) smá svartur pipar, mulinn AÐFERÐ Komið upp suðu á vatninu og leysið upp teninginn. Bætið brokkolíinu út í og sjóðið í 5-8 mín., þar til það verður mjúkt. Hitið mjólkina upp að suðu og takið af hellunni. Steikið laukinn á pönnu og hrærið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni við og hrærið vel. Bætið múskati, hvítlauk og brokkolíinu útí ásamt vatninu sem það var soðið í. Látið sjóða við vægan hita í ca 5 mín. Bætið basil og svörtum pipar út í og hrærið saman. Svo getur líka verið gott að nota töfrasprotann og mauka þetta allt saman ef þið viljið. AÐALRÉTTUR Ofnbakaður kjúklingur 6 kjúklingaleggir 3 bringur skornar í helming 3 ½ bolli ískalt vatn rúmlega 1 bolli hrein jógúrt olíu úði Mylsna: 1 bolli brauðmylsna 1 bolli hveiti 1 tsk Old bay krydd ½ tsk hvílauksduft ½ tsk creole krydd 1/8 svartur pipar, nýmalaður smávegis af cayenne pipar ½ tsk blóðberg/timían, þurrkað ½ tsk basil, þurrkaður ½ tsk oregon, þurrkað AÐFERÐ Hitið ofninn ca 200°C, setjið bökunarpappír á bökunarplötuna og úðið með olíu úðanum. Setjið kjúklinginn í vatnið. Setjið mylsnuna í poka og blandið öllu þurrefninu vel saman. Takið kjúklinginn úr vatninu og veltið honum upp úr jógúrtinni (ca 2-3 bitar í einu) og setjið svo í pokann með mylsnunni og hristið vel. Setjið svo kjúklinginn á bökunarplötuna og úðið smá olíu yfir hann og setjið plötuna neðst í ofninn. Það á að steikja kjúklinginn í ca 1 klukkutíma en snúa bitunum á 20 mín. fresti. MEÐLÆTI Sætar kartöflur skornar í báta og settar í eldfast mót og sett olíu yfir ásamt salti, paprikudufti og smá piri piri kryddblöndu frá pottagöldrum og hrært saman. Sett í 180°C heitan ofn í ca 25 mín. Aspas sem er soðinn í salt vatni í nokkrar mínútur (þar til hann er mjúkur en samt stökk- ur), grillaður kúrbítur með smá salti og jafnvel ferskt salat (kál, agúrka, tómatar, ristuð sólblómafræ og allt sem ykkur dettur í hug). Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.