Feykir


Feykir - 03.05.2012, Qupperneq 2

Feykir - 03.05.2012, Qupperneq 2
2 Feykir 17/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Fyrsti maí Sagt var frá því á Mbl.is í vikunni að Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hafi fengið fyrirspurnir frá áhuga- sömum kaupendum í Kína sem vilja kaupa minkakjöt frá íslenskum loðdýra- bændum. Ágúst Andrésson, for- stöðumaður afurðastöðvar- innar, segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið nokkrar fyrirspurnir um minkakjötið, sem er eftirsóttur matur í Kína og á hann von á áhugasömum kaupendum í Skagafjörðinn frá Kína núna í maí. /PF Landbúnaður Kínverjar vilja minkakjöt Nú er fyrsti maí nýliðinn en hann er einnig kallaður hátíðisdagur verkamanna og er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Á Wikipedia segir að árið 1889 hafi fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista hist á ráðstefnu í París, í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar. Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966. Full ástæða er til að halda daginn hátíðlegan og kefjast bættra kjara þar sem þau eru ekki sjálfgefin eins og dæmin sanna. Flestir hafa það ágætt í dag þó betur megi gera til að þeir sem lægstu launin þiggja fái betur notið sín. Kjarabarátta snýst ekki alltaf um hærri laun heldur má segja að bætt kjör séu oft betri kostur. Dettur mér í hug nú þegar olíuverð eru í hæstu hæðum að ríkið geti komið til móts við landslýð og lækkað sínar álögur á olíuna. Kæmi það sér vel fyrir flesta og ekki síst barnafólk sem notar bílana mikið til að koma börnum sínum til og frá skóla, leikskóla eða í íþróttir svo ekki sé minnst á að koma sér til vinnu. Þá gæti það haft áhrif á ferðalög innanlands þar með talin íþróttaferðir barnanna vítt og breitt um landið. Vörur og þjónusta myndi lækka í verði fyrir okkur landsbyggðafólkið með lækkandi flutnings- kostnaði og leiða má að því líkum að landbúnaðarvörur gætu líka orðið ódýrari. Verðbólgan yrði minni og lánin hækka síður vegna verðtryggingaáhrifa. En nú er ég ekki hagfræðingur né fjármálaspekingur sem mark er á takandi svo þessar hugleiðingar gætu allt eins verið hið mesta bull. Maður hefur svo sem bullað annað eins. Páll Friðriksson ritstjóri Góðar líkur eru á því að af dreifnámi í Húnaþingi vestra verði, samkvæmt Leó Erni Þorleifssyni sveitarstjóra Húnaþings vestra, en tólf aðilar skráðu sig í forskráningu sem hófst þann 12. mars sl. Námið er opið öllum sem hafa lokið grunnskóla óháð aldri og fer kennsla fram í fjar- fundabúnaði í Félagsheim- ilinu á Hvammstanga. /BÞ Húnaþing vestra Góðar líkur á dreifnámi Úthlutun menningarstyrkja 2012 Menningin fær 24 milljónir Í síðustu viku voru afhentir við hátíðlega athöfn, í Ljósheimum í Skagafirði, fjölmargir styrkir Menningarráðs Norðurlands vestra. Styrkþegar sem voru alls sextíu og átta skiptu á milli sín tæpum 24 milljónum. Alls bárust 108 umsóknir til ráðsins þar sem óskað var eftir rúmum 66 milljónum króna en umsóknarfrestur fyrir árið 2012 rann út 15. mars sl. Stærsta styrkinn 1.500.000 kr. hlaut Byggða- saga Skagafjarðar fyrir 7. bindi þess. Þjóðleikur á Norðurlandi vestra fékk 1.200.000 kr. vegna leiklistar- hátíðar ungs fólks og Söfn og setur á Norðurlandi vestra og Akrahreppur hvor sína milljónina fyrir Sögulega safnahelgi 2012 og Akra- hreppur við upphaf nýrrar aldar – heimildarmynd. /PF Nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla afhendu í síðustu viku Krabbameins- félagi Skagafjarðar peninga sem þeir söfnuðu með áheitahlaupi, sem þeir þreyttu í síðustu viku, og skemmtun sem þeir héldu daginn eftir. Ingibjörg Sigfúsdóttir tók við pening- inum fyrir hönd Krabba- meinsfélagsins og sagðist vera gráti næst yfir glæsi- legum árangri krakkana en þeir söfnuðu hvorki meira né minna en 646.401 kr. „Hugmyndirnar kom upp í tengslum við tóbakslausan bekk,“ segja krakkarnir við blaðamann Feykis en um er að ræða átak sem landlæknir hefur efnt til. Nemendur úr 7. bekk lögðu höfuðið í bleyti og komu með ýmsar hugmyndir, t.d. áheitahlaup sem svo varð fyrir valinu. Í kjölfarið buðu þeir 8. bekk að vera með og þeir komu með hugmyndina að útbúa lag sem sent yrði í samkeppni landlæknis. Í fyrstu vildu krakkarnir taka þátt í samkeppni, og um leið að vinna sér inn vinning, en svo snérist metnaður þeirra í að veita þeim sem glíma við krabbamein aðstoð eftir bestu getu. Krakkarnir byrjuðu að safna áheitum sem samanstóð að mestu frá einstaklingum og voru margir hverjir útsjóna- samir við söfnunina, t.d. var fundur veiðimannafélags heima hjá einum nemanda og gekk hún þá á línunna og safnaði áheitum. Sömu söguna er að segja hjá öðrum nemenda þar sem á heimilinu var haldinn fundur á vegum Loðdýrasam- bands Skagafjarðar. „Svo fórum við bara á milli bæja og söfnuðum,“ segja þau. Hlaupið fór fram þann 17. apríl sl. og var farið svokallaðan Hegranes- hring, sem telur alls 64,5 km. Sjá nánar á Feykir.is /BÞ Varmahlíðarskóli styrkir Krabbameinsfélag Skagafjarðar Söfnuðu á sjöunda hundrað þúsund Mikil óánægja er meðal íbúa Austan Vatna í Skagafirði með framtaks- leysi í verslunarmálum á Hofsósi, samkvæmt íbúa er hringdi á Feyki í gær. Sagðist viðkomandi að fólkið væri orðið langeygt eftir því að eitthvað gerist og er þar að vitna til þess að Kaupfélagsverslunin á staðn- um hefur verið í bráða- birgðahúsnæði síðan eldur kom upp í versluninni á síðasta ári. „Við vildum gjarnan fá að skora á Kaupfélagsmenn að koma verslunarhúsinu í lag þar sem ferðamannatíminn er þegar hafinn. Það er ekki boðlegt að hafa þetta svona“, sagði óánægður íbúi austan Vatna. /PF Verslun KS í Hofsósi Vilja búðina í lag Blönduósbær, Húnavatns- hreppur, Heimilisiðnaðarsaf nið,Textílsetur Íslands, Laxasetur Íslands, Háskól- inn á Hólum, SSNV, Landsvirkjun og Farskólinn á Norðurlandi vestra hafa stofnað Þekkingarsetur. Markmið Þekkingarseturs er að stuðla að aukinni þekkingu og fjölbreytni atvinnulífs í Austur-Húnavatnssýslu. Það verður gert með fræðslustarfi, eflingu háskóla- menntunar, vísindarannsókn- um og nýsköpun á sviði Textíls, Hafís/ Strandmenningar og Laxfiska. Óskað er eftir starfs- manni í 50% starf fram- kvæmdastjóra setursins og verður starfið staðsett á Blönduósi. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2012 og skulu sendar á netfangið arnar@ blonduos.is. /PF Þekkingarsetur á Blönduósi Auglýst eftir fram- kvæmdastjóra Landstólpi ehf. hefur keypt verslunina Vélaval í Varma- hlíð af Kristjáni Sigurpáls- syni, sem rak fyrirtækið til fjölda ára. Samkvæmt Magnúsi Gunnarssyni verslunarstjóra mun fyrirtækið starfa þar áfram í óbreyttri mynd og ber áfram nafnið Vélaval. Fyrirtækið hafði verið lengi til sölu áður en Landstólpi keypti það en að sögn Magnúsar gekk salan í gegn þann 16. apríl sl. Vélaval er gamalgróið fyrirtæki sem hefur sterkar rætur í samfélaginu í Varmahlíð og var það því ánægjulegt að hinir nýju eigendur vilja halda áfram rekstri þess í óbreyttri mynd. „Sama þjónustan verður hér áfram, boðið upp á sömu vörurnar og svo auðvitað munu einhverjar nýjar bætast við,“ sagði Magnús. Þann 4. maí, frá 20 - 23, verður boðið upp á léttar veitingar samhliða kynn- ingu á vörum frá Þýska fyrir- tækinu Josera. /PF Vélaval í Varmahlíð Áfram í óbreyttri mynd

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.