Feykir


Feykir - 03.05.2012, Page 3

Feykir - 03.05.2012, Page 3
17/2012 Feykir 3 Sérfræðikomur í maí FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir, 7. til 10. maí Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir, 15. og 16. maí Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir, 21. og 22. maí Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Rökkurkórinn og Karlakórinn Heimir STJÓRNANDI: Sveinn Sigurbjörnsson STJÓRNANDI: Helga Rós Indriðadóttir UNDIRLEIKARI: Tomas Higgerson UNDIRLEIKARI: Tomas Higgerson Kóramót Tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 5. maí kl. 20:30 MIÐAVERÐ KR. 3000 GESTAKÓRAR Karlakór Rangæinga STJÓRNANDI: Guðjón Halldór Óskarsson Samkór Reykjavíkur STJÓRNANDI: John Gear EFTIR TÓNLEIKANA VERÐUR BALL Í MIÐGARÐI HVANNDALSBRÆÐUR spila inn í vornóttina ALDURSTAKMARK 18 ÁRA MIÐAVERÐ KR. 2000.- Frjálsíþróttaskó li Ungmennafélags Í slands m ag gi @ 12 og 3. is - 24 8. 22 2 2012 Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er kjörið tækifæri fyrir öll ungmenni á aldrinum 11–18 ára til að efla sig í frjálsum íþróttum og kynnast öðrum ungmennum. Auk íþróttaæfinga verða ýmsar óvæntar uppákomur, kvöldvökur, gönguferðir og fleira skemmtilegt sem eflir félagsandann. Skólinn hefst á mánudegi og lýkur á föstudegi. Innifalið í verði, kr. 17.000, er gisting, matur og kennsla. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og í síma 568-2929. Frjálsíþróttaskólinn verður haldinn á eftirtöldum stöðum: • Laugum í Reykjadal 11. – 15. júní, • Egilsstöðum 11. – 15. júní, • Sauðárkróki 11. – 15. júní, • Borgarnesi 18. – 22. júní, • Selfossi 16. – 20. júlí. AÐSENT BJÖRN BJÖRNSSON SKRIFAR Þakka skal það sem vel er gert en „hingað og örlítið lengra“ Nú á síðustu vikum hafa starfsmenn sveitarfélagsins unnið að því að setja upp ágætar gatnamerkingar, sem sannarlega var full þörf fyrir og er þetta góð framkvæmd sem allt of lengi hefur verið beðið eftir og full ástæða að þakka fyrir. Hins vegar er það svo, að oftar en ekki fer nú á þann veginn að mikið vill meira og þegar komnar eru svona ágætar merkingar á götunum, sem verða gestum sem koma til Sauðárkróks áreiðanlegar góð- ar leiðbeiningar, þá er eitt til viðbótar, sem verulega þyrfti að taka til skoðunar. Hér er átt við þann vanda sem gestir sem koma annað hvort yfir Þverárfjallið eða frá austri eftir Strandveginum inn í bæinn lenda í, þar sem raunar engar merkingar eru við þau gatnamót af Strandveginum sem liggja inn í sjálfan kaupstaðinn. Að vísu er við Hegrabrautar- gatnamótin merki sem vísar vegfarendum á sjúkrahúsið, en þar með er upptalið. Miklu meiri upplýsinga er þörf fyrir þá ókunnuga sem koma að þessum gatnamótum og mætti til dæmis hugsa sér að þar væri ör sem vísaði vestur Hegrabraut og síðan gæti þar staðið t.d. Hlíðar- og Túna- hverfi, FNV, Heimavist, Kaupfélag, Árskóli, Íþróttahús. Við Hólmagrundargatnamótin mætti hugsa sér að við þá ör sem þar væri stæði: Suðurbær, Stígar, Grundir, Slökkvistöð, Apótek. Við Freyjugötugatnamót syðri væri merkingin, Ráðhús, Bankar, Safnahús, Íþróttavöllur, Sundlaug. Við Freyjugötugatnamótin nyrðri mætti standa: Miðbær, Kirkja, Lögreglustöð, Minja- hús, Matsölustaðir, Golfvöllur, Bakarí. Við gatnamót Aðalgötunn- ar við Villa Nova stæði: Gamli bær, Veitingahús. Því er þessari ábendingu komið á framfæri, að um- ræddar gatnatengingar inn í kaupstaðinn eru allar lítið áberandi, og það hefur undir- ritaður heyrt frá gestum sem komu eftir Strandveginum að þeir hafi ekki séð þessi gatna- mót fyrr en þeir voru rétt að aka framhjá þeim og ekkert sem vísaði veg inn í bæinn með einhverjum fyrirvara. Nú er það sjálfsagt svo að Strandvegurinn er líklega þjóðvegur í þéttbýli og því þarf til að koma samvinna Vega- gerðar og sveitarfélagsins, en varla er líklegt að ekki náist um þessa þörfu framkvæmd sam- komulag. Þessum ábendingum er hér með vinsamlega komið á framfæri. Björn Björnsson Á þessari mynd má sjá fjórar götumerkingar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.