Feykir


Feykir - 18.04.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 18.04.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 7 BLS. 5 Eyþór Ernir Oddsson er Arsenalmaður Lundúnaslagur á heimilinu BLS. 3 Sigrún og Guðmundur eru matgæðingar vikunnar Steiktur silungur með kaldri sætri karrísósu Telma Magnúsdóttir varaþingmaður Norðvesturkjördæmis Sérstakir dagar á Alþingi BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air AFLMIKIL Packard bell ts 11 fartölva Ný kynslóð fartölva með Sandy Bridge og því nýjasta og öflugasta sem í boði er ásamt 2GB ofur öflugu leikjaskjákorti. SJÓÐANDI HEIT Í LEIKINA Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 15 TBL 18. apríl 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 FERSKUR Á NETINU Atvinnulífsblað Feykis Næsta blað Feykis verður tileinkað atvinnulífssýningunnni Skagafjörður – lífsins gæði og gleði og kemur út næsta þriðjudag, það verður stórt og því verður dreift um allt Norðurland vestra og víðar! Feykir.is BílamálunRéttingar Tjónaskoðun Bílamálun & réttingar *Bílamálun *Réttingar *Tjónaskoðun Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is Í gær, þriðjudag, hlupu nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla áheitahlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, en undanfarna daga hafa þeir verið að safna áheitum til málefnis- ins. Farinn var 65 km hringur frá Varmahlíð út á Krók, yfir Hegranesið, fram úthlíð Blönduhlíðar og aftur í Varmahlíð meðfram þjóðvegi 1. Myndin er tekin á upphafs kílómetrum hlaupsins. /PF Hlaupa 65 km til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar Stórsýningin Tekið til kostanna fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir um næstu helgi, dagana 20.–21. apríl. Sýningin mun að vanda standa saman af fjölbreyttum atriðum, sam- kvæmt heimasíðu reiðhallarinnar, þar sem gæðingar vítt og breitt af landinu verða í forgrunni. Dansleikur verður um kvöldið á Mælifelli með hljómsveitinni Spútnik að lokinni sýningu. Sérstakur gestur Tekið til kostanna verður stórknapinn Artimisia Bertus sem mætir m.a. með Óskar frá Blesastöðum. Þetta árið verður einnig bryddað upp á nýjungum en valinn verður glæsilegasti hestur sýningar- innar og besta atriði sýningarinnar. /BÞ Tekið til kostanna Hátíð um helgina Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga Góð afkoma hjá KS Kaupfélag Skagfirðinga heldur aðalfund sinn sumardaginn fyrsta í Selinu á Sauðárkróki. Sam- kvæmt ársreikningi félagsins nam hagnaður KS samstæðunnar á síðasta ári 2.451 milljón króna sem er svipuð afkoma og 2010 en þá var hagnaður samstæð- unnar 2.418 milljónir kr. Samstæðan velti á síðasta ári rúmum 26,2 milljörðum en árið 2010 var veltan rúmir 25,7 milljarðar króna. Heildareignir samstæðunnar voru rúmir 29,3 milljarðar við lok síðasta árs og höfðu hækkað um einn milljarð frá árinu á undan. Eigið fé samstæðunnar var 17, 8 milljarðar á móti 15,5 milljörðum árið 2010. Starfsmenn KS samstæðunnar voru um 700 talsins á síðasta ári og námu launagreiðslur alls 5,5 milljörðum króna. Í samstæðureikningi KS eru auk samvinnufélagsins m.a. FISK Sea- food, Fóðurblandan, Sláturhús KVH, Vörumiðlun, Trésmiðjan Borg, Tengill, Mjólka og Vogabær. Fram kemur í ársskýrslu félagsins að Kaupfélag Skagfirðinga sé fyrst og fremst matvælaframleiðslufyrirtæki sem leggur metnað sinn í vandaða og hagkvæma framleiðslu fyrir inn- lendan og erlendan markað. /PF Gleðilegt sumar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.