Feykir


Feykir - 18.04.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 18.04.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 15/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Forsetakosningar Húnvetnsku liðakeppninni árið 2012 er nú lokið og vann lið 3 keppnina með miklum yfirburðum, samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts, en lokamótið fór fram í Þytsheimum á Hvammstanga sl. sunnudag. Lið 3 fékk 257 stig, lið 2 varð í öðru sæti með 184,5 stig, í þriðja sæti varð lið 1 með 140,5 stig og í fjórða sæti lið 4 með 122 stig. Frekari úrslit frá mótinu er hægt að nálgast á hestasíðu Feykis. /BÞ Húnvetnska liðakeppnin 2012 Lið 3 sigraði Það mætti halda að forsetakosningar væru á næsta leiti a.m.k. ef miðað er við fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Þar er búið að etja tveimur fulltrúum saman, Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnardóttur - þrátt fyrir að sex manns hafi boðið sig fram - og meðal annars spá fyrir um það hvort þeirra vinni baráttuna miðað við skoðunarkönnun sem Fréttablaðið lét gera og allir vitna í. Þar voru þau með jafnt fylgi eða um 46% hvort um sig og spennan gífurleg. En forsetakjörið er ekki á næsta leiti, það mun fara fram laugardaginn 30. júní 2012 og eigum við eftir að upplifa ýmislegt áður en að þeim kemur: 1. maí, uppstigningardag- inn, hvítasunnuhelgina, sjómannadaginn, 17. júní og Jóns- messuna svo ekki sé talað um að sumarfrí verða byrjuð og einhver íþróttamót afstaðin svo eitthvað sé nefnt. Og til þess að vera með enn meiri leiðindi er fresturinn til að skila inn framboðum til forsetakjörs fyrir miðnætti föstudaginn 25. maí 2012. Slakið því á og njótið vorkomunnar. Páll Friðriksson ritstjóri SAH afurðir á Blönduósi hafa tilkynnt hækkun á framleiðendaverði nautgripakjöts og tók hún gildi frá og með 11. apríl sl. samkvæmt því sem kemur fram á vef LK. Þar kemur einnig fram að sláturhúsin á Norðurlandi vestra séu með hæsta raun- virði greiðslu á afurðaverði sláturleyfishafa en uppfærða verðlista má finna á naut.is. /PF SAH afurðir Hækka verð á nautakjöti til bænda Fjórtán nemendur komast í úrslit Stærðfræðikeppninnar Reiknuðu með sigri Úrslit Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkinga á Norðurlandi vestra verður haldin í FNV föstudaginn 20. apríl kl. 14:00 en 14 nemendur komast í keppnina að þessu sinni. Forkeppnin var haldin þann 23. mars sl. og liggja nú úrslitin fyrir. Á heimasíðu FNV kemur fram að vegleg verðlaun séu í boði sem gefin eru af stofnunum, fyrirtækjum og sveitarfélögum, en keppnin er samvinnuverkefni skólanna og þessara aðila. Megin tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanema á stærðfræði og hvetja þá til dáða í þeim efnum. Eftirtaldir keppendur mæta til leiks í úrslitakeppnina: Anna Rós Bragadóttir Grunnsk. Húnaþings vestra Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir Grunnskóli Fjallabyggðar Ásdís Birta Árnadóttir Höfðaskóli Benedikt Axel Ágústsson Blönduskóli Eydís Rachel Missen Grunnskóli Fjallabyggðar Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir Árskóli Guðrún Dóra Sveinbjarnard Blönduskóli Hafdís Lára Halldórsdóttir Varmahlíðarskóli Hákon Ingi Stefánsson Varmahlíðarskóli Heiðrún Nína Axelsdóttir Grunnsk. Húnaþings vestra Ragna Vigdís Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli Rögnvaldur Tómas Steinsson Árskóli Sigmar Ingi Njálsson Blönduskóli Valdimar Daðason Dalvíkurskóli /BÞ Umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum á þann veg að stytta veiðitíma fimm tegunda svartfugla nú í vor. Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor. Með styttingu veiðitímans nú er vonast til að dragi úr afföllum og álagi á stofna svartfugla á þeim tíma sem þeir nálgast land og fara að setjast upp í varpstöðvum. Vegna hruns svartfugla- stofna við Ísland óskaði um- hverfisráðherra eftir tillögum starfshóps um viðbrögð við ástandinu. Meirihluti hópsins lagði til að sett yrði fimm ára bann við veiðum á fimm tegundum svartfugla vegna fækkunar í stofnum þeirra og viðkomubrests á stórum hluta landsins. Minnihlutinn vildi ganga skemur varðandi að- gerðir til að draga úr veiðiálagi á svartfugla og hyggst ráðherra afla frekari ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um mögu- legar frekari aðgerðir. /BÞ Veiðitímabil á svartfugli stytt í vor Lýkur 25. apríl Melody Woodnutt nýr framkvæmdastjóri Nes Listamiðstöðvar Heilluð af landi og þjóð Nýr framkvæmdastjóri er tekin til starfa hjá Nes Listamiðstöð og kallast hún Melody Woodnutt og kemur frá Ástralíu. Melody hefur tvisvar dvalið við lista- miðstöðina og er því svæðinu og starfseminni vel kunnug. Á heimsíðu Nes lista- miðstöðvar, Neslist.is, birtir Melody opið bréf þar sem hún segist hlakka til að takast á við komandi verkefni og að vinna að því að gera Neslist að menningar- og listamiðstöð sem endurspeglar hið mikla listalandslag sem þrífst hér á Íslandi. Þegar Melody dvaldi hér áður heillaðist hún af landi og þjóð, eins og hún lýsir í bréfinu, og segist hafa snúið hingað aftur vegna hrifningu hennar af „Skagaströnd, Íslandi, lands- laginu, og vegna þeirrar glóandi og síbreytilegu birtu sem hér ríkir. Og að sjálfsögðu vegna fólksins sem hér býr, og ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hún. /BÞ Melody Woodnutt. Munu verja lönd sín og hagsmuni komandi kynslóða Engin há- spennumöstur Um páskana var haldinn fjölmennur fundur um Blöndulínu 3 á Mælifellsá í Skagafirði þar sem landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar höfnuðu alfarið lagningu loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar en línan mun fyrst og fremst þjóna hagsmunum stóriðju að sögn fundarmanna. Fram kom að fyrirhuguð 220 kV loftlína hefði í för með sér óásættanleg áhrif á ásýnd og ímynd landsins og skerði m.a. möguleika til landbúnaðar og ferðaþjónustu. Samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun: Fundur um Blöndulínu 3, haldinn á Mælifellsá í Skagafirði þann 6. apríl 2012, hafnar alfarið lagningu loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar með tilheyrandi háspennumöstrum. Fyrirhuguð 220 kV loftlína hefur í för með sér óásættanleg áhrif á ásýnd og ímynd landsins og skerðir m.a. möguleika til landbúnaðar og ferðaþjónustu. Í stað 220 kV loftlínu, bendir fundurinn á lagningu 132 kV jarðstrengs, en flutningsgeta hans er rífleg til að sinna raforkuþörf almennings. Fyrirhuguð Blöndulína 3 mun fyrst og fremst þjóna hagsmunum stóriðju. Sveita- stjórnir Voga og Kjósarhrepps hafa þegar hafnað lagningu loftlína til stóriðju um land sveitarfélaganna. Sveitastjórnir sem bera ábyrgð á skipu- lagsmálum á leið Blöndulínu 3 eru hvattar til að taka hugrekki þeirra sér til fyrirmyndar og horfa til framtíðar hvað varðar metnaðarfullar lausnir við lagningu línunnar. Landeigendur á Efribyggðar- leið munu verja lönd sín og hagsmuni komandi kynslóða með öllum tiltækum ráðum. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.