Feykir


Feykir - 03.05.2012, Síða 5

Feykir - 03.05.2012, Síða 5
17/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Lokahóf skíðadeildar Tindastóls var haldið sunnudaginn 29. apríl sl. í Húsi frítímans. Þarna hittust þau börn og unglingar sem æft hafa alpagreinar í vetur ásamt foreldrum sínum og systkinum og áttu góða stund saman. Glatt var á hjalla og snæddur saman dýrðlegur kvöldverður. Verðlaun fyrir bestu ástundun fékk Birna María Sigurðardóttir og fékk hún einnig verðlaun fyrir mestu framfarir. Efnilegasti skíðamaðurinn var útnefndur Aron Már Jónsson og að lokum hlaut María Finnboga- dóttir titilinn skíðamaður ársins. Þessi þrjú fengu glæsi- lega bikara til eignar að launum. Þjálfurum voru færðar þakkir fyrir gott starf í vetur og Gunnari Birni Rögn- valdssyni færðar sérstakar þakkir fyrir mikið frum- kvöðlastarf og uppbyggingu Skíðadeildar Tindastóls en hann hyggst draga sig í hlé sem yfirþjálfari Skíðadeildar- innar eftir margra ára óeigin- gjarnt starf, þannig að deildin er nú á höttunum eftir góðum þjálfara. Einnig voru dregnir út vinningar frá Skíðasport á Dalvík við mikla lukku við- staddra. Nánari umfjöllun mun verða um Skíðadeild Tindastóls í næsta blaði Feykis. /AJG Skíðadeild Tindastóls Skíðafólk slúttar vetrarstarfinu Meistaraflokksliðin þrjú hjá Tindastóli léku öll um helgina með misgóðum árangri. Stelpurnar töpuðu 2-0 gegn Völsungi, 3. deildar liðið Drangey tapaði 4-2 gegn Magna en Tindastóll náði að sigra Völsung 2-0. Stelpurnar sem enduðu í neðsta sæti léku sinn síðasta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn en mótherjarnir, Völsungur unnu báða sína leiki. Fyrsti leikur Tindstóls í 1. deildinni verður 23. maí gegn Snæfellsnesi. 3. deildar liðið Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna einnig á laugardaginn en spilað var á Hofsósvelli. Á Tindastóll.is segir að skelfileg byrjun heimamanna hafi ver- ið þeim dýrkeypt, þar sem Magnamenn komust í 3-0 á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það komust þeir þó meira inn í leikinn og var það Hilmar Knattspyrna Töp og sigur í boltanum Salbjörg er bikar- og Íslandsmeistari Körfuboltastúlka úr Hrútafirði Salbjörg Ragna Sævarsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna en lið hennar Njarðvík sigraði í æsispennandi úrslitaleik gegn Haukum með lokatölurnar 76-62 þann 14. apríl sl. Njarðvík hefur því unnið tvöfalt þetta árið en liðið er jafnframt bikarmeistari. Feykir tók Salbjörgu að tali og fékk að heyra um upphaf körfuboltaferils hennar í UMF. Kormáki og leiðina að Íslandsmeistaratitlinum með styrku liði Njarðvíkur. Salbjörg er frá Borðeyri í Hrútafirði og er dóttir Katrínar Kristjánsdóttur frá Hafnarfirði og Sævars Arnar Sigurbjarts- syni frá Sólbakka í Víðidal. Salbjörg hefur stundað íþróttir frá blautu barnsbeini en hún byrjaði í frjálsum íþróttum þegar hún var um 5 til 6 ára aldurinn. Körfuboltaferillinn hófst svo þegar hún var 9 ára gömul, hjá UMF. Kormáki, og æfði hún körfubolta og frjálsar jöfnum höndum. „Á síðustu árum hefur körfuboltinn þó gengið fyrir og ég hef lítið getað æft frjálsar, en ég hef þó keppt á einu og einu móti,“ útskýrir Salbjörg. Þegar Salbjörg spilaði Í 9. flokki Kormáks naut hann mikillar velgengni og varð m.a. eitt sinn Íslandsmeistari. Áður en Salbjörg gekk til liðs við Njarðvík spilaði hún eitt tímabil með Hamri og tvö tímabil með Laugdælum, en það var á þeim tíma sem hún var við nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. Nú hefur hún lokið fyrsta tímabili sínu með Njarðvík og segist vera alsæl í liðinu og þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ævintýri Njarðvíkur. „Þetta er frábært lið, frábærir þjálfarar, stemmingin í liðinu hefur verið æðisleg,“ segir Salbjörg og bætir við að henni þyki öll umgjörðin hjá Njarðvík vera meiriháttar. „Þetta hefur verið ómetanleg reynsla og frábært upp á framtíðina að gera,“ bætir hún við. Salbjörg Ragna er í aftari röð fyrir miðju, númer 9. Mættu einbeitt til leiks Lið Njarðvíkur á tíðindamikinn vetur að baki og segir Salbjörg allan þann stuðning sem liðið fékk frá áhorfendum yfir tímabilið hafa verið ómetan- legan. Sem fyrr segir sigraði Njarðvík Bikarmeistaratitilinn þann 18. febrúar sl. þegar stúlkurnar lögðu lið Snæfells í úrslitunum. „Við enduðum í 2. sæti í deildinni á eftir Keflavík,“ segir Salbjörg. „Svo náðum við að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn þann 14. apríl sl., þegar við unnum sterkt lið Hauka í fjórða leik liðanna. Við unnum fyrstu tvo leikinna í seríunni en Haukar tóku þriðja leikinn. Við náðum svo að vinna fjórða leikinn og þar með Íslandsmeistaratitilinn,“ útskýrir hún. Aðspurð um hvort sigur- gangan hafi verið erfið svarar Salbjörg: „Þetta var mjög erfitt - allt hörkuleikir og úrslitin réðust oft ekki fyrr en á síðustu mínútum eða jafnvel sekúndum leikjanna. Haukar eru með mjög sterkt lið en þær voru að spila á færri mönnum en við. Þær misstu tvo frábæra leikmenn í meiðsli í undan- úrslitunum og vorum við því ef til vill með meiri breidd en þær og spiluðum á fleiri mönnum.“ Hún segir að þegar það kom að úrslitaleiknum hafi liðið mætt einbeitt til leiks og ákveðið í því að spila vel. „Við ætluðum að klára þetta verkefni saman, sem við gerðum,“ segir hún og lýsir tilfinningunni sem fylgir því að vera Íslandsmeistari sem æðislegri. Salbjörg ætlar að taka stefnuna á Háskólann í haust en tekur þó skýrt fram að hún ætli að halda áfram í körfunni eins lengi og hún getur. /BÞ Þór Kárason sem minnkaði muninn. Það var svo Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnk- aði muninn í 3-2 en undir lokin náði Magni að komast í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins. Næsti leikur hjá strákunum er Bikarleikur gegn KF, 6. maí á Ólafsfirði. Tindastóll spilaði á sunnu- dag gegn Völsungi á Hofsós- velli og var leikurinn hin besta skemmtun samkvæmt Tinda- stólsvefnum. Þrátt fyrir mörg góð marktækifæri létu mörkin á sér standa enda mátti sjá á leikmönnum að þeir væru pínu ryðgaðir eftir langt hlé frá spilamennsku í íslenskri veðráttu og grasi. Tindastóls- liðið var mun betri aðilinn í þessum leik en skoruðu þó ekki fyrsta markið fyrr en á 70. mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir sendingu frá Theodore Eugene Furness. Tíu mínútum seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstur á boltann og kláraði vel. Tindastóll mun væntanlega spila einn æfingaleik til viðbótar, áður en alvaran hefst þann 12. maí. /PF Þjálfararnir Sveinn Sverrisson, Björgvin Björgvinsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson ásamt skíðagörpunum Aroni Má, Maríu og Birnu. Mynd: Jóka

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.